Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 16:29 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, leggur fyrirspurnirnar ellefu fram. vísir/ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra.Fyrirspurnirnar eru samhljóða og snúa meðal annars að því hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009. Er óskað eftir sundurliðun á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Þá er einnig spurt hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum annars vegar í starfi og hins vegar utan starfs og spurt út í hvort ráðherra haldi akstursdagbók. Spurningarnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: 1. Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar? 2. Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt? 3. Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd? 4. Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það? 5. Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um ýmsar þær aukagreiðslur sem þingmenn fá vegna starfs síns og þá helst um sérstakar akstursgreiðslur í kjölfar þess að svar barst frá forseta Alþingis, Steingrími J. Sigfússyni, um aksturskostnað. Kom þá í ljós að á liðnu ári fengu þeir tíu þingmenn sem hæstu greiðslurnar þáðu samtals tæplega 30 milljónir króna endurgreiddar í aksturskostnað. Síðustu vikur hefur svo verið aukið ákall um að fá allar upplýsingar sem snúa að aukagreiðslum til þingmanna fram og í því skyni opnaði Alþingi í dag vef þar sem upplýsingar um launakostnað og greiðslur til þingmanna koma fram. Vefurinn er þó ekki tilbúinn að öllu leyti og sem stendur tekur hann einungis til fastra launagreiðslna og fastra kostnaðargreiðslna. Gert er ráð fyrir að í næstu viku verði hægt að opna á 2. áfanga vefsins og þá verða birtar upplýsingar um breytilegar greiðslur, til dæmis endurgreiðslur fyrir útlagðan ferðakostnað. Einnig er hafinn undirbúningur að því að birta gögn aftur í tímann og er miðað við að upplýsingar verði birtar um tíu ár aftur í tímann. Þær upplýsingar sem verða birtar fyrst um sinn eru þó einungis frá 1. janúar 2018. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra.Fyrirspurnirnar eru samhljóða og snúa meðal annars að því hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009. Er óskað eftir sundurliðun á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Þá er einnig spurt hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum annars vegar í starfi og hins vegar utan starfs og spurt út í hvort ráðherra haldi akstursdagbók. Spurningarnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: 1. Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar? 2. Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt? 3. Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd? 4. Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það? 5. Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um ýmsar þær aukagreiðslur sem þingmenn fá vegna starfs síns og þá helst um sérstakar akstursgreiðslur í kjölfar þess að svar barst frá forseta Alþingis, Steingrími J. Sigfússyni, um aksturskostnað. Kom þá í ljós að á liðnu ári fengu þeir tíu þingmenn sem hæstu greiðslurnar þáðu samtals tæplega 30 milljónir króna endurgreiddar í aksturskostnað. Síðustu vikur hefur svo verið aukið ákall um að fá allar upplýsingar sem snúa að aukagreiðslum til þingmanna fram og í því skyni opnaði Alþingi í dag vef þar sem upplýsingar um launakostnað og greiðslur til þingmanna koma fram. Vefurinn er þó ekki tilbúinn að öllu leyti og sem stendur tekur hann einungis til fastra launagreiðslna og fastra kostnaðargreiðslna. Gert er ráð fyrir að í næstu viku verði hægt að opna á 2. áfanga vefsins og þá verða birtar upplýsingar um breytilegar greiðslur, til dæmis endurgreiðslur fyrir útlagðan ferðakostnað. Einnig er hafinn undirbúningur að því að birta gögn aftur í tímann og er miðað við að upplýsingar verði birtar um tíu ár aftur í tímann. Þær upplýsingar sem verða birtar fyrst um sinn eru þó einungis frá 1. janúar 2018.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00