Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 17:00 Gummi Ben mun lýsa leikjum Íslands á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar. Hilmar Björnsson er íþróttastjóri RÚV en Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma og segir Hilmar lýsa frati á sína undirmenn með ráðninguna. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Guðmundar Benediktssonar, dagskrárgerðarmanns og lýsanda á Stöð 2 Sport, sem mun lýsa leikjum Íslands á HM í sumar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Vísis. Gummi Ben lýsti leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 og vakti mikla athygli en RÚV er með sýningarréttinn á HM og var greint frá því fyrr í dag stofnunin hefði ráðið þá Gumma Ben og Eið Smára Guðjohnsen til þess að fjalla um og sinna HM í sumar. Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn og spyr á Facebook-síðu sinni hvort að yfirmaður íþrótta á RÚV gæti hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til. „Hvað er eiginlega í gangi á mínum gamla vinnustað? Gæti yfirmaður íþrótta á RÚV hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM? Það er ekki eins og hann hafi ekki fyllilega hæfa íþróttafréttamenn til verksins. Einn þeirra er yfirburðamaður í lýsingum og annar þar stendur að mínu mati Gumma fyllilega á sporði. Sama hvað mönnum kann að finnast um Gumma Ben heitir þetta að lýsa frati á sína undirmenn,“ segir Adolf Ingi í færslu sinni á Facebook.Gerðu ráð fyrir því að þurfa liðsstyrk umfram fasta starfsmenn Aðspurður hvers vegna sú leið hafi verið að fá Gumma Ben til þess að lýsa leikjum Íslands þar sem á RÚV starfi íþróttafréttamenn sem vel geti lýst leikjunum og hafi jafnvel sóst eftir því segir í svari Hilmars við fyrirspurn Vísis: „Gert var ráð fyrir að þörf yrði fyrir þennan liðstyrk umfram fasta starfsmenn enda dagskrárgerð og þjónusta í kringum HM gríðarlega umfangsmikil. 64 leikir í beinni útsendingu auk umfjöllunar fyrir og eftir alla leik bæði hér heima og í Rússlandi.“ Hilmar kveðst ekki geta svarað því til hver kostnaður RÚV verði við þá Gumma og Eið. Hann segir ráðningarsamninga við þá vera trúnaðarmál en að aðkoma Gumma að verkefninu sé hluti af víðtækara samkomulagi við Vodafone um HM og umfjöllun miðla þess um mótið. „Fjárhagsáætlun verður ekki gefin upp að svo stöddu en verður miðlað síðar. RÚV mun bjóða upp á fjölbreytta umfjöllun af öllu tagi í öllum miðlum RÚV, enda lítur RÚV svo á að hér sé um stórviðburð að ræða sem þorri Íslendinga mun njóta í miðlum RÚV í sumar,“ segir jafnframt í svari Hilmars.Vísir er í eigu Fjarskipta hf. sem einnig eiga Stöð 2 Sport. Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15 Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Guðmundar Benediktssonar, dagskrárgerðarmanns og lýsanda á Stöð 2 Sport, sem mun lýsa leikjum Íslands á HM í sumar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Vísis. Gummi Ben lýsti leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 og vakti mikla athygli en RÚV er með sýningarréttinn á HM og var greint frá því fyrr í dag stofnunin hefði ráðið þá Gumma Ben og Eið Smára Guðjohnsen til þess að fjalla um og sinna HM í sumar. Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn og spyr á Facebook-síðu sinni hvort að yfirmaður íþrótta á RÚV gæti hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til. „Hvað er eiginlega í gangi á mínum gamla vinnustað? Gæti yfirmaður íþrótta á RÚV hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM? Það er ekki eins og hann hafi ekki fyllilega hæfa íþróttafréttamenn til verksins. Einn þeirra er yfirburðamaður í lýsingum og annar þar stendur að mínu mati Gumma fyllilega á sporði. Sama hvað mönnum kann að finnast um Gumma Ben heitir þetta að lýsa frati á sína undirmenn,“ segir Adolf Ingi í færslu sinni á Facebook.Gerðu ráð fyrir því að þurfa liðsstyrk umfram fasta starfsmenn Aðspurður hvers vegna sú leið hafi verið að fá Gumma Ben til þess að lýsa leikjum Íslands þar sem á RÚV starfi íþróttafréttamenn sem vel geti lýst leikjunum og hafi jafnvel sóst eftir því segir í svari Hilmars við fyrirspurn Vísis: „Gert var ráð fyrir að þörf yrði fyrir þennan liðstyrk umfram fasta starfsmenn enda dagskrárgerð og þjónusta í kringum HM gríðarlega umfangsmikil. 64 leikir í beinni útsendingu auk umfjöllunar fyrir og eftir alla leik bæði hér heima og í Rússlandi.“ Hilmar kveðst ekki geta svarað því til hver kostnaður RÚV verði við þá Gumma og Eið. Hann segir ráðningarsamninga við þá vera trúnaðarmál en að aðkoma Gumma að verkefninu sé hluti af víðtækara samkomulagi við Vodafone um HM og umfjöllun miðla þess um mótið. „Fjárhagsáætlun verður ekki gefin upp að svo stöddu en verður miðlað síðar. RÚV mun bjóða upp á fjölbreytta umfjöllun af öllu tagi í öllum miðlum RÚV, enda lítur RÚV svo á að hér sé um stórviðburð að ræða sem þorri Íslendinga mun njóta í miðlum RÚV í sumar,“ segir jafnframt í svari Hilmars.Vísir er í eigu Fjarskipta hf. sem einnig eiga Stöð 2 Sport.
Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15 Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15
Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46