Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 12:05 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, við upphaf formannafundarins í morgun. vísir/heimir már Forseti Alþýðusambandsins segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. Þá hafi hins vegar verið frestað að taka á honum Hann segir ómögulegt að segja hvernig atkvæðagreiðsla formanna aðildarfélaga sambandsins um framtíð gildandi kjarasamninga fari. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði tilfinningar hans fyrir niðurstöðu formannafundarsins blendnar rétt áður en hann hélt inn á fundinn. En áður en hann hófst fundaði átta manna samninganefnd ASÍ þar sem tillaga Gylfa um að ákvörðunin um framtíð samninganna muni hvíla á ákvörðun formannafundarins. „Það eru bara átta í samninganefndinni sem er með umboð okkar félagsmanna. Í ljósi þess að það eru skiptar skoðanir um framhaldið fannst mér mikilvægt að formenn okkar aðildarfélaga, þar sem frumumboð til kjarasamninga liggur, hafi mjög beina aðkomu að bæði umræðu um þetta en líka ákvörðun. Það er einróma niðurstaða samninganefndarinnar að leggja þetta þá til inn á formannafundinn,“ sagði Gylfi. Samninganefndin muni því koma saman að loknum formannafundinum þar sem niðurstaða hans verði niðurstaða samninganefndarinnar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í atkvæðagreiðslunni á eftir er horft bæði til meirihluta atkvæða formannanna og meirihluta þeirra félagsmanna sem eru að baki þeim. En VR og Efling mynda sameiginlega meirihluta félagsmanna innan ASÍ. „Það er rík krafa hér um samstöðu. Að minnsta kosti þannig að það séu margir sem standi að baki ákvörðuninni og við erum að beita því ákvæði hér í kannski fyrsta sinn. Það er vegna þess að við teljum að það þurfi að vera skulum við segja ríkur vilji í okkar hreyfingu fyrir þeirri niðurstöðu sem verður,“ segir Gylfi.Forsendubrestur frá í fyrra enn til staðar Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í gær, sagði hún augljóst að erfiðara yrði að ræða framhaldið um breytingar á skatta- og bótakerfi ef samningum yrði slitið. En hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslna úr tryggingasjóði launa stæðu þó hver sem niðurstaða formannanna yrði. „Það kann vel að vera og þá bæði við stjórnvöld og atvinnurekendur að það að slíta kjarasamningi og fara í nýja samningalotu kunni að leiða til þess. Það breytir því ekki að ábyrgð okkar sameignlega er síðan að ná saman. Þannig að ég í sjálfu sér geri ekkert mikið úr því. Ég taldi og fagnaði því við forsætisráðherra í gær að þessi ákvörðun varðandi atvinnuleysisbætur og ábyrgðasjóð launa er bara einfaldlega réttlætismál,“ segir forseti ASÍ. Í janúar í fyrra voru ASÍ og Samtök atvinnulífsins sammála um að forsendur samninga væru brostnar. Nú telja Samtök atvinnulífsins forsendur hins vegar ekki brostnar. Gylfi segir forsendubrestinn frá í fyrra ekki hafa farið neitt og hann sé enn til staðar. „Það sem við gerðum í fyrra var að fresta viðbragði við þeim forsendubresti. Við teljum einfaldlega að skilyrði þess að heimild okkar til uppsagnar falli niður hafi ekki verið mætt. Þannig að það er í sjálfu sér þá ekki deila um hvort það er nýr forsendubrestur heldur hvort að heimild okkar hafi fallið niður. Um þetta er bara ágreiningur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Fundi formannanna gæti jafnvel lokið fyrr en áætlað var, það er að segja fyrir klukkan þrjú. Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. Þá hafi hins vegar verið frestað að taka á honum Hann segir ómögulegt að segja hvernig atkvæðagreiðsla formanna aðildarfélaga sambandsins um framtíð gildandi kjarasamninga fari. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði tilfinningar hans fyrir niðurstöðu formannafundarsins blendnar rétt áður en hann hélt inn á fundinn. En áður en hann hófst fundaði átta manna samninganefnd ASÍ þar sem tillaga Gylfa um að ákvörðunin um framtíð samninganna muni hvíla á ákvörðun formannafundarins. „Það eru bara átta í samninganefndinni sem er með umboð okkar félagsmanna. Í ljósi þess að það eru skiptar skoðanir um framhaldið fannst mér mikilvægt að formenn okkar aðildarfélaga, þar sem frumumboð til kjarasamninga liggur, hafi mjög beina aðkomu að bæði umræðu um þetta en líka ákvörðun. Það er einróma niðurstaða samninganefndarinnar að leggja þetta þá til inn á formannafundinn,“ sagði Gylfi. Samninganefndin muni því koma saman að loknum formannafundinum þar sem niðurstaða hans verði niðurstaða samninganefndarinnar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í atkvæðagreiðslunni á eftir er horft bæði til meirihluta atkvæða formannanna og meirihluta þeirra félagsmanna sem eru að baki þeim. En VR og Efling mynda sameiginlega meirihluta félagsmanna innan ASÍ. „Það er rík krafa hér um samstöðu. Að minnsta kosti þannig að það séu margir sem standi að baki ákvörðuninni og við erum að beita því ákvæði hér í kannski fyrsta sinn. Það er vegna þess að við teljum að það þurfi að vera skulum við segja ríkur vilji í okkar hreyfingu fyrir þeirri niðurstöðu sem verður,“ segir Gylfi.Forsendubrestur frá í fyrra enn til staðar Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í gær, sagði hún augljóst að erfiðara yrði að ræða framhaldið um breytingar á skatta- og bótakerfi ef samningum yrði slitið. En hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslna úr tryggingasjóði launa stæðu þó hver sem niðurstaða formannanna yrði. „Það kann vel að vera og þá bæði við stjórnvöld og atvinnurekendur að það að slíta kjarasamningi og fara í nýja samningalotu kunni að leiða til þess. Það breytir því ekki að ábyrgð okkar sameignlega er síðan að ná saman. Þannig að ég í sjálfu sér geri ekkert mikið úr því. Ég taldi og fagnaði því við forsætisráðherra í gær að þessi ákvörðun varðandi atvinnuleysisbætur og ábyrgðasjóð launa er bara einfaldlega réttlætismál,“ segir forseti ASÍ. Í janúar í fyrra voru ASÍ og Samtök atvinnulífsins sammála um að forsendur samninga væru brostnar. Nú telja Samtök atvinnulífsins forsendur hins vegar ekki brostnar. Gylfi segir forsendubrestinn frá í fyrra ekki hafa farið neitt og hann sé enn til staðar. „Það sem við gerðum í fyrra var að fresta viðbragði við þeim forsendubresti. Við teljum einfaldlega að skilyrði þess að heimild okkar til uppsagnar falli niður hafi ekki verið mætt. Þannig að það er í sjálfu sér þá ekki deila um hvort það er nýr forsendubrestur heldur hvort að heimild okkar hafi fallið niður. Um þetta er bara ágreiningur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Fundi formannanna gæti jafnvel lokið fyrr en áætlað var, það er að segja fyrir klukkan þrjú.
Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30