Það verður að koma ástinni að Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 07:00 „Við erum að bjarga menningarverðmætum,“ segir Bára um útgáfu kvæðalaganna. Vísir/ernir „Við erum að gefa út hluta af því efni sem til er á segulbandasafni kvæðamannafélagsins, bæði á bók og geisladiskum. Þannig björgum við menningarverðmætum,“ upplýsir tónlistarkonan Bára Grímsdóttir þegar hún er spurð út í útgáfu sem Kvæðamannafélagið Iðunn er að safna fyrir með skemmtikvöldi á Sólon annað kvöld sem hefst klukkan 20. Bára segir 160 kvæðalög til á gömlum spólum. „Efnið er í þokkalegum gæðum en sumt þarf að laga og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði og tónlistarmaður, er að hjálpa okkur með það. Í mörgum lögum eru bara sungnar tvær vísur, eða sama vísan tvisvar, þar var verið að hugsa um að varðveita lagboðann, en ef þær vísur eru brot úr lengra kvæði eða rímu höfum við líka reynt að grafa upp viðbótina og birta. Steindór Andersen tók að sér þann hluta verksins.“ Bára segir kvæðalögin koma víða að. „Það fór fram söfnun fyrir mörgum árum, meðal annars úti á landi, Sigurður Sigurðarson frá Haukagili og fleiri gengust fyrir henni. Svo hefur Rósa Þorsteinsdóttir, ritstjóri bókarinnar, lagt í mikla vinnu við að finna upplýsingar um þá sem kveða og grafa upp myndir. Í bókinni eru líka nótur og svo fylgja geisladiskar auk þess sem meiningin er að hafa slóð á netið. Það eiga ekki allir gamlar græjur eins og geislaspilara! Ragnar Ingi Aðalsteinsson er meðal þeirra sem eiga efni í bókinni, hann er búinn að fara yfir bragarhættina sem notaðir eru og þarna koma nokkrir við sögu sem teljast sjaldgæfir.“ Svo er það dagskráin á Sólon annað kvöld, miðvikudag. Þar á að sjálfsögðu að kveða. „Það verður flutt efni úr þessu safni og svo verða gamanmál. Af því samkomuna ber upp á Valentínusardaginn tók ég saman nokkra mansöngva líka, það verður að koma ástinni að með einhverjum hætti!“ segir Bára kankvís. „Við munum hafa létt yfir þessu. Ragnar Ingi ætlar að stjórna samkomunni og hann kann urmul af vísum og skemmtisögum. Svo verðum við með hlutaveltu og þar eru margir góðir vinningar. Aðalvinningurinn er auðvitað bókin góða, en sá sem hlýtur hana verður að hafa biðlund því hún er ekki komin út.“ Bára tekur fram að 1.500 kall kosti inn en enginn posi sé á staðnum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum að gefa út hluta af því efni sem til er á segulbandasafni kvæðamannafélagsins, bæði á bók og geisladiskum. Þannig björgum við menningarverðmætum,“ upplýsir tónlistarkonan Bára Grímsdóttir þegar hún er spurð út í útgáfu sem Kvæðamannafélagið Iðunn er að safna fyrir með skemmtikvöldi á Sólon annað kvöld sem hefst klukkan 20. Bára segir 160 kvæðalög til á gömlum spólum. „Efnið er í þokkalegum gæðum en sumt þarf að laga og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði og tónlistarmaður, er að hjálpa okkur með það. Í mörgum lögum eru bara sungnar tvær vísur, eða sama vísan tvisvar, þar var verið að hugsa um að varðveita lagboðann, en ef þær vísur eru brot úr lengra kvæði eða rímu höfum við líka reynt að grafa upp viðbótina og birta. Steindór Andersen tók að sér þann hluta verksins.“ Bára segir kvæðalögin koma víða að. „Það fór fram söfnun fyrir mörgum árum, meðal annars úti á landi, Sigurður Sigurðarson frá Haukagili og fleiri gengust fyrir henni. Svo hefur Rósa Þorsteinsdóttir, ritstjóri bókarinnar, lagt í mikla vinnu við að finna upplýsingar um þá sem kveða og grafa upp myndir. Í bókinni eru líka nótur og svo fylgja geisladiskar auk þess sem meiningin er að hafa slóð á netið. Það eiga ekki allir gamlar græjur eins og geislaspilara! Ragnar Ingi Aðalsteinsson er meðal þeirra sem eiga efni í bókinni, hann er búinn að fara yfir bragarhættina sem notaðir eru og þarna koma nokkrir við sögu sem teljast sjaldgæfir.“ Svo er það dagskráin á Sólon annað kvöld, miðvikudag. Þar á að sjálfsögðu að kveða. „Það verður flutt efni úr þessu safni og svo verða gamanmál. Af því samkomuna ber upp á Valentínusardaginn tók ég saman nokkra mansöngva líka, það verður að koma ástinni að með einhverjum hætti!“ segir Bára kankvís. „Við munum hafa létt yfir þessu. Ragnar Ingi ætlar að stjórna samkomunni og hann kann urmul af vísum og skemmtisögum. Svo verðum við með hlutaveltu og þar eru margir góðir vinningar. Aðalvinningurinn er auðvitað bókin góða, en sá sem hlýtur hana verður að hafa biðlund því hún er ekki komin út.“ Bára tekur fram að 1.500 kall kosti inn en enginn posi sé á staðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira