Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var í morgun tilkynnt um flugvél sem væri að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með bilaðan hreyfil.
Þarna var á ferðinni flugvél frá bandaríska hernum, af gerðinni Hercules C 130. Flugvélinni var lent heilu og höldnu skömmu síðar eða um hálf tíuleytið í morgun, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
