Woods með besta hring endurkomunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 09:18 Það er allt á uppleið hjá Tiger. vísir/getty Tiger Woods náði sínu lægsta skori síðan hann snéri aftur á golfvöllinn á þriðja hring Honda Classic mótsins á PGA mótaröðinni í golfi í nótt. Hann fór hringinn á 69 höggum, sem er einu höggi undir pari vallarins. Samtals eftir hringina þrjá er hann á pari og er í 11. - 15. sæti fyrir loka hringinn. Landi hans frá Bandaríkjunum, Luke List leiðir mótið á sjö höggum undir pari og Justin Thomas og Webb Simpson fylgja fast á hæla hans á sex höggum undir pari. Lokaholurnar voru dramatískar hjá Woods. Hann fékk fugl á 13. holu og var kominn tveimur höggum undir parið. Hann tapaði svo höggi á 15. holunni og fékk annan skolla á 17. holu. Hann bjargaði sér svo aftur undir parið með fugli á 18. holu. „Ég á enn möguleika. Þetta var líklegast eins vel og ég hefði getað spilað í dag,“ sagði Woods eftir hringinn í nótt Rory McIlroy er ekki í jafn góðum málum og Woods á mótinu. Hann er í 63.-65. sæti eftir að hafa farið þriðja hringinn á þremur höggum yfir pari og er því samtals á sjö höggum yfir pari. Hringurinn hefði þó verið mun verri þar sem hann byrjaði hræðilega. Á fjórðu og fimmtu holu fékk hann skolla og fylgdi því eftir með skramba á sjöttu og tveimur skollum á 7. og 8. holu og var hann því kominn sex höggum yfir parið. Þá komu tveir fuglar í röð áður en hann sló fyrir öðrum skolla á 11. holu. Tveir fuglar á síðustu sex holunum komu skorinu niður í þrjú högg yfir pari. Golf Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods náði sínu lægsta skori síðan hann snéri aftur á golfvöllinn á þriðja hring Honda Classic mótsins á PGA mótaröðinni í golfi í nótt. Hann fór hringinn á 69 höggum, sem er einu höggi undir pari vallarins. Samtals eftir hringina þrjá er hann á pari og er í 11. - 15. sæti fyrir loka hringinn. Landi hans frá Bandaríkjunum, Luke List leiðir mótið á sjö höggum undir pari og Justin Thomas og Webb Simpson fylgja fast á hæla hans á sex höggum undir pari. Lokaholurnar voru dramatískar hjá Woods. Hann fékk fugl á 13. holu og var kominn tveimur höggum undir parið. Hann tapaði svo höggi á 15. holunni og fékk annan skolla á 17. holu. Hann bjargaði sér svo aftur undir parið með fugli á 18. holu. „Ég á enn möguleika. Þetta var líklegast eins vel og ég hefði getað spilað í dag,“ sagði Woods eftir hringinn í nótt Rory McIlroy er ekki í jafn góðum málum og Woods á mótinu. Hann er í 63.-65. sæti eftir að hafa farið þriðja hringinn á þremur höggum yfir pari og er því samtals á sjö höggum yfir pari. Hringurinn hefði þó verið mun verri þar sem hann byrjaði hræðilega. Á fjórðu og fimmtu holu fékk hann skolla og fylgdi því eftir með skramba á sjöttu og tveimur skollum á 7. og 8. holu og var hann því kominn sex höggum yfir parið. Þá komu tveir fuglar í röð áður en hann sló fyrir öðrum skolla á 11. holu. Tveir fuglar á síðustu sex holunum komu skorinu niður í þrjú högg yfir pari.
Golf Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira