Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 18:37 Töluvert hefur verið um lokanir í dag vegna veðurs. Jóhann K. Jóhannsson Lögreglan á Suðurlandi biðlar til almennings um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. „Þetta er bara það umhverfi sem björgunarsveitir og lögregla búa við. Menn eru ekki alveg sammála í öllu því sem er gert og finnst kannski að reglurnar eigi betur við aðra heldur en sjálfa sig,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram á það við ökumenn breyttra jeppa sem ekki var hleypt um lokaða vegi að láta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. Aðspurður um hvort að ökumenn jeppa hafi verið í meirihluta þeirra sem þrætt hafi við lögreglu og björgunarsveitir um lokanir segir Oddur svo ekki vera. Ökumenn á alls konar bílum látið óánægju sína í ljós með lokanir. „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur sko,“ segir Oddur sem segir þó að lögreglan geti alveg tekið á sig skammir en verst sé þegar sjálfboðaliðar í björgunarsveitunum fái að heyra það. „Þetta er leiðinlegt. Manni finnst kannski verra þegar er verið að níðast á sjálfboðaliðum og skamma þá fyrir að gera bara það sem er fyrir þá lagt,“ segir Oddur.Ekki lokað að ástæðulausu Mikið hefur mætt á björgunarsveitum og lögreglu víða um land um helgina, þá sérstaklega á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir störfuðu í allan gærdag fram á nótt við að koma ökumönnum til bjargar. Segir Oddur að það sé góð ástæða fyrir því að vegum sé lokað þegar veður sé jafn slæmt og raun bar vitni um helgina. „Ég held að ef menn skoði grannt þessar lokanir þá eru þær byggðar á mikilli reynslu og þekkingu. Við getum alltaf skoðað verkin okkar en vinnulagið og árangurinn frá því að menn fóru bara að loka með skipulögðum hætti áður en allt er komið í óefni, það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir Oddur. Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Selfossi þar sem nokkrir hópar ferðamanna dvelja. Verður miðstöðin opin fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir en veður mun ekki ganga niður á Suðurlandi fyrr en í kvöld. Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi biðlar til almennings um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. „Þetta er bara það umhverfi sem björgunarsveitir og lögregla búa við. Menn eru ekki alveg sammála í öllu því sem er gert og finnst kannski að reglurnar eigi betur við aðra heldur en sjálfa sig,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram á það við ökumenn breyttra jeppa sem ekki var hleypt um lokaða vegi að láta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. Aðspurður um hvort að ökumenn jeppa hafi verið í meirihluta þeirra sem þrætt hafi við lögreglu og björgunarsveitir um lokanir segir Oddur svo ekki vera. Ökumenn á alls konar bílum látið óánægju sína í ljós með lokanir. „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur sko,“ segir Oddur sem segir þó að lögreglan geti alveg tekið á sig skammir en verst sé þegar sjálfboðaliðar í björgunarsveitunum fái að heyra það. „Þetta er leiðinlegt. Manni finnst kannski verra þegar er verið að níðast á sjálfboðaliðum og skamma þá fyrir að gera bara það sem er fyrir þá lagt,“ segir Oddur.Ekki lokað að ástæðulausu Mikið hefur mætt á björgunarsveitum og lögreglu víða um land um helgina, þá sérstaklega á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir störfuðu í allan gærdag fram á nótt við að koma ökumönnum til bjargar. Segir Oddur að það sé góð ástæða fyrir því að vegum sé lokað þegar veður sé jafn slæmt og raun bar vitni um helgina. „Ég held að ef menn skoði grannt þessar lokanir þá eru þær byggðar á mikilli reynslu og þekkingu. Við getum alltaf skoðað verkin okkar en vinnulagið og árangurinn frá því að menn fóru bara að loka með skipulögðum hætti áður en allt er komið í óefni, það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir Oddur. Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Selfossi þar sem nokkrir hópar ferðamanna dvelja. Verður miðstöðin opin fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir en veður mun ekki ganga niður á Suðurlandi fyrr en í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45
Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent