Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 18:20 Rútur við Leifsstöð. Þeir sem reka rútufyrirtæki eru reiðir vegna gjaldtöku sem lögð hefur verið á þær rútur sem koma til að sækja farþega þangað. visir/stefán karlsson Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) sendi í dag bréf á Isavia ohf. þar sem fyrirtækið er hvatt til að fresta boðaðri gjaldtöku af hópferðabifreiðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að öllu óbreyttu mun gjaldtakan taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. Í bréfinu kemur fram að í dag hafi farið fram félagsfundur hópbílafyrirtækja, ferðaskrifstofufyrirtækja og fyrirtækja í afþreyingu innan samtakanna. Á fundinum var til umræðu boðuð gjaldtaka og staða mála sér í lagi í ljósi þess að mál þetta er nú í formlegu ferli hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þar kom m.a. fram að í ljósi óvissu um lögmæti umræddra gjalda telji fyrirtæki sér ekki unnt að taka ákvörðun að svo stöddu um að skrá sig hjá Isavia ohf., og þar með samþykkja boðaða gjaldskrá, en ákvörðun um slíkt liggur alfarið hjá fyrirtækjum.“Mikilvægt að gefa Samkeppniseftirlitinu tíma Telja Samtök ferðaþjónustunnar að það sé mikilvægt að allri óvissu um lögmæti gjaldanna, þar með talið álitamálum um gagnsæi og forsendur gjaldanna, sé eytt áður en kemur til framkvæmda. „Telja SAF því ábyrgt að Samkeppniseftirlitinu sé gefið færi á því að ljúka rannsókn sinni á málinu en nú þegar á sér m.a. stað gagnaöflun eftirlitsins þar sem leitað hefur verið eftir ítarlegum upplýsingum frá hagsmunaaðilum til viðbótar við upplýsingar frá Isavia ohf. Í ljósi óvissu um gjöldin og þeirra álitamála sem uppi eru þá skora samtökin á Isavia ohf. að fresta gildistöku gjaldanna að lágmarki fram til þess tíma sem niðurstaða eftirlitsins liggur fyrir,“ kemur meðal annars fram í bréfinu. Undir það skrifar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bréfið var sent á Isavia ohf auk fjölmiðla og aðildarfyrirtækja samtakanna. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40 Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) sendi í dag bréf á Isavia ohf. þar sem fyrirtækið er hvatt til að fresta boðaðri gjaldtöku af hópferðabifreiðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að öllu óbreyttu mun gjaldtakan taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. Í bréfinu kemur fram að í dag hafi farið fram félagsfundur hópbílafyrirtækja, ferðaskrifstofufyrirtækja og fyrirtækja í afþreyingu innan samtakanna. Á fundinum var til umræðu boðuð gjaldtaka og staða mála sér í lagi í ljósi þess að mál þetta er nú í formlegu ferli hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þar kom m.a. fram að í ljósi óvissu um lögmæti umræddra gjalda telji fyrirtæki sér ekki unnt að taka ákvörðun að svo stöddu um að skrá sig hjá Isavia ohf., og þar með samþykkja boðaða gjaldskrá, en ákvörðun um slíkt liggur alfarið hjá fyrirtækjum.“Mikilvægt að gefa Samkeppniseftirlitinu tíma Telja Samtök ferðaþjónustunnar að það sé mikilvægt að allri óvissu um lögmæti gjaldanna, þar með talið álitamálum um gagnsæi og forsendur gjaldanna, sé eytt áður en kemur til framkvæmda. „Telja SAF því ábyrgt að Samkeppniseftirlitinu sé gefið færi á því að ljúka rannsókn sinni á málinu en nú þegar á sér m.a. stað gagnaöflun eftirlitsins þar sem leitað hefur verið eftir ítarlegum upplýsingum frá hagsmunaaðilum til viðbótar við upplýsingar frá Isavia ohf. Í ljósi óvissu um gjöldin og þeirra álitamála sem uppi eru þá skora samtökin á Isavia ohf. að fresta gildistöku gjaldanna að lágmarki fram til þess tíma sem niðurstaða eftirlitsins liggur fyrir,“ kemur meðal annars fram í bréfinu. Undir það skrifar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bréfið var sent á Isavia ohf auk fjölmiðla og aðildarfyrirtækja samtakanna.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40 Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40
Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“