Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 21:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birti í kvöld upplýsingar um akstur sinn. Mikið hefur verið rætt um akstursgreiðslur þingmanna síðustu vikur og segir Sigmundur Davíð að hann hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilfellum. Telur hann að akstur sinn vegna vinnuferða síðustu sjö ára hafi verið í kringum 145.000 kílómetrar. Sigmundur skrifar um þetta á Facebook síðu sinni og segir þar meðal annars að hann greiði oftar en ekki eigin dvalarkostnað og fari ekki fram á endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. „Það er gömul saga og ný að það er ekki alltaf sama hver á í hlut þegar fjallað er um stjórnmálamenn. Einhverra hluta vegna hafa sumir séð sérstaka ástæðu til að setja út á að ég teldi rétt að eiga lögheimili í kjördæminu eins og aðrir landsbyggðarþingmenn. Því hefur jafnvel verið haldið fram að ég hljóti að hafa gert það í hagnaðarskyni. Auk þess ek ég mikið vegna starfsins, held fundi ofl. sem þessa dagana vekur spurningar um kostnaðargreiðslur. Ég hef ekki talið viðeigandi að gera mikið úr því þótt ég fari ekki fram á kostnaðargreiðslur sem ég á rétt á frá þinginu. Enda ekki ætlunin að gefa í skyn að slíkar greiðslur séu endilega óeðlilegar.“Oftar en ekki greitt dvalarkostnað sjálfur Sigmundur segir að umræðan og birting upplýsinga um kostnaðargreiðslur til þingmanna gefi þó gott tilefni til þess að fara yfir þessi mál. Sigmundur segir að hann hafi beðið þingið um að taka saman allar slíkar greiðslur til sín en hefur ekki enn fengið það yfirlit. Í millitíðinni vildi hann upplýsa um nokkra hluti á Facebook síðu sinni. „Þótt ég hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilvikum hef ég haldið akstursdagbók og reiknast til að ég hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 km á ári vegna vinnuferða. Það á við um þau ár sem ég hef verið þingmaður en ekki ráðherra. Á tæpum 7 árum nemur þetta um 145.000 km.“ Sigmundur upplýsir þar einnig um annars konar kostnaðargreiðslur og kemur þar fram að hann sé með fasta mánaðarlega skattskylda greiðslu að upphæð 40.000 krónur vegna starfskostnaðar. „Eins og áður hefur komið fram hef ég ekki farið fram á greiðslur fyrir að eiga lögheimili í kjördæminu og heimili á höfuðborgarsvæðinu (53.161 kr. á mánuði) né fer ég fram á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. Fastar greiðslur til landsbyggðarþingmanna vegna heimilis-/dvalarkostnaðar eru óháðar því hvort viðkomandi á lögheimili í kjördæminu eða ekki. Auk þess hef ég oftar en ekki greitt dvalarkostnað (hótelkostnað) vegna vinnu utan kjördæmisins og erlendis sjálfur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birti í kvöld upplýsingar um akstur sinn. Mikið hefur verið rætt um akstursgreiðslur þingmanna síðustu vikur og segir Sigmundur Davíð að hann hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilfellum. Telur hann að akstur sinn vegna vinnuferða síðustu sjö ára hafi verið í kringum 145.000 kílómetrar. Sigmundur skrifar um þetta á Facebook síðu sinni og segir þar meðal annars að hann greiði oftar en ekki eigin dvalarkostnað og fari ekki fram á endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. „Það er gömul saga og ný að það er ekki alltaf sama hver á í hlut þegar fjallað er um stjórnmálamenn. Einhverra hluta vegna hafa sumir séð sérstaka ástæðu til að setja út á að ég teldi rétt að eiga lögheimili í kjördæminu eins og aðrir landsbyggðarþingmenn. Því hefur jafnvel verið haldið fram að ég hljóti að hafa gert það í hagnaðarskyni. Auk þess ek ég mikið vegna starfsins, held fundi ofl. sem þessa dagana vekur spurningar um kostnaðargreiðslur. Ég hef ekki talið viðeigandi að gera mikið úr því þótt ég fari ekki fram á kostnaðargreiðslur sem ég á rétt á frá þinginu. Enda ekki ætlunin að gefa í skyn að slíkar greiðslur séu endilega óeðlilegar.“Oftar en ekki greitt dvalarkostnað sjálfur Sigmundur segir að umræðan og birting upplýsinga um kostnaðargreiðslur til þingmanna gefi þó gott tilefni til þess að fara yfir þessi mál. Sigmundur segir að hann hafi beðið þingið um að taka saman allar slíkar greiðslur til sín en hefur ekki enn fengið það yfirlit. Í millitíðinni vildi hann upplýsa um nokkra hluti á Facebook síðu sinni. „Þótt ég hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilvikum hef ég haldið akstursdagbók og reiknast til að ég hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 km á ári vegna vinnuferða. Það á við um þau ár sem ég hef verið þingmaður en ekki ráðherra. Á tæpum 7 árum nemur þetta um 145.000 km.“ Sigmundur upplýsir þar einnig um annars konar kostnaðargreiðslur og kemur þar fram að hann sé með fasta mánaðarlega skattskylda greiðslu að upphæð 40.000 krónur vegna starfskostnaðar. „Eins og áður hefur komið fram hef ég ekki farið fram á greiðslur fyrir að eiga lögheimili í kjördæminu og heimili á höfuðborgarsvæðinu (53.161 kr. á mánuði) né fer ég fram á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. Fastar greiðslur til landsbyggðarþingmanna vegna heimilis-/dvalarkostnaðar eru óháðar því hvort viðkomandi á lögheimili í kjördæminu eða ekki. Auk þess hef ég oftar en ekki greitt dvalarkostnað (hótelkostnað) vegna vinnu utan kjördæmisins og erlendis sjálfur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21