Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Þórdís Valsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 21:00 Eiríkur Rögnvaldsson prófessor segir að hætta steðji að þeim snjalltækjum sem nánast eingöngu skilji og miðli ensku. Vísir/Valgarður/Getty Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Þar segir blaðamaðurinn Jon Henley frá því að íslenskan sé í hættu á því að deyja út vegna þess að enskumælandi tækni og tól séu að taka yfir. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands segir að hætta sé á því að íslenskan verði undir í hinum stafræna heimi. Í greininni segir að ólíkt flestum tungumálum þá tökum við Íslendingar upp nýyrði fyrir ný orð, í stað þess að fá orðin „að láni“ í formi tökuorða. Þar eru tekin dæmi um hin ýmsu nýyrði sem tengjast tækni, líkt og tölva, vafri og hlaðvarp. „Þetta gerir íslensku nokkuð sérstaka, tungumál þar sem málfræðin er nánast jafn flókin og hún var fyrir árþúsundi og þar sem orðaforðinn er ómengaður, en tungumálið er samt fullkomlega áhyggjulaust yfir því að þurfa að bjarga sér með hugtök 21. aldarinnar líkt og „snertiskjár“,“ segir höfundur greinarinnar Jon Henley. Þá segir að jafnvel þó Íslendingar séu uppátækjasamir hvað varðar nýyrðasmíði þá séu einungis 340 þúsund einstaklingar sem tala tungumálið, og snjallgræjurnar Siri og Alexa eru ekki á meðal þeirra. Henley segir að tæknin sé að taka yfir og að nú ríði yfir öld Facebook, snjallsíma, Netflix og fleira. „Tungumál Íslendingasagnanna, sem skrifaðar voru á kálfaskinn frá 1200 til 1300, eru að sökkva í hafsjó ensku,“segir Henley.Ung börn í kerrum að horfa á YouTube Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, var viðmælandi Henley í greininni og þar segir hann að um sé að ræða svokallaða „digital minoritisation“. Eiríkur sagði í samtali við Vísi að hugtakið sé ekki til á íslensku en um sé að ræða hugtak sem er notað yfir það þegar mál sem er svokallað meirihlutamál verður að minnihlutamáli í stafrænu umhverfi. „Það er það sem við höfum verið að tala um að sé möguleiki á að gerist hér. Þó íslenskan haldi áfram að vera tungumál meirihluta landsmanna þá kann að vera að hún verði undir í hinum stafræna heimi,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir að enskan hreinlega flæði yfir okkur með óþýddu efni á Netflix og YouTube. „Maður þarf ekki að fara lengra en út í búð og þá sér maður barn í kerru með snjallsíma að horfa á YouTube myndbönd á ensku og svo eru það tölvuleikirnir sem eru meira og minna á ensku,“ segir Eiríkur og bætir við að enska sé einnig notuð í auknum mæli við að raddstýra ýmsum tækjum á borð við Siri, Alexa og Goggle Assistant. Hann segir að ef ekki verði hægt að stjórna þessum tækjum með íslensku þá eru komin ansi mörg svið þar sem íslenskan verði undir.Íslenskan hefur haldist nánast óbreytt í þúsund ár, en nú steðjar hætta að henni ef hin öra tækniþróun heldur áfram.Vísir/GettyStafrænn tungumáladauði íslenskunnar Eiríkur segir að fyrir nokkrum árum hafi ungverskur fræðimaður fundið upp hugtakið „digital language death“, sem þýða má sem stafrænan tungumáladauða. Fræðimaðurinn sá spáði því að 95 prósent tungumála myndu deyja stafrænum dauða á næstu árum. „Hann spáði því að tungumálin myndu ekki hverfa en að þau myndu ekki ráða við það að fylgja þessari öru þróun í hinum stafræna heimi,“ segir Eiríkur. Þá nefnir Eiríkur evrópskt verkefni sem sem Ísland tók þátt í og tók til þrjátíu Evróputungumála. Þar var því spáð að 21 af þeim tungumálum sem voru til umfjöllunar væru í hættu. „Það sem var átt við með því var að þessi mál þau ná ekki að halda í við þróunina og verða smátt og smátt undir í þessu stafræna umhverfi. Svo er það stóra spurningin hvort það þýði að tungumálið sé þá dauðadæmt í raunheiminum líka? Það er ekki gott fyrir tungumál,“ segir Eiríkur.Vitundarvakning og samvera með börnum lausnin Eiríkur segir að það sé erfitt að spá fyrir um örlög íslenskunnar hvað þetta varðar. „Við höfum engin fordæmi, þetta er svo nýtt og breytingarnar hafa gerst svo hratt.“Hvað telur þú að fólk geti gert til þess að sporna við þessu?Snjalltækni á borð við Siri, Alexa og Google Assistant notast eingöngu við enska tungu. Raddstýrð tæki sem þessi gætu skapað vandamál fyrir íslenskuna.Vísir/Getty„Ég hef alltaf sagt að það fyrsta og það mikilvægasta er einhverskonar vitundarvakning, að fólk átti sig á þessu. Það er ekki sjálfgefið að 340 þúsund manna þjóðfélag hafi sitt eigið tungumál sem er notað á öllum sviðum og það gerist ekki sjálfkrafa að það haldist þannig,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir einnig að styttur vinnutími hefði mikil áhrif svo foreldrar gætu eytt meiri tíma með börnunum sínum. „Það er það sem gildir, að tala við börnin, lesa fyrir börnin og svo framvegis. Þetta ræðst svo mikið af þessu máltökuskeiði, fyrstu sex til níu árunum,“ segir Eiríkur og bætir við að börn á þessu skeiði þurfi að fá ákveðið magn af móðurmálinu í kringum sig til þess að byggja eigið málkerfi. „Það dugir ekki einhliða miðlun. Þegar þú setur barn fyrir framan sjónvarp að horfa á það, þó það sé á íslensku, þá dugir það ekki til þess að barnið læri almennilega íslensku. Það þarf gagnvirk samskipti, það þarf að tala við börnin og það er meginatriðið, að fólk gefi sér tíma til þess,“ segir Eiríkur.Gríðarlega stór rannsókn til að kortleggja þróunina Eiríkur og Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor, eru um þessar mundir að rannsaka þróun tungumálsins, viðhorf til bæði íslensku og ensku og hversu mikil enska er í umhverfi okkar. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvort enskan hafi einhver áhrif á málið. Það er ekki auðvelt að rannsaka þetta en við erum að reyna,“ segir Eiríkur en rannsóknin nær til fimm þúsund Íslendinga. Elsti þátttakandinn er 98 ára en sá yngsti þriggja ára barn. Íslenska á tækniöld Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Þar segir blaðamaðurinn Jon Henley frá því að íslenskan sé í hættu á því að deyja út vegna þess að enskumælandi tækni og tól séu að taka yfir. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands segir að hætta sé á því að íslenskan verði undir í hinum stafræna heimi. Í greininni segir að ólíkt flestum tungumálum þá tökum við Íslendingar upp nýyrði fyrir ný orð, í stað þess að fá orðin „að láni“ í formi tökuorða. Þar eru tekin dæmi um hin ýmsu nýyrði sem tengjast tækni, líkt og tölva, vafri og hlaðvarp. „Þetta gerir íslensku nokkuð sérstaka, tungumál þar sem málfræðin er nánast jafn flókin og hún var fyrir árþúsundi og þar sem orðaforðinn er ómengaður, en tungumálið er samt fullkomlega áhyggjulaust yfir því að þurfa að bjarga sér með hugtök 21. aldarinnar líkt og „snertiskjár“,“ segir höfundur greinarinnar Jon Henley. Þá segir að jafnvel þó Íslendingar séu uppátækjasamir hvað varðar nýyrðasmíði þá séu einungis 340 þúsund einstaklingar sem tala tungumálið, og snjallgræjurnar Siri og Alexa eru ekki á meðal þeirra. Henley segir að tæknin sé að taka yfir og að nú ríði yfir öld Facebook, snjallsíma, Netflix og fleira. „Tungumál Íslendingasagnanna, sem skrifaðar voru á kálfaskinn frá 1200 til 1300, eru að sökkva í hafsjó ensku,“segir Henley.Ung börn í kerrum að horfa á YouTube Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, var viðmælandi Henley í greininni og þar segir hann að um sé að ræða svokallaða „digital minoritisation“. Eiríkur sagði í samtali við Vísi að hugtakið sé ekki til á íslensku en um sé að ræða hugtak sem er notað yfir það þegar mál sem er svokallað meirihlutamál verður að minnihlutamáli í stafrænu umhverfi. „Það er það sem við höfum verið að tala um að sé möguleiki á að gerist hér. Þó íslenskan haldi áfram að vera tungumál meirihluta landsmanna þá kann að vera að hún verði undir í hinum stafræna heimi,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir að enskan hreinlega flæði yfir okkur með óþýddu efni á Netflix og YouTube. „Maður þarf ekki að fara lengra en út í búð og þá sér maður barn í kerru með snjallsíma að horfa á YouTube myndbönd á ensku og svo eru það tölvuleikirnir sem eru meira og minna á ensku,“ segir Eiríkur og bætir við að enska sé einnig notuð í auknum mæli við að raddstýra ýmsum tækjum á borð við Siri, Alexa og Goggle Assistant. Hann segir að ef ekki verði hægt að stjórna þessum tækjum með íslensku þá eru komin ansi mörg svið þar sem íslenskan verði undir.Íslenskan hefur haldist nánast óbreytt í þúsund ár, en nú steðjar hætta að henni ef hin öra tækniþróun heldur áfram.Vísir/GettyStafrænn tungumáladauði íslenskunnar Eiríkur segir að fyrir nokkrum árum hafi ungverskur fræðimaður fundið upp hugtakið „digital language death“, sem þýða má sem stafrænan tungumáladauða. Fræðimaðurinn sá spáði því að 95 prósent tungumála myndu deyja stafrænum dauða á næstu árum. „Hann spáði því að tungumálin myndu ekki hverfa en að þau myndu ekki ráða við það að fylgja þessari öru þróun í hinum stafræna heimi,“ segir Eiríkur. Þá nefnir Eiríkur evrópskt verkefni sem sem Ísland tók þátt í og tók til þrjátíu Evróputungumála. Þar var því spáð að 21 af þeim tungumálum sem voru til umfjöllunar væru í hættu. „Það sem var átt við með því var að þessi mál þau ná ekki að halda í við þróunina og verða smátt og smátt undir í þessu stafræna umhverfi. Svo er það stóra spurningin hvort það þýði að tungumálið sé þá dauðadæmt í raunheiminum líka? Það er ekki gott fyrir tungumál,“ segir Eiríkur.Vitundarvakning og samvera með börnum lausnin Eiríkur segir að það sé erfitt að spá fyrir um örlög íslenskunnar hvað þetta varðar. „Við höfum engin fordæmi, þetta er svo nýtt og breytingarnar hafa gerst svo hratt.“Hvað telur þú að fólk geti gert til þess að sporna við þessu?Snjalltækni á borð við Siri, Alexa og Google Assistant notast eingöngu við enska tungu. Raddstýrð tæki sem þessi gætu skapað vandamál fyrir íslenskuna.Vísir/Getty„Ég hef alltaf sagt að það fyrsta og það mikilvægasta er einhverskonar vitundarvakning, að fólk átti sig á þessu. Það er ekki sjálfgefið að 340 þúsund manna þjóðfélag hafi sitt eigið tungumál sem er notað á öllum sviðum og það gerist ekki sjálfkrafa að það haldist þannig,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir einnig að styttur vinnutími hefði mikil áhrif svo foreldrar gætu eytt meiri tíma með börnunum sínum. „Það er það sem gildir, að tala við börnin, lesa fyrir börnin og svo framvegis. Þetta ræðst svo mikið af þessu máltökuskeiði, fyrstu sex til níu árunum,“ segir Eiríkur og bætir við að börn á þessu skeiði þurfi að fá ákveðið magn af móðurmálinu í kringum sig til þess að byggja eigið málkerfi. „Það dugir ekki einhliða miðlun. Þegar þú setur barn fyrir framan sjónvarp að horfa á það, þó það sé á íslensku, þá dugir það ekki til þess að barnið læri almennilega íslensku. Það þarf gagnvirk samskipti, það þarf að tala við börnin og það er meginatriðið, að fólk gefi sér tíma til þess,“ segir Eiríkur.Gríðarlega stór rannsókn til að kortleggja þróunina Eiríkur og Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor, eru um þessar mundir að rannsaka þróun tungumálsins, viðhorf til bæði íslensku og ensku og hversu mikil enska er í umhverfi okkar. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvort enskan hafi einhver áhrif á málið. Það er ekki auðvelt að rannsaka þetta en við erum að reyna,“ segir Eiríkur en rannsóknin nær til fimm þúsund Íslendinga. Elsti þátttakandinn er 98 ára en sá yngsti þriggja ára barn.
Íslenska á tækniöld Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira