Manchester City (vann líka 2014) er með yfirburðarforystu í deildinni en hin árin unnu Chelsea (2015 og 2017) og Leicester City (2016).
Fólkið á Genius Football er með húmorinn að vopni þegar þau hentu í mynd sem sýnir örlög hinna stóru liðanna í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár.
Þar erum við að tala um lið Manchester United, Liverpool og Arsenal sem eru þrjú sigursælustu félögin í sögu Englandsmeistaratitilsins. Síðasta en ekki síst er síðan lið Tottenham.
Myndina má sjá hér fyrir neðan.
pic.twitter.com/k5z1gjHXYM
— GeniusFootball (@GeniusFootball) February 13, 2018
Stuðningsmenn Manchester United eru reyndar ekki alveg sáttir við þessa myndlíkingu og hafa bent á að árið 2013 var búið að gefa út iPhone 5. Blackberry síminn átti því varla við á þeim tíma.