Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 14:32 Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. Vísir/Eyþór Millilandaflugi hefur ýmist verið aflýst eða seinkað verulega sökum veðurs. Evrópuflugi Icelandair og WOW air verður seinkað til kvölds og þá hefur Norður-Ameríku flugi verið aflýst. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að allt útlit hafi verið á því að þetta gæti farið með þessum hætti: „Það sem er að hamla er þessi mikli vindur mér skilst að í mestu kviðunum gæti þetta farið upp í 75 hnúta. Viðmiðunarreglan er sú að ef þetta fer yfir 50 hnúta þá er ekki hægt að nota ranana þannig að vindhraðinn er talsverður. Svo bætist ofan á að skyggni er vont sökum élja og fjúks. Þetta vinnur saman í að trufla flugsamgöngur.“Þurftu að lenda á EgilsstöðumEllefu flugvélar sem fóru út í morgun á vegum WOW air koma ekki til baka til landsins á áætlun vegna þess að flugvöllurinn er ónothæfur sem sakir standa. „Skyggni er langt undir mörkum og vindurinn er vel yfir mörkum til að hægt sé að lenda hérna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Vélarnar leggja af stað frá Evrópu til Íslands á milli tíu og ellefu á íslenskum tíma. Flug WOW air frá Tel aviv gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli eins og áætlað var og er hún lent á Egilsstöðum í staðinn. Svanhvít segir að flugfélagið sé búið að koma öllum farþegum fyrir á hóteli. Vélin mun fara frá Egilsstöðum til Keflavíkur klukkan ellefu í kvöld. Aflýsa þurfti öllu Norður-Ameríuflugi vegna verður. Til stóð að vélarnar færu núna síðdegis en flogið verður til Chicago síðar í kvöld. Verið er að vinna í því að komast í samband við farþega. Ferþegar eru beðnir um að fylgjast vel með því þeir fá bæði smáskilaboð og tölvupóst með stöðu mála.Flugi ýmist aflýst eða seinkað verulega„Staðan er þannig að þetta veður veldur verulegri röskun á flugi í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Það er töluvert mikil seinkun á flugi sem kemur frá Evrópu núna seinni partinn og flugi sem yfirleitt fer milli fjögur og fimm til Norður-Ameríku hefur verið aflýst. „Þetta veður kemur á versta tíma sólarhringsins þannig að þetta hefur töluvert mikil áhrif,“ segir Guðjón. Á síðu Keflavíkurflugvallar er hægt að fylgjast með gangi mála. Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Millilandaflugi hefur ýmist verið aflýst eða seinkað verulega sökum veðurs. Evrópuflugi Icelandair og WOW air verður seinkað til kvölds og þá hefur Norður-Ameríku flugi verið aflýst. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að allt útlit hafi verið á því að þetta gæti farið með þessum hætti: „Það sem er að hamla er þessi mikli vindur mér skilst að í mestu kviðunum gæti þetta farið upp í 75 hnúta. Viðmiðunarreglan er sú að ef þetta fer yfir 50 hnúta þá er ekki hægt að nota ranana þannig að vindhraðinn er talsverður. Svo bætist ofan á að skyggni er vont sökum élja og fjúks. Þetta vinnur saman í að trufla flugsamgöngur.“Þurftu að lenda á EgilsstöðumEllefu flugvélar sem fóru út í morgun á vegum WOW air koma ekki til baka til landsins á áætlun vegna þess að flugvöllurinn er ónothæfur sem sakir standa. „Skyggni er langt undir mörkum og vindurinn er vel yfir mörkum til að hægt sé að lenda hérna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Vélarnar leggja af stað frá Evrópu til Íslands á milli tíu og ellefu á íslenskum tíma. Flug WOW air frá Tel aviv gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli eins og áætlað var og er hún lent á Egilsstöðum í staðinn. Svanhvít segir að flugfélagið sé búið að koma öllum farþegum fyrir á hóteli. Vélin mun fara frá Egilsstöðum til Keflavíkur klukkan ellefu í kvöld. Aflýsa þurfti öllu Norður-Ameríuflugi vegna verður. Til stóð að vélarnar færu núna síðdegis en flogið verður til Chicago síðar í kvöld. Verið er að vinna í því að komast í samband við farþega. Ferþegar eru beðnir um að fylgjast vel með því þeir fá bæði smáskilaboð og tölvupóst með stöðu mála.Flugi ýmist aflýst eða seinkað verulega„Staðan er þannig að þetta veður veldur verulegri röskun á flugi í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Það er töluvert mikil seinkun á flugi sem kemur frá Evrópu núna seinni partinn og flugi sem yfirleitt fer milli fjögur og fimm til Norður-Ameríku hefur verið aflýst. „Þetta veður kemur á versta tíma sólarhringsins þannig að þetta hefur töluvert mikil áhrif,“ segir Guðjón. Á síðu Keflavíkurflugvallar er hægt að fylgjast með gangi mála.
Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira