Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar Nelson vonast eftir bardaga í Dublin í maí vísir/getty Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. Gunnar er við æfingar í Írlandi eins og er og hafði heyrt orðróm um bardagakvöld í maí þar sem hann gæti barist. Það hefur nú verið staðfest að UFC mun halda bardagakvöld sunnudaginn 29. maí í Dublin. „Ég býst við því að ég fái að berjast þar. Það kemur líklega í ljós bráðlega og ég vona ég verði þar,“ sagði Gunnar. Honum var boðinn aðalbardaginn á bardagakvöldi í Lundúnum í mars, en sá bardagi féll niður þar sem andstæðingurinn Darren Till sagðist ekki geta barist vegna veikinda. Síðasti bardagi Gunnars var í júlí 2017 þar sem hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio eftir að sá síðarnefndi potaði í augun á Gunnari. Í reglum UFC getur dómarinn gefið fimm mínútna hlé fái bardagakapparnir högg á punginn. Engar slíkar reglur eru um augnpot og vill Gunnar láta breyta því. „Það þarf að laga eitthvað varðandi þessi atvik. Ég sá tvöfalt og rýmisgreindin var í rugli, það þarf tíma fyrir augun að jafna sig.“ „Dómararnir þurfa að taka betur á þessu.“ Hann segir tapið þó ekki hafa haft of mikil áhrif á sig. „Það er erfitt að taka tapi, en eitt tap er ekki nóg til að ég hætti að keppa. Þetta er eitthvað sem ég læri af. Allt það sem maður gengur í gegnum getur maður nýtt sér og lært af.“ Viðmælandi Gunnars hafði orð á viðtali sem hann fór í fyrir nokkrum árum þar sem hann viðurkenndi að hafða farið út á lífið kvöldið áður en hann keppti á glímumótinu ADCC og fengið sér ís í morgunmat. Hann mætti svo til leiks og vann meðal annars Jeff Monson eftirminnilega. Við því sagði Gunnar að hann trúi ekki á hefðir sem þurfi að ganga í gegnum á bardagadegi, það skipti engu máli hvort maður borði ís í morgunmat eða hvað. „Þetta snýst um andlegan undirbúning og hvernig hausinn er stiltur. Ef að hausinn er í réttu ástandi þá breytir það engu hvað þú borðar eða klukkan hvað.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00 Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Sjá meira
Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. Gunnar er við æfingar í Írlandi eins og er og hafði heyrt orðróm um bardagakvöld í maí þar sem hann gæti barist. Það hefur nú verið staðfest að UFC mun halda bardagakvöld sunnudaginn 29. maí í Dublin. „Ég býst við því að ég fái að berjast þar. Það kemur líklega í ljós bráðlega og ég vona ég verði þar,“ sagði Gunnar. Honum var boðinn aðalbardaginn á bardagakvöldi í Lundúnum í mars, en sá bardagi féll niður þar sem andstæðingurinn Darren Till sagðist ekki geta barist vegna veikinda. Síðasti bardagi Gunnars var í júlí 2017 þar sem hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio eftir að sá síðarnefndi potaði í augun á Gunnari. Í reglum UFC getur dómarinn gefið fimm mínútna hlé fái bardagakapparnir högg á punginn. Engar slíkar reglur eru um augnpot og vill Gunnar láta breyta því. „Það þarf að laga eitthvað varðandi þessi atvik. Ég sá tvöfalt og rýmisgreindin var í rugli, það þarf tíma fyrir augun að jafna sig.“ „Dómararnir þurfa að taka betur á þessu.“ Hann segir tapið þó ekki hafa haft of mikil áhrif á sig. „Það er erfitt að taka tapi, en eitt tap er ekki nóg til að ég hætti að keppa. Þetta er eitthvað sem ég læri af. Allt það sem maður gengur í gegnum getur maður nýtt sér og lært af.“ Viðmælandi Gunnars hafði orð á viðtali sem hann fór í fyrir nokkrum árum þar sem hann viðurkenndi að hafða farið út á lífið kvöldið áður en hann keppti á glímumótinu ADCC og fengið sér ís í morgunmat. Hann mætti svo til leiks og vann meðal annars Jeff Monson eftirminnilega. Við því sagði Gunnar að hann trúi ekki á hefðir sem þurfi að ganga í gegnum á bardagadegi, það skipti engu máli hvort maður borði ís í morgunmat eða hvað. „Þetta snýst um andlegan undirbúning og hvernig hausinn er stiltur. Ef að hausinn er í réttu ástandi þá breytir það engu hvað þú borðar eða klukkan hvað.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00 Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Sjá meira
Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25