Skoða að greiða bréf í Kviku í arð til hluthafa Hörður Ægisson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Eign VÍS í Kviku er næststærsta hlutabréfaeign félagsins. Vísir/Anton Stjórn VÍS skoðar nú þann möguleika að hlutabréf tryggingafélagsins í Kviku banka verði greidd út að stórum hluta í formi sérstakrar arðgreiðslu til hluthafa. Slík ráðstöfun, ásamt öðrum leiðum sem eru til skoðunar til að ná fram frekari hagræðingu í fjármagnsskipan félagsins, gæti þá falist í því að hluthafar VÍS myndu fá afhentan samanlagt um 15 prósenta hlut í Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. VÍS er langsamlega stærsti einstaki hluthafi fjárfestingabankans með 23,57 prósenta eignarhlut. VÍS kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í ársbyrjun 2017 þegar félagið keypti tæplega 22 prósenta hlut í bankanum fyrir um 1.655 milljónir. Þremur mánuðum síðar stækkaði eignarhlutur félagsins um rúmlega þrjú prósent þegar VÍS keypti hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands í bankanum. Í lok þriðja ársfjórðungs 2017 var hlutur tryggingafélagsins í Kviku metinn á 2.490 milljónir króna í bókum VÍS. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar VÍS um að leggja það til að bréfum félagsins verði að hluta til ráðstafað í formi arðgreiðslu til hluthafa. Þannig er talið afar ólíklegt, samkvæmt heimildum Markaðarins, að slík arðgreiðslutillaga muni á þessum tímapunkti verða lögð fram strax á aðalfundi VÍS í næsta mánuði. Uppgjör VÍS fyrir árið 2017 verður gert opinbert eftir lokun markaða í dag, miðvikudag. Eign VÍS í Kviku, sem er næststærsta hlutabréfaeign félagsins, var á þriðja ársfjórðungi í fyrra breytt úr því að vera stefnumarkandi fjárfesting í hefðbundið óskráð félag. Við þá breytingu þurfti tryggingafélagið að sama skapi að binda mun meira eigið fé vegna fjárfestingarinnar, eða 49 prósent í stað 22 prósenta, og þá lækkaði gjaldþolshlutfall VÍS einnig um átta punkta, í 1,49. Verði farin sú leið að bréf félagsins í Kviku verði greidd út í formi arðgreiðslu til hluthafa, þannig að hlutur VÍS fari undir tíu prósent og tryggingafélagið því ekki lengur með virkan eignarhlut í bankanum, þá mun VÍS ekki þurfa að binda jafn mikið eigið fé og áður vegna fjárfestingarinnar í Kviku.Stór hluthafi í bæði VÍS og Kviku Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum og hafa ýmsir fjárfestar meðal annars sýnt áhuga á að kaupa bréf VÍS í bankanum. Ljóst er að tryggingafélagið myndi innleysa mikinn gengishagnað ef það tæki ákvörðun um að selja bréf sín í dag. Þegar VÍS keypti tæplega 22 prósenta hlut sinn í fjárfestingabankanum fyrir meira en ári nam kaupverðið 5,4 krónum á hlut en í síðustu viðskiptum með bréf í bankanum hefur gengið verið um 6,6 krónur á hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Kvika hefur gefið það út að félagið stefni að óbreyttu að skráningu hlutabréfa bankans á First North markaðinn í Kauphöllinni í næsta mánuði. Á meðal umsvifamestu hluthafa VÍS eru félög í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarformanns VÍS, og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með samtals um sjö prósenta hlut. Félag þeirra er einnig í hópi stærstu eigenda Kviku banka með 7,5 prósenta eignarhlut og þá er Guðmundur Örn varaformaður stjórnar bankans. Aðrir helstu hluthafar VÍS eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 9,99 prósenta hlut, en sjóðurinn er auk þess þriðji stærsti hluthafinn í Kviku með tæplega níu prósent. Þá er vogunarsjóðurinn Landsdowne Partners á meðal stærstu hluthafa VÍS með 6,85 prósent en miðað við lista yfir tuttugu stærstu hluthafa eiga erlendir sjóðir samtals rúmlega 16 prósent í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Stjórn VÍS skoðar nú þann möguleika að hlutabréf tryggingafélagsins í Kviku banka verði greidd út að stórum hluta í formi sérstakrar arðgreiðslu til hluthafa. Slík ráðstöfun, ásamt öðrum leiðum sem eru til skoðunar til að ná fram frekari hagræðingu í fjármagnsskipan félagsins, gæti þá falist í því að hluthafar VÍS myndu fá afhentan samanlagt um 15 prósenta hlut í Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. VÍS er langsamlega stærsti einstaki hluthafi fjárfestingabankans með 23,57 prósenta eignarhlut. VÍS kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í ársbyrjun 2017 þegar félagið keypti tæplega 22 prósenta hlut í bankanum fyrir um 1.655 milljónir. Þremur mánuðum síðar stækkaði eignarhlutur félagsins um rúmlega þrjú prósent þegar VÍS keypti hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands í bankanum. Í lok þriðja ársfjórðungs 2017 var hlutur tryggingafélagsins í Kviku metinn á 2.490 milljónir króna í bókum VÍS. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar VÍS um að leggja það til að bréfum félagsins verði að hluta til ráðstafað í formi arðgreiðslu til hluthafa. Þannig er talið afar ólíklegt, samkvæmt heimildum Markaðarins, að slík arðgreiðslutillaga muni á þessum tímapunkti verða lögð fram strax á aðalfundi VÍS í næsta mánuði. Uppgjör VÍS fyrir árið 2017 verður gert opinbert eftir lokun markaða í dag, miðvikudag. Eign VÍS í Kviku, sem er næststærsta hlutabréfaeign félagsins, var á þriðja ársfjórðungi í fyrra breytt úr því að vera stefnumarkandi fjárfesting í hefðbundið óskráð félag. Við þá breytingu þurfti tryggingafélagið að sama skapi að binda mun meira eigið fé vegna fjárfestingarinnar, eða 49 prósent í stað 22 prósenta, og þá lækkaði gjaldþolshlutfall VÍS einnig um átta punkta, í 1,49. Verði farin sú leið að bréf félagsins í Kviku verði greidd út í formi arðgreiðslu til hluthafa, þannig að hlutur VÍS fari undir tíu prósent og tryggingafélagið því ekki lengur með virkan eignarhlut í bankanum, þá mun VÍS ekki þurfa að binda jafn mikið eigið fé og áður vegna fjárfestingarinnar í Kviku.Stór hluthafi í bæði VÍS og Kviku Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum og hafa ýmsir fjárfestar meðal annars sýnt áhuga á að kaupa bréf VÍS í bankanum. Ljóst er að tryggingafélagið myndi innleysa mikinn gengishagnað ef það tæki ákvörðun um að selja bréf sín í dag. Þegar VÍS keypti tæplega 22 prósenta hlut sinn í fjárfestingabankanum fyrir meira en ári nam kaupverðið 5,4 krónum á hlut en í síðustu viðskiptum með bréf í bankanum hefur gengið verið um 6,6 krónur á hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Kvika hefur gefið það út að félagið stefni að óbreyttu að skráningu hlutabréfa bankans á First North markaðinn í Kauphöllinni í næsta mánuði. Á meðal umsvifamestu hluthafa VÍS eru félög í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarformanns VÍS, og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með samtals um sjö prósenta hlut. Félag þeirra er einnig í hópi stærstu eigenda Kviku banka með 7,5 prósenta eignarhlut og þá er Guðmundur Örn varaformaður stjórnar bankans. Aðrir helstu hluthafar VÍS eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 9,99 prósenta hlut, en sjóðurinn er auk þess þriðji stærsti hluthafinn í Kviku með tæplega níu prósent. Þá er vogunarsjóðurinn Landsdowne Partners á meðal stærstu hluthafa VÍS með 6,85 prósent en miðað við lista yfir tuttugu stærstu hluthafa eiga erlendir sjóðir samtals rúmlega 16 prósent í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira