Getur Luke Rockhold endurheimt titilinn? Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. febrúar 2018 11:00 Luke Rockhold fagnar sínum síðasta sigri. Vísir/Getty Í nótt fer UFC 221 fram í Perth í Ástralíu. Aðalbardagi kvöldsins er gríðarlega spennandi viðureign Luke Rockhold og Yoel Romero. Luke Rockhold varð millivigtarmeistari í desember 2015 eftir sigur á Chris Weidman. Í hans fyrstu titilvörn mætti hann Michael Bisping. Bretinn kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði Luke Rockhold snemma í 1. lotu. Úrslitin voru ein þau óvæntustu á síðustu árum í UFC og var Rockhold sagður hrokafullur, kærulaus og að hafa hreinlga vanmetið Bisping sem kostaði hann titilinn. Síðan þá hefur Rockhold lítið látið á sér bera. Eftir rúmlega árs fjarveru snéri hann aftur í búrið í september og sigraði Dave Branch. Rockhold hefur oft sýnt betri takta en hann gerði þá og var hann aftur sakaður um vanmat. Hann virtist að minnsta kosti ekki hafa lært mikið frá Bisping bardaganum. Þrátt fyrir hrokann sem virðist oft einkenna hann er þetta einn besti bardagamaður heims á góðum degi. Hann var þó ekki alltaf svona góður og þótti hann til að mynda skelfilega lélegur þegar hann byrjaði fyrst að æfa MMA hjá American Kickboxing Academy. Þrátt fyrir að vera helst þekktur fyrir færni sína standandi byrjaði Rockhold sem jiu-jitsu bardagamaður. Eftir tap í hans öðrum MMA bardaga fóru margir æfingafélagar hans að efast um að hann væri nógu góður til að ná langt í MMA. Hann þótti skelfilegur standandi og tók vitlausar ákvarðanir í bardögum sem þjálfararnir hristu hausinn yfir. Með mikilli vinnusemi og elju tókst Rockhold að verða ansi fær standandi. Hann er ekki með neitt sérstaklega stórt vopnabúr standandi en það sem hann gerir, gerir hann einstaklega vel. Rockhold hefur þróað sinn eigin stíl standandi og eru fáir sem líkjast honum. Hann berst úr örvhentri fótastöðu (e. southpaw) þrátt fyrir að vera rétthentur. Það gefur honum færi á að nota sitt besta vopn sem eru vinstri spörkin. Hægri krókurinn sem hann notar sem gagnárás og vinstra sparkið eru hans sterkustu vopn. Það eru fáir sem búa yfir sömu vopnum og Rockhold og getur því verið erfitt að undirbúa sig fyrir Rockhold sem andstæðing. Rockhold er samt sem áður gríðarlega fær í gólfinu og það gleymist oft. Þegar hann kemst oftan á í gólfinu er afar erfitt að losna undan eins og Dave Branch, Lyoto Machida og Chris Weidman fengu að finna fyrir. Það gæti þó reynst mjög erfitt að komast í yfirburða stöðu í gólfinu gegn Romero enda á hann ótrúlega ferilskrá í glímunni. Hermaður Guðs á kunnuglegum slóðumYoel 'Soldier of God' RomeroVísir/GettyEins og áður segir fer bardagakvöldið fram í Ástralíu. Andstæðingur Rockhold, Yoel Romero, á ansi góðar minningar frá Ástralíu. Hinn fertugi Romero tók nefnilega silfur á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 í frjálsri glímu (e. freestyle wrestling). Það er alls ekki ómögulegt að taka Yoel Romero niður en það hefur reynst erfiðara að halda honum niðri. Whittaker tókst það þó í sumar þegar leið á bardagann og spurning hvort það verði eitthvað sem Rockhold ætlar sér að gera. Þrátt fyrir bakgrunn sinn í glímunni er Romero með 10 sigra af 12 eftir rothögg. Hann gerir oft ekki mikið standandi en býr alltaf yfir þessum rosalega sprengikrafti sem getur gert út af við bardagann á svipstundu. Hann á líka nokkur rothögg í 3. lotu þegar bardaginn virðist oft á tíðum tapaður. Luke Rockhold getur fengið ákveðna uppreist æru með sigri á Romero. Tapið gegn Bisping situr ennþá fast í honum en nú fær hann gullið tækifæri til að verða aftur meistari. Romero var ekki langt frá því að verða bráðabirgðarmeistari í sumar en mátti sætta sig við tap gegn Whittaker. Romero getur þó ekki fengið beltið enda mistókst honum að ná tilsettri þyngd í gær. Romero getur ekki orðið millivigtarmeistari þar sem hann náði ekki millivigtartakmarkinu (185 pund) en Rockhold getur orðið meistari með sigri. Bardaginn í nótt ætti að verða ansi spennandi. Bardagakvöldið fer fram á bandarískum tíma og fara bardagarnir því fram í kringum hádegið í Ástralíu á sunnudegi. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3. MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Stólarnir þurfa að svara fyrir sig Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Í nótt fer UFC 221 fram í Perth í Ástralíu. Aðalbardagi kvöldsins er gríðarlega spennandi viðureign Luke Rockhold og Yoel Romero. Luke Rockhold varð millivigtarmeistari í desember 2015 eftir sigur á Chris Weidman. Í hans fyrstu titilvörn mætti hann Michael Bisping. Bretinn kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði Luke Rockhold snemma í 1. lotu. Úrslitin voru ein þau óvæntustu á síðustu árum í UFC og var Rockhold sagður hrokafullur, kærulaus og að hafa hreinlga vanmetið Bisping sem kostaði hann titilinn. Síðan þá hefur Rockhold lítið látið á sér bera. Eftir rúmlega árs fjarveru snéri hann aftur í búrið í september og sigraði Dave Branch. Rockhold hefur oft sýnt betri takta en hann gerði þá og var hann aftur sakaður um vanmat. Hann virtist að minnsta kosti ekki hafa lært mikið frá Bisping bardaganum. Þrátt fyrir hrokann sem virðist oft einkenna hann er þetta einn besti bardagamaður heims á góðum degi. Hann var þó ekki alltaf svona góður og þótti hann til að mynda skelfilega lélegur þegar hann byrjaði fyrst að æfa MMA hjá American Kickboxing Academy. Þrátt fyrir að vera helst þekktur fyrir færni sína standandi byrjaði Rockhold sem jiu-jitsu bardagamaður. Eftir tap í hans öðrum MMA bardaga fóru margir æfingafélagar hans að efast um að hann væri nógu góður til að ná langt í MMA. Hann þótti skelfilegur standandi og tók vitlausar ákvarðanir í bardögum sem þjálfararnir hristu hausinn yfir. Með mikilli vinnusemi og elju tókst Rockhold að verða ansi fær standandi. Hann er ekki með neitt sérstaklega stórt vopnabúr standandi en það sem hann gerir, gerir hann einstaklega vel. Rockhold hefur þróað sinn eigin stíl standandi og eru fáir sem líkjast honum. Hann berst úr örvhentri fótastöðu (e. southpaw) þrátt fyrir að vera rétthentur. Það gefur honum færi á að nota sitt besta vopn sem eru vinstri spörkin. Hægri krókurinn sem hann notar sem gagnárás og vinstra sparkið eru hans sterkustu vopn. Það eru fáir sem búa yfir sömu vopnum og Rockhold og getur því verið erfitt að undirbúa sig fyrir Rockhold sem andstæðing. Rockhold er samt sem áður gríðarlega fær í gólfinu og það gleymist oft. Þegar hann kemst oftan á í gólfinu er afar erfitt að losna undan eins og Dave Branch, Lyoto Machida og Chris Weidman fengu að finna fyrir. Það gæti þó reynst mjög erfitt að komast í yfirburða stöðu í gólfinu gegn Romero enda á hann ótrúlega ferilskrá í glímunni. Hermaður Guðs á kunnuglegum slóðumYoel 'Soldier of God' RomeroVísir/GettyEins og áður segir fer bardagakvöldið fram í Ástralíu. Andstæðingur Rockhold, Yoel Romero, á ansi góðar minningar frá Ástralíu. Hinn fertugi Romero tók nefnilega silfur á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 í frjálsri glímu (e. freestyle wrestling). Það er alls ekki ómögulegt að taka Yoel Romero niður en það hefur reynst erfiðara að halda honum niðri. Whittaker tókst það þó í sumar þegar leið á bardagann og spurning hvort það verði eitthvað sem Rockhold ætlar sér að gera. Þrátt fyrir bakgrunn sinn í glímunni er Romero með 10 sigra af 12 eftir rothögg. Hann gerir oft ekki mikið standandi en býr alltaf yfir þessum rosalega sprengikrafti sem getur gert út af við bardagann á svipstundu. Hann á líka nokkur rothögg í 3. lotu þegar bardaginn virðist oft á tíðum tapaður. Luke Rockhold getur fengið ákveðna uppreist æru með sigri á Romero. Tapið gegn Bisping situr ennþá fast í honum en nú fær hann gullið tækifæri til að verða aftur meistari. Romero var ekki langt frá því að verða bráðabirgðarmeistari í sumar en mátti sætta sig við tap gegn Whittaker. Romero getur þó ekki fengið beltið enda mistókst honum að ná tilsettri þyngd í gær. Romero getur ekki orðið millivigtarmeistari þar sem hann náði ekki millivigtartakmarkinu (185 pund) en Rockhold getur orðið meistari með sigri. Bardaginn í nótt ætti að verða ansi spennandi. Bardagakvöldið fer fram á bandarískum tíma og fara bardagarnir því fram í kringum hádegið í Ástralíu á sunnudegi. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3.
MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Stólarnir þurfa að svara fyrir sig Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira