Olaf Rogge, sérfræðingur í alþjóðlegum fjárfestingum, hefur gengið til liðs við ráðgjafarnefnd Fossa markaða.
Í tilkynningu frá KOM kemur fram að hann muni styðja félagið í tengslum við vaxandi þjónustu þess á erlendum mörkuðum.
„Frá 1984 byggði Rogge upp fyrirtækið sem hann stofnaði undir eigin nafni, Rogge Global Partners Ltd. Félagið sérhæfði sig í stýringu fjárfestinga á alþjóðlegum vaxtamörkuðum og var með yfir 60 milljarða Bandaríkjadala í stýringu áður en kom að sölu þess til Allianz Global Investors árið 2016.
Áður hafði hann gegnt margvíslegum stjórnunarstöðum hjá svissneska bankanum Lombard Odier og hjá LF Rothschild, Unterberg, Towbin.
Olaf Rogge, sem er fæddur 1945, útskrifaðist með réttindi sem bankastjórnandi úr háskólanum í Hamborg í Þýskalandi árið 1973,“ segir í tilkynningunni.
Þá er haft eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóra Fossa markaða, að Rogge búi að áratugareynslu af fjárfestingum á heimsmörkuðum og njóti mikillar virðingar fyrir skilning sinn á þróun og samhengi efnahagsstærða á alþjóðlegum mörkuðum.
Olaf Rogge til liðs við ráðgjafaráð Fossa markaða
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið


Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni
Viðskipti innlent


Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða
Viðskipti erlent


Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu
Viðskipti erlent


OK með nýjan fjármálastjóra
Viðskipti innlent

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Fátt rökrétt við lækkanirnar
Viðskipti innlent