Húrra fyrir Strætó-Stellu Pawel Bartoszek skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Árið 2011 var ég fundarstjóri á ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“. Af því tilefni setti ég fram litla áskorun. Ég lofaði verðlaunum, rauðvínsflösku að því er mig minnir, handa hverjum þeim íslenska kvikmyndagerðarmanni sem myndi sýna persónu í kvikmynd eða sjónvarpsþætti í strætó, í öðrum tilgangi en þeim að undirstrika mikið harma- og hnignunarskeið sem persónan væri að ganga í gegnum. Ætli ég hafi ekki verið undir áhrifum hinna annars prýðilega skemmtilegu þátta um Hlemmavídeó, þegar ég sagði þetta. Í þeim þáttum tekur aðalsöguhetjan, leikin af Pétri Jóhanni, strætó í fyrsta þættinum og er í skítnum en nær svo fljótlega að verða sér úti um einhverja þrjátíu ára bíldruslu. Það er þá væntanlega til marks um það að söguhetjan hafi náð örlítilli viðspyrnu frá botninum. Svona eru dæmin vafalaust fleiri. Enginn badass íslenskrar kvikmyndasögu hefur nokkurn tímann slúttað samtali með: „Má ekki vera að þessu! Ásinn er að fara!“ Enginn söguþráður spennumyndar hefur snúist um það að skiptimiðinn væri að renna út. Eða að fjarkinn væri seinn og þristurinn í Mjóddinni gæti ekki beðið lengur. Enginn gamanþáttur hefur gengið út á hóp ungmenna sem taka saman fimmuna úr Árbænum á hverjum morgni. Strætó hefur oftast táknað persónulega eymd. Ég held hins vegar að ég verði að fara að greiða út rauðvínsflöskuna til handritshöfunda þáttanna um Stellu Blómkvist. Stella nefnilega tekur strætó, ekki bara og ekki alltaf, en þegar hún er látin gera það virðist það ekki einungis vera til þess að benda á að hún sé fátæk, geðsjúk eða búin að missa prófið. Kannski er þetta ekki enn orðið töffaraeinkenni í sjálfu sér, kannski er þetta frekar hluti af þeirri persónusköpun Stellu að gera hana flippaða og öðruvísi. En ég þigg alltaf „flippað og öðruvísi“ fram yfir „á rosa bágt“. Ég skal játa það – ég held varla vatni yfir Stellu Blómkvist þáttunum. Heiðu Reed tekst að koma krefjandi hlutverki Stellu frábærlega til skila. Já, ég segi krefjandi vegna þess að Stella er í grunninn svona týpupersóna sem búið er að hlaða á ýmsum tiltölulega klisjukenndum persónueinkennum (hún er reykjandi töffara-dóna-lögfræðingur) og útkoman hefði mjög auðveldlega getað orðið fullkomlega einvíð. En stærsta afrek þeirra sem að þáttunum standa er einmitt að þeim hefur tekist að gera persónuna og sögusviðið trúverðugt. Fljótt á litið kann það að virka ansi mikið rugl að halda því fram að sögusviðið sé trúverðugt. Þættirnir gerast á Íslandi þar sem krónan hefur vikið fyrir dollaranum og Kínverjar hafa gríðarleg ítök, hafa eignast stóran hluta Norðausturlands, Hamraborgin er Kínahverfi og gamla seðlabankabyggingin er komin með nýtt hlutverk: Þar er starfrækt íturvaxið kínverskt sendiráð. Án þess að maður opinberi of mikið um efni þáttanna þá eru kínversk ítök og afskipti ákveðið þema. Þegar maður horfir á þáttinn með íslenskum gleraugum þá getur margt af þessu kannski virkað fremur asnalegt. En við getum leyft okkur að hugsa: hvernig væri það ef menn myndu dag einn hringja í íslensku lögregluna en einhver önnur lögregla en íslensk myndi mæta á staðinn? Eða að sú íslenska myndi mæta en myndi í reynd lúta erlendu boðvaldi? Þrátt fyrir að það kunni að hljóma fáránlega eru þættirnir um Stellu Blómkvist tiltölulega trúverðugur pólitískur vísindaskáldskapur. Sem betur fer hafa fáir Íslendingar upplifað það að búa í leppríki. En þættirnir koma því ástandi ágætlega til skila: Hið erlenda ríkisvald er ekki endilega alltumlykjandi eða með fingurna í öllu. En stundum mætir það á svæðið og trompar hið innlenda. Lætur fólk hverfa, kemur í veg fyrir að hlutir séu sagðir sem því eru ekki þóknanlegir. Lokar af svæðum fyrir sjálft sig og hleypir innlenda ríkisvaldinu ekki inn. Lætur breyta lögum í eigin þágu og kemur fyrir útsendurum á mikilvægum stöðum. Ekki veit ég hvort Stellu Blómkvist verði minnst sem tímamótaverks í íslenskri kvikmyndagerð en hún á það skilið. Fólk tók fremur djúpsteikt hráefni en gerði aldrei grín að því heldur tók það alvarlega. Fullveldispælingarnar eru skemmtilegar án þess að vera predikandi. Já, og síðast en ekki síst: Stella á skilið þakkir fyrir hafa loksins gert strætó kúl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Samgöngur Mest lesið Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Árið 2011 var ég fundarstjóri á ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“. Af því tilefni setti ég fram litla áskorun. Ég lofaði verðlaunum, rauðvínsflösku að því er mig minnir, handa hverjum þeim íslenska kvikmyndagerðarmanni sem myndi sýna persónu í kvikmynd eða sjónvarpsþætti í strætó, í öðrum tilgangi en þeim að undirstrika mikið harma- og hnignunarskeið sem persónan væri að ganga í gegnum. Ætli ég hafi ekki verið undir áhrifum hinna annars prýðilega skemmtilegu þátta um Hlemmavídeó, þegar ég sagði þetta. Í þeim þáttum tekur aðalsöguhetjan, leikin af Pétri Jóhanni, strætó í fyrsta þættinum og er í skítnum en nær svo fljótlega að verða sér úti um einhverja þrjátíu ára bíldruslu. Það er þá væntanlega til marks um það að söguhetjan hafi náð örlítilli viðspyrnu frá botninum. Svona eru dæmin vafalaust fleiri. Enginn badass íslenskrar kvikmyndasögu hefur nokkurn tímann slúttað samtali með: „Má ekki vera að þessu! Ásinn er að fara!“ Enginn söguþráður spennumyndar hefur snúist um það að skiptimiðinn væri að renna út. Eða að fjarkinn væri seinn og þristurinn í Mjóddinni gæti ekki beðið lengur. Enginn gamanþáttur hefur gengið út á hóp ungmenna sem taka saman fimmuna úr Árbænum á hverjum morgni. Strætó hefur oftast táknað persónulega eymd. Ég held hins vegar að ég verði að fara að greiða út rauðvínsflöskuna til handritshöfunda þáttanna um Stellu Blómkvist. Stella nefnilega tekur strætó, ekki bara og ekki alltaf, en þegar hún er látin gera það virðist það ekki einungis vera til þess að benda á að hún sé fátæk, geðsjúk eða búin að missa prófið. Kannski er þetta ekki enn orðið töffaraeinkenni í sjálfu sér, kannski er þetta frekar hluti af þeirri persónusköpun Stellu að gera hana flippaða og öðruvísi. En ég þigg alltaf „flippað og öðruvísi“ fram yfir „á rosa bágt“. Ég skal játa það – ég held varla vatni yfir Stellu Blómkvist þáttunum. Heiðu Reed tekst að koma krefjandi hlutverki Stellu frábærlega til skila. Já, ég segi krefjandi vegna þess að Stella er í grunninn svona týpupersóna sem búið er að hlaða á ýmsum tiltölulega klisjukenndum persónueinkennum (hún er reykjandi töffara-dóna-lögfræðingur) og útkoman hefði mjög auðveldlega getað orðið fullkomlega einvíð. En stærsta afrek þeirra sem að þáttunum standa er einmitt að þeim hefur tekist að gera persónuna og sögusviðið trúverðugt. Fljótt á litið kann það að virka ansi mikið rugl að halda því fram að sögusviðið sé trúverðugt. Þættirnir gerast á Íslandi þar sem krónan hefur vikið fyrir dollaranum og Kínverjar hafa gríðarleg ítök, hafa eignast stóran hluta Norðausturlands, Hamraborgin er Kínahverfi og gamla seðlabankabyggingin er komin með nýtt hlutverk: Þar er starfrækt íturvaxið kínverskt sendiráð. Án þess að maður opinberi of mikið um efni þáttanna þá eru kínversk ítök og afskipti ákveðið þema. Þegar maður horfir á þáttinn með íslenskum gleraugum þá getur margt af þessu kannski virkað fremur asnalegt. En við getum leyft okkur að hugsa: hvernig væri það ef menn myndu dag einn hringja í íslensku lögregluna en einhver önnur lögregla en íslensk myndi mæta á staðinn? Eða að sú íslenska myndi mæta en myndi í reynd lúta erlendu boðvaldi? Þrátt fyrir að það kunni að hljóma fáránlega eru þættirnir um Stellu Blómkvist tiltölulega trúverðugur pólitískur vísindaskáldskapur. Sem betur fer hafa fáir Íslendingar upplifað það að búa í leppríki. En þættirnir koma því ástandi ágætlega til skila: Hið erlenda ríkisvald er ekki endilega alltumlykjandi eða með fingurna í öllu. En stundum mætir það á svæðið og trompar hið innlenda. Lætur fólk hverfa, kemur í veg fyrir að hlutir séu sagðir sem því eru ekki þóknanlegir. Lokar af svæðum fyrir sjálft sig og hleypir innlenda ríkisvaldinu ekki inn. Lætur breyta lögum í eigin þágu og kemur fyrir útsendurum á mikilvægum stöðum. Ekki veit ég hvort Stellu Blómkvist verði minnst sem tímamótaverks í íslenskri kvikmyndagerð en hún á það skilið. Fólk tók fremur djúpsteikt hráefni en gerði aldrei grín að því heldur tók það alvarlega. Fullveldispælingarnar eru skemmtilegar án þess að vera predikandi. Já, og síðast en ekki síst: Stella á skilið þakkir fyrir hafa loksins gert strætó kúl.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun