Upplifir sex ára gamlan draum í PyeongChang Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 15:00 Hilmir Snær ásamt þjáfara sínum Þórði Georg Hjörleifssyni (t.v.) og Einari Bjarnasyni, aðstoðarþjálfara (t.h.). vísir Fyrir fimm árum síðan sagði hinn þrettán ára Hilmar Snær Örvarsson í viðtölum að hann ætlaði á Vetrarólympíuleikana árið 2018. Í dag er vika þangað til að Hilmar Snær heldur til PyeongChang ásamt fríðu föruneyti og keppir fyrir Íslands hönd. Hilmar Snær er fæddur árið 2000 og greindist með krabbamein aðeins átta ára gamall og þurfti að taka af honum vinstri fótinn til að fjarlægja meinið. Fljótlega eftir að krabbameinsmeðferð hans lauk fór fjölskyldan í skíðaferð til Akureyrar og þaðan var ekki aftur snúið. Nú er Hilmar á leið til Suður Kóreu þar sem hann verður yngsti þáttakandi Íslands frá upphafi á Vetrarólympíuleikum fatlaðra og sá fyrsti sem keppir í standandi flokki. En hvernig var tilfinningin þegar þessum langþráða draumi var náð? „Þetta er bara mjög gaman. Ótrúlegt að ég hafi ákveðið þetta fyrir svona löngu síðan og loksins er ég búinn að ná því,“ sagði Hilmar Snær á blaðamannafundi ÍF í dag. Hann sagðist hafa verið á þrotlausum æfingum í nærri fjögur ár, en hann ákvað á Andrésar Andar leikunum árið 2010 að hann ætlaði á þetta mót. Hver eru markmið Hilmars fyrir leikana? „Ég ætla að keppast við þá sem að ég hef verið að keppa við síðast liðin mót. Gera mitt besta, hafa gaman og njóta.“ „Gaman að koma til nýrra heimsálfa og upplifa nýja hluti,“ sagði hógvær Hilmar Snær Örvarsson. Hilmar keppir í svigi þann 14. mars og stórsvigi 17. mars. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Tengdar fréttir Stefnir á Ólympíuleika á öðrum fæti Þrettán ára drengur, sem greindist með krabbamein og missti vinstri fót sinn árið 2009, stefnir á að taka þátt í vetrarólympíuleikunum 2018. Þar ætlar hann að keppa á skíðum, en hann rennir sér niður brekkurnar á öðrum fæti. 22. desember 2013 19:12 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Fyrir fimm árum síðan sagði hinn þrettán ára Hilmar Snær Örvarsson í viðtölum að hann ætlaði á Vetrarólympíuleikana árið 2018. Í dag er vika þangað til að Hilmar Snær heldur til PyeongChang ásamt fríðu föruneyti og keppir fyrir Íslands hönd. Hilmar Snær er fæddur árið 2000 og greindist með krabbamein aðeins átta ára gamall og þurfti að taka af honum vinstri fótinn til að fjarlægja meinið. Fljótlega eftir að krabbameinsmeðferð hans lauk fór fjölskyldan í skíðaferð til Akureyrar og þaðan var ekki aftur snúið. Nú er Hilmar á leið til Suður Kóreu þar sem hann verður yngsti þáttakandi Íslands frá upphafi á Vetrarólympíuleikum fatlaðra og sá fyrsti sem keppir í standandi flokki. En hvernig var tilfinningin þegar þessum langþráða draumi var náð? „Þetta er bara mjög gaman. Ótrúlegt að ég hafi ákveðið þetta fyrir svona löngu síðan og loksins er ég búinn að ná því,“ sagði Hilmar Snær á blaðamannafundi ÍF í dag. Hann sagðist hafa verið á þrotlausum æfingum í nærri fjögur ár, en hann ákvað á Andrésar Andar leikunum árið 2010 að hann ætlaði á þetta mót. Hver eru markmið Hilmars fyrir leikana? „Ég ætla að keppast við þá sem að ég hef verið að keppa við síðast liðin mót. Gera mitt besta, hafa gaman og njóta.“ „Gaman að koma til nýrra heimsálfa og upplifa nýja hluti,“ sagði hógvær Hilmar Snær Örvarsson. Hilmar keppir í svigi þann 14. mars og stórsvigi 17. mars.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Tengdar fréttir Stefnir á Ólympíuleika á öðrum fæti Þrettán ára drengur, sem greindist með krabbamein og missti vinstri fót sinn árið 2009, stefnir á að taka þátt í vetrarólympíuleikunum 2018. Þar ætlar hann að keppa á skíðum, en hann rennir sér niður brekkurnar á öðrum fæti. 22. desember 2013 19:12 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Stefnir á Ólympíuleika á öðrum fæti Þrettán ára drengur, sem greindist með krabbamein og missti vinstri fót sinn árið 2009, stefnir á að taka þátt í vetrarólympíuleikunum 2018. Þar ætlar hann að keppa á skíðum, en hann rennir sér niður brekkurnar á öðrum fæti. 22. desember 2013 19:12
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti