Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 13:20 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur íbúa til að halda sig heima. Vísir/Sylvía Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mikið eftir hádegi. Lögregla hvetur íbúa til að halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum. Stór árekstur varð við Sunnuhlíð í Kópavogi og var Kringlumýrarbrautinni því lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut. Opið er hinsvegar í átt að Reykjavík. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að átta bíla árekstur hafi orðið og því hafi veginum verið lokað. Ekki er ljóst hvort hann verður opnaður aftur strax vegna óveðursins. Erum föst hérna í margra bíla slysi á Kópavogsbrautinni, bara viljiði sleppa því að fara út í dag? pic.twitter.com/RPBWMuOlyX — Tanja Teresa (@TanjaTeresa) February 11, 2018 Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í hádeginu að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Full ástæða er til að fara ekki af stað heldur halda sig heima þar til lægir. Fylgst er með fréttum af færð og veðri í Veðurvaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mikið eftir hádegi. Lögregla hvetur íbúa til að halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum. Stór árekstur varð við Sunnuhlíð í Kópavogi og var Kringlumýrarbrautinni því lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut. Opið er hinsvegar í átt að Reykjavík. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að átta bíla árekstur hafi orðið og því hafi veginum verið lokað. Ekki er ljóst hvort hann verður opnaður aftur strax vegna óveðursins. Erum föst hérna í margra bíla slysi á Kópavogsbrautinni, bara viljiði sleppa því að fara út í dag? pic.twitter.com/RPBWMuOlyX — Tanja Teresa (@TanjaTeresa) February 11, 2018 Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í hádeginu að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Full ástæða er til að fara ekki af stað heldur halda sig heima þar til lægir. Fylgst er með fréttum af færð og veðri í Veðurvaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira