„Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 19:30 Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum. Þingmenn Miðflokksins sáu um ræðuhöldin á fyrsta flokksráðsfundi flokksins í dag sökum veikinda formannsins sem lofaði í staðinn þéttri stefnuræðu á landsþinginu í mars. Gunnar Bragi Sveinsson skaut fast á ríkisstjórnina. „Þetta er sósíalistastjórn í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," sagði hann. „Enda ef við lesum stjórnarsáttmálann þá er þetta einhver moðsuða ekki neitt. Þetta er moðsuða um völd, um stóla. Það er ekkert af stefnumálum Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks inni í þessum sáttmála," sagði Gunnar Bragi á fundinum í dag. Formaðurinn sagði verkaskiptingu innan flokksins vera meðal helstu verkefna fundarins. „Verst að ég sjálfur er frekar slappur. Þetta er svona eins og að vera lasinn á jólunum," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Miðflokkurinn hyggst tefla fram listum í sveitastjórnarkosningunum í vor en í gærkvöldi var Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, kynnt sem borgarstjórnarefni. „Víða um land eru menn að undirbúa framboð til sveitastjórna og ég held að við verðum með marga flotta lista í þessum kosningum og mikla stemningu. Ætlum að hafa gaman að þessu og ná árangri í samræmi við það," segir Sigmundur Davíð. Vigdís hyggur á stórsókn. „Ég treysti mér til þess að við náum fjórum til sex borgarfulltrúum," segir hún. Það verður að stöðva þessa skuldasöfnun sem er búið að koma borginni í og ég hef verið að tala um það hér í dag að það verða ekki nein útgjalda kosningaloforð af hendi Miðflokksins nema það komi sparnaður á móti," segir Vigdís. Hún sóttist ekki eftir endurkjöri í Alþingiskosningunum 2016 og segist hafa saknað stjórnmálanna. „Það segja nú einhverjir: „Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus." Ég hef haft brennandi áhuga á stjórnmálum frá því að ég var ung," segir Vigdís. Ekki kom til greina að slást í raðir Framsóknarmanna í borginni. „Þegar þessar sviptingar áttu sér stað innan Framsóknarflokksins var það aldrei neinn vafi hjá mér hvorum formanninum ég myndi fylgja og ég gekk leiðina með Sigmundi Davíð," segir Vigdís. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44 Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum. Þingmenn Miðflokksins sáu um ræðuhöldin á fyrsta flokksráðsfundi flokksins í dag sökum veikinda formannsins sem lofaði í staðinn þéttri stefnuræðu á landsþinginu í mars. Gunnar Bragi Sveinsson skaut fast á ríkisstjórnina. „Þetta er sósíalistastjórn í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," sagði hann. „Enda ef við lesum stjórnarsáttmálann þá er þetta einhver moðsuða ekki neitt. Þetta er moðsuða um völd, um stóla. Það er ekkert af stefnumálum Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks inni í þessum sáttmála," sagði Gunnar Bragi á fundinum í dag. Formaðurinn sagði verkaskiptingu innan flokksins vera meðal helstu verkefna fundarins. „Verst að ég sjálfur er frekar slappur. Þetta er svona eins og að vera lasinn á jólunum," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Miðflokkurinn hyggst tefla fram listum í sveitastjórnarkosningunum í vor en í gærkvöldi var Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, kynnt sem borgarstjórnarefni. „Víða um land eru menn að undirbúa framboð til sveitastjórna og ég held að við verðum með marga flotta lista í þessum kosningum og mikla stemningu. Ætlum að hafa gaman að þessu og ná árangri í samræmi við það," segir Sigmundur Davíð. Vigdís hyggur á stórsókn. „Ég treysti mér til þess að við náum fjórum til sex borgarfulltrúum," segir hún. Það verður að stöðva þessa skuldasöfnun sem er búið að koma borginni í og ég hef verið að tala um það hér í dag að það verða ekki nein útgjalda kosningaloforð af hendi Miðflokksins nema það komi sparnaður á móti," segir Vigdís. Hún sóttist ekki eftir endurkjöri í Alþingiskosningunum 2016 og segist hafa saknað stjórnmálanna. „Það segja nú einhverjir: „Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus." Ég hef haft brennandi áhuga á stjórnmálum frá því að ég var ung," segir Vigdís. Ekki kom til greina að slást í raðir Framsóknarmanna í borginni. „Þegar þessar sviptingar áttu sér stað innan Framsóknarflokksins var það aldrei neinn vafi hjá mér hvorum formanninum ég myndi fylgja og ég gekk leiðina með Sigmundi Davíð," segir Vigdís.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44 Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44
Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00