Konur tóku sér pláss á Eddunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 21:14 Kvennasamstaða einkenndi upphafsatriði Eddunnar í ár. Skjáskot af RÚV Konur frá WIFT, alþjóðlegum samtökum kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, fluttu alvöruþrungið ávarp á Edduverðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar sem fer fram í kvöld á RÚV. Leikkonur og dagskrárgerðarkonur á öllum aldri tóku sér stöðu á sviðinu og héldust í hendur, klæddar rauðu og svörtu og fóru með texta. „Þú, þú hérna í salnum, þú heima í stofu, hvar í veröldinni sem þú ert. Við erum hér vegna þín. Þú sem hefur upplifað ofbeldi, kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér.“ Þetta voru upphafsorð ávarps kvennanna sem var eins og ljóðrænn gjörningur. Ein þeirra sem tók til máls var Sigyn Blöndal, umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún talaði um þá breytingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi. „Þú þarft ekki lengur að þegja ef brotið er á þér. Við erum hér og hlustum ef þú kýst að tala.“ Í ávarpinu var konum í heiminum vottuð virðing fyrir að hafa náð að knýja fram breytingar í þágu jafnréttis. Það hafi krafist mikils hugrekkis af hálfu þessara kvenna. „Hugrekki til að taka sér pláss, hugrekki til að krefjast jafnréttis, virðingar, hugrekki til að segja stopp. Þögnin hefur loksins verið rofin og þess vegna stöndum við hér.“ Ávarpinu lauk með áhrifaríkum hætti því ung kona kallaði eftir auknum samtakamætti til þess að knýja fram aukið jafnrétti. „Ég er hér af því ég er framtíðin og í framtíðinni vil ég að rödd mín heyrist og að hlustað sé á mig. Ég er hér af því ég þarf á ykkur að halda til þess að heimurinn geti breyst til frambúðar fyrir mig, fyrir okkur og fyrir komandi kynslóðir. Ég er hér.“ Myllumerkin #égerhér og #metoo verða notuð á hátíðinni. Eddan MeToo Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Konur frá WIFT, alþjóðlegum samtökum kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, fluttu alvöruþrungið ávarp á Edduverðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar sem fer fram í kvöld á RÚV. Leikkonur og dagskrárgerðarkonur á öllum aldri tóku sér stöðu á sviðinu og héldust í hendur, klæddar rauðu og svörtu og fóru með texta. „Þú, þú hérna í salnum, þú heima í stofu, hvar í veröldinni sem þú ert. Við erum hér vegna þín. Þú sem hefur upplifað ofbeldi, kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér.“ Þetta voru upphafsorð ávarps kvennanna sem var eins og ljóðrænn gjörningur. Ein þeirra sem tók til máls var Sigyn Blöndal, umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún talaði um þá breytingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi. „Þú þarft ekki lengur að þegja ef brotið er á þér. Við erum hér og hlustum ef þú kýst að tala.“ Í ávarpinu var konum í heiminum vottuð virðing fyrir að hafa náð að knýja fram breytingar í þágu jafnréttis. Það hafi krafist mikils hugrekkis af hálfu þessara kvenna. „Hugrekki til að taka sér pláss, hugrekki til að krefjast jafnréttis, virðingar, hugrekki til að segja stopp. Þögnin hefur loksins verið rofin og þess vegna stöndum við hér.“ Ávarpinu lauk með áhrifaríkum hætti því ung kona kallaði eftir auknum samtakamætti til þess að knýja fram aukið jafnrétti. „Ég er hér af því ég er framtíðin og í framtíðinni vil ég að rödd mín heyrist og að hlustað sé á mig. Ég er hér af því ég þarf á ykkur að halda til þess að heimurinn geti breyst til frambúðar fyrir mig, fyrir okkur og fyrir komandi kynslóðir. Ég er hér.“ Myllumerkin #égerhér og #metoo verða notuð á hátíðinni.
Eddan MeToo Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira