"Ég hef rökstuddan grun um að þú sért að snúa út úr, Brynjar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 13:45 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókust hressilega á Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Samsett mynd Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki hafa vænt þingmenn um refsiverðan verknað með ummælum sínum um þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins í Silfrinu á sunnudag. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útskýringar hennar og segir slík ummæli ekki til þess fallin að auka traust til þingsins. Ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, þess efnis að fyrir lægi rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi dregið sér fé vegna akstursreikninga sinna til þingsins hafa vakið athygli og umtal síðustu daga. Brynjar Níelsson, þingmaður og flokksbróðir Ásmundar, tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og sagði ástandið líkt því sem var við lýði í Bandaríkjunum á árunum 1947 til 1956, þegar meintir kommúnistar voru ofsóttir. Sakaði engan um óheiðarleika Brynjar og Þórhildur Sunna mættust Í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu málið enn frekar. Þórhildur Sunna reið á vaðið og sagðist aðspurð ekki hafa sakað þingmenn um óheiðarleika, eins og Brynjar hafði gagnrýnt hana fyrir að gera. „Nei. Ég er að saka stofnanir landsins um að mismuna eftir stéttastöðu. Það var nú heila málið sem ég var að halda fram, að það gildi ekki reglur jafnt yfir alla hér á Íslandi og að það sé að valda ákveðinni reiði og ákveðnu vantrausti í þessu samfélagi að þeir sem eru í efstu lögum þess þurfi aldrei að sæta afleiðingum gjörða sinna,“ sagði Þórhildur Sunna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýndur vegna aksturgreiðsla þingmanna.visir/pjetur Auka ekki traust og virðingu með ásökunum Þá sagði Þórhildur Sunna mikið hafa verið sett út á orðalag hennar en haft var eftir henni í Silfri helgarinnar að uppi væri „rökstuddur grunur“ um að Ásmundur Friðriksson hefði „dregið sér fé“ í formi akstursgreiðsla til þingmanna. Þá vildi Þórhildur Sunna einnig meina að sama væri uppi á teningnum í tilfelli Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Sjálf leiðrétti Sunna orðalagið í athugasemd við færslu Brynjars í gær og tjáði sig frekar um það í Bítinu í morgun. „Ég ræddi ýmis dæmi sem mér þótti sýna fram á að það gildir eitt sett af reglum um almenning í landinu og annað sett af reglum um æðstu valdastéttir í landinu. Ég var að lýsa þeirri skoðun minni,“ sagði Þórhildur Sunna. Þá var Brynjar spurður að því hvort ráðherrar ættu að komast upp með að fara ekki eftir téðum reglum. „Að sjálfsögðu fá menn dóm á sig fyrir það að hafa ekki farið eftir reglum og svo framvegis. Við erum að tala um allt annað hér,“ svaraði Brynjar og beindi spjótum sínum að orðalagi Þórhildar Sunnu. „Ef þetta eru þingmenn sem ætla að reyna hér að bæta og auka traust og virðingu þingsins þá gera þeir það ekki með því að saka aðra um þetta. Að halda því fram að það sé rökstuddur grunur um það að hann hafi stundað fjársvik og beitt blekkingum, það er ekkert um það,“ hélt Brynjar áfram og vísaði þar til máls Ásmundar Friðrikssonar. Segist ekki hafa vænt þingmenn um refsiverðan verknað Þórhildur Sunna ítrekaði þá að ummæli hennar hefðu snúið að því að rökstuddur grunur væri fyrir því að rannsaka hvort brot hefði átt sér stað. „Ég hef ekki vænt einn né annan þingmann um refsiverðan verknað, bara svo því sé haldið til haga.“ Brynjar gaf lítið fyrir þessar útskýringar Sunnu og sagðist sjálfur ekki myndu fara svona að. „Já, þá ertu að segja að það sé rökstuddur grunur um brot þeirra. Og það er alvarlegur hlutur. Ég myndi aldrei nota þetta, og ég nota nú ýmis orð.“ Þórhildur ítrekaði þá enn um hvað málið snerist frá hennar bæjardyrum séð. „Ég hef rökstuddan grun um að þú sért að snúa út úr, Brynjar. Þetta snýst bara um það að hér er enginn látinn sæta ábyrgð tilheyri hann ákveðinni valdastétt. Þetta er eitthvað sem margir finna fyrir í sinni réttlætiskennd, að svona sé þetta hér.“Hlusta má á viðtalið við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Brynjar Níelsson í heild í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki hafa vænt þingmenn um refsiverðan verknað með ummælum sínum um þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins í Silfrinu á sunnudag. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útskýringar hennar og segir slík ummæli ekki til þess fallin að auka traust til þingsins. Ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, þess efnis að fyrir lægi rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi dregið sér fé vegna akstursreikninga sinna til þingsins hafa vakið athygli og umtal síðustu daga. Brynjar Níelsson, þingmaður og flokksbróðir Ásmundar, tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og sagði ástandið líkt því sem var við lýði í Bandaríkjunum á árunum 1947 til 1956, þegar meintir kommúnistar voru ofsóttir. Sakaði engan um óheiðarleika Brynjar og Þórhildur Sunna mættust Í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu málið enn frekar. Þórhildur Sunna reið á vaðið og sagðist aðspurð ekki hafa sakað þingmenn um óheiðarleika, eins og Brynjar hafði gagnrýnt hana fyrir að gera. „Nei. Ég er að saka stofnanir landsins um að mismuna eftir stéttastöðu. Það var nú heila málið sem ég var að halda fram, að það gildi ekki reglur jafnt yfir alla hér á Íslandi og að það sé að valda ákveðinni reiði og ákveðnu vantrausti í þessu samfélagi að þeir sem eru í efstu lögum þess þurfi aldrei að sæta afleiðingum gjörða sinna,“ sagði Þórhildur Sunna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýndur vegna aksturgreiðsla þingmanna.visir/pjetur Auka ekki traust og virðingu með ásökunum Þá sagði Þórhildur Sunna mikið hafa verið sett út á orðalag hennar en haft var eftir henni í Silfri helgarinnar að uppi væri „rökstuddur grunur“ um að Ásmundur Friðriksson hefði „dregið sér fé“ í formi akstursgreiðsla til þingmanna. Þá vildi Þórhildur Sunna einnig meina að sama væri uppi á teningnum í tilfelli Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Sjálf leiðrétti Sunna orðalagið í athugasemd við færslu Brynjars í gær og tjáði sig frekar um það í Bítinu í morgun. „Ég ræddi ýmis dæmi sem mér þótti sýna fram á að það gildir eitt sett af reglum um almenning í landinu og annað sett af reglum um æðstu valdastéttir í landinu. Ég var að lýsa þeirri skoðun minni,“ sagði Þórhildur Sunna. Þá var Brynjar spurður að því hvort ráðherrar ættu að komast upp með að fara ekki eftir téðum reglum. „Að sjálfsögðu fá menn dóm á sig fyrir það að hafa ekki farið eftir reglum og svo framvegis. Við erum að tala um allt annað hér,“ svaraði Brynjar og beindi spjótum sínum að orðalagi Þórhildar Sunnu. „Ef þetta eru þingmenn sem ætla að reyna hér að bæta og auka traust og virðingu þingsins þá gera þeir það ekki með því að saka aðra um þetta. Að halda því fram að það sé rökstuddur grunur um það að hann hafi stundað fjársvik og beitt blekkingum, það er ekkert um það,“ hélt Brynjar áfram og vísaði þar til máls Ásmundar Friðrikssonar. Segist ekki hafa vænt þingmenn um refsiverðan verknað Þórhildur Sunna ítrekaði þá að ummæli hennar hefðu snúið að því að rökstuddur grunur væri fyrir því að rannsaka hvort brot hefði átt sér stað. „Ég hef ekki vænt einn né annan þingmann um refsiverðan verknað, bara svo því sé haldið til haga.“ Brynjar gaf lítið fyrir þessar útskýringar Sunnu og sagðist sjálfur ekki myndu fara svona að. „Já, þá ertu að segja að það sé rökstuddur grunur um brot þeirra. Og það er alvarlegur hlutur. Ég myndi aldrei nota þetta, og ég nota nú ýmis orð.“ Þórhildur ítrekaði þá enn um hvað málið snerist frá hennar bæjardyrum séð. „Ég hef rökstuddan grun um að þú sért að snúa út úr, Brynjar. Þetta snýst bara um það að hér er enginn látinn sæta ábyrgð tilheyri hann ákveðinni valdastétt. Þetta er eitthvað sem margir finna fyrir í sinni réttlætiskennd, að svona sé þetta hér.“Hlusta má á viðtalið við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Brynjar Níelsson í heild í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21