Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 06:00 Ríkið á rúm 98 prósent í Landsbankanum, en Íslandsbanki er að fullu í eigu ríkisins. Ríkið átti 13 prósenta hlut í Arion þar til í gær. Vísir Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 26 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu 1.023 milljónum króna í fyrra. Launakostnaður bankanna vegna lykilstjórnenda, að stjórnum meðtöldum, hefur hækkað um 40 prósent frá árinu 2013, eða um nærri 340 milljónir króna. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 34 prósent. Þetta kemur fram þegar laun bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka eru skoðuð í nýbirtum ársreikningum bankanna þriggja. Í heildina er um 26 starfsmenn í bönkunum þremur að ræða eins og þeir birtast í ársreikningum bankanna. Við það má bæta að greiðslur til stjórnarmanna bankanna námu samanlagt rúmum 196 milljónum króna. Íslandsbanki, sem er að fullu í eigu ríkisins, er með sex framkvæmdastjóra en í uppgjöri síðasta árs er einnig færður inn kostnaður vegna starfsloka tveggja framkvæmdastjóra. Alls 331,5 milljónir króna.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var svo með 58 milljónir í árslaun eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum króna á mánuði. Lækka þau eilítið milli ára. Landsbankinn, sem ríkið á rúm 98 prósent í, greiddi 205,5 milljónir til fimm framkvæmdastjóra og vegna starfsloka eins fyrrverandi. Lilja Björk Einarsdóttir, sem ráðin var bankastjóri í fyrra, var með 2,8 milljónir á mánuði á níu og hálfs mánaðar tímabili. Arion banki, sem íslenska ríkið átti 13 prósenta hlut í þar til í gær er með níu framkvæmdastjóra sem fengu alls 329,8 milljónir í sinn hlut. Árslaun bankastjórans, Höskuldar Ólafssonar, námu 71,2 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur ríflega 5,9 milljónum á mánuði. Laun Höskuldar hækkuðu um ríflega níu prósent milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki fara fram hjá nokkrum manni að sjálftakan og misskiptingin sé sífellt að aukast.„Þetta er ein af ástæðum kraumandi óánægju í grasrót stéttarfélaganna með hversu getulaus hún virðist vera til að streitast á móti þessari þróun.“ Ragnar segir grátlegt að mörg þessara fyrirtækja á fjármálamarkaði séu í eigu lífeyrissjóða fólksins eða ríkisins. „Það er óþolandi að fylgjast með þessari taumlausu græðgi þegar hinum almenna launamanni er gert að sýna hófsemi. Það virðist alltaf vera svigrúm til að moka undir toppana.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 26 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu 1.023 milljónum króna í fyrra. Launakostnaður bankanna vegna lykilstjórnenda, að stjórnum meðtöldum, hefur hækkað um 40 prósent frá árinu 2013, eða um nærri 340 milljónir króna. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 34 prósent. Þetta kemur fram þegar laun bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka eru skoðuð í nýbirtum ársreikningum bankanna þriggja. Í heildina er um 26 starfsmenn í bönkunum þremur að ræða eins og þeir birtast í ársreikningum bankanna. Við það má bæta að greiðslur til stjórnarmanna bankanna námu samanlagt rúmum 196 milljónum króna. Íslandsbanki, sem er að fullu í eigu ríkisins, er með sex framkvæmdastjóra en í uppgjöri síðasta árs er einnig færður inn kostnaður vegna starfsloka tveggja framkvæmdastjóra. Alls 331,5 milljónir króna.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var svo með 58 milljónir í árslaun eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum króna á mánuði. Lækka þau eilítið milli ára. Landsbankinn, sem ríkið á rúm 98 prósent í, greiddi 205,5 milljónir til fimm framkvæmdastjóra og vegna starfsloka eins fyrrverandi. Lilja Björk Einarsdóttir, sem ráðin var bankastjóri í fyrra, var með 2,8 milljónir á mánuði á níu og hálfs mánaðar tímabili. Arion banki, sem íslenska ríkið átti 13 prósenta hlut í þar til í gær er með níu framkvæmdastjóra sem fengu alls 329,8 milljónir í sinn hlut. Árslaun bankastjórans, Höskuldar Ólafssonar, námu 71,2 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur ríflega 5,9 milljónum á mánuði. Laun Höskuldar hækkuðu um ríflega níu prósent milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki fara fram hjá nokkrum manni að sjálftakan og misskiptingin sé sífellt að aukast.„Þetta er ein af ástæðum kraumandi óánægju í grasrót stéttarfélaganna með hversu getulaus hún virðist vera til að streitast á móti þessari þróun.“ Ragnar segir grátlegt að mörg þessara fyrirtækja á fjármálamarkaði séu í eigu lífeyrissjóða fólksins eða ríkisins. „Það er óþolandi að fylgjast með þessari taumlausu græðgi þegar hinum almenna launamanni er gert að sýna hófsemi. Það virðist alltaf vera svigrúm til að moka undir toppana.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira