Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2018 15:00 Ragnar Aðalsteinsson segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Vísir/Anton/GVA Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sóknarnefndin leggst gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hóteli á reitnum sem að hluta nái yfir elsta kirkjugarð Reykvíkinga. Deilan um fyrirhugaða hótelbyggingu á Landsímareitnum á sér nokkra sögu en áform eru um að byggja meðal annars framan við gömlu höfuðstöðvar Landsímans við Austurvöll. Sóknarnefndin segir aðþar undir hafi hluti af gamla kirkjugarðinum í Reykjavík legið en jarðsett var í honum allt fram til ársins 1848. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður rekur málið fyrir hönd sóknarnefndar Dómkirkjunnar og segir sóknarnefndina vilja vernda hinn forna Víkurgarð. „Víkurgarður er þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga og þar stóð kirkja Reykvíkinga á sínum tíma. Allt þar til hin nýja dómkirkja var reist. En það var hætt að grafa íþessum kirkjugarði á 19. öld. Hann nýtur samt sem áður verndar að lögum, bæði lagaverndar og svo auðvitað bæði siðferðilegra og trúarlegrar verndar,“ segir Ragnar. Nú sé hins vegar verið að grafa í garðinn sem liggi nánast að Thorvaldsenstræti frá Kirkjustræti og það sætti Dómkirkjan sig ekki við. „Dómkirkjan hefur aldrei afsalað sér umráðum yfir þessum garði sínum og enginn annar hefur fengið heimildir yfir garðinum. En það hefur ekki verið leitað samþykkis eða rætt við Dómkirkjuna og hún vill og telur sér skylt að sjálfsögðu, að tryggja helgi garðsins eftir því sem hægt er,“ segir Ragnar.En eru ekki nú þegar byggingar ofan á hinum helga garði? „Jú, þetta mál kom upp á sjöunda áratugnum. Þá ætlaði Póstur og sími að steypa kjallara þarna. Þá kom þetta fyrir ríkisstjórn og ráðherra og ríkisstjórnin bannaði það á þeim tíma. Því banni hefur ekki verið aflétt,“ segir Ragnar. Sóknarnefndin telji deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekkert samráð hafi verið haft við Dómkirkjuna, kirkjugarðaráð og dómsmálaráðuneytið við gerð þess. Ragnar segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Sóknarnefndin leggst líka gegn því að aðalinngangur í nýja hótelið verði vestan megin á hótelinu, það er að segja frá því svæði sem í dag er kallað Fógetagarður.Nú hefur náttúrlega verið þarna torg áratugum saman og fólk gengið þarna frjálslega um?„Það er allt í lagi að það sé gengið frjálslega um. Það er þannig að Dómkirkjan hefur að lögum heimild til að semja við Reykjavíkurborg, sveitarfélagið sitt, um að það taki við garðinum þegar búið er að leggja hann af og slétta hann af til að hafa þar garð. Borgin má ekki heimila neitt annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson. Skipulag Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sóknarnefndin leggst gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hóteli á reitnum sem að hluta nái yfir elsta kirkjugarð Reykvíkinga. Deilan um fyrirhugaða hótelbyggingu á Landsímareitnum á sér nokkra sögu en áform eru um að byggja meðal annars framan við gömlu höfuðstöðvar Landsímans við Austurvöll. Sóknarnefndin segir aðþar undir hafi hluti af gamla kirkjugarðinum í Reykjavík legið en jarðsett var í honum allt fram til ársins 1848. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður rekur málið fyrir hönd sóknarnefndar Dómkirkjunnar og segir sóknarnefndina vilja vernda hinn forna Víkurgarð. „Víkurgarður er þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga og þar stóð kirkja Reykvíkinga á sínum tíma. Allt þar til hin nýja dómkirkja var reist. En það var hætt að grafa íþessum kirkjugarði á 19. öld. Hann nýtur samt sem áður verndar að lögum, bæði lagaverndar og svo auðvitað bæði siðferðilegra og trúarlegrar verndar,“ segir Ragnar. Nú sé hins vegar verið að grafa í garðinn sem liggi nánast að Thorvaldsenstræti frá Kirkjustræti og það sætti Dómkirkjan sig ekki við. „Dómkirkjan hefur aldrei afsalað sér umráðum yfir þessum garði sínum og enginn annar hefur fengið heimildir yfir garðinum. En það hefur ekki verið leitað samþykkis eða rætt við Dómkirkjuna og hún vill og telur sér skylt að sjálfsögðu, að tryggja helgi garðsins eftir því sem hægt er,“ segir Ragnar.En eru ekki nú þegar byggingar ofan á hinum helga garði? „Jú, þetta mál kom upp á sjöunda áratugnum. Þá ætlaði Póstur og sími að steypa kjallara þarna. Þá kom þetta fyrir ríkisstjórn og ráðherra og ríkisstjórnin bannaði það á þeim tíma. Því banni hefur ekki verið aflétt,“ segir Ragnar. Sóknarnefndin telji deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekkert samráð hafi verið haft við Dómkirkjuna, kirkjugarðaráð og dómsmálaráðuneytið við gerð þess. Ragnar segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Sóknarnefndin leggst líka gegn því að aðalinngangur í nýja hótelið verði vestan megin á hótelinu, það er að segja frá því svæði sem í dag er kallað Fógetagarður.Nú hefur náttúrlega verið þarna torg áratugum saman og fólk gengið þarna frjálslega um?„Það er allt í lagi að það sé gengið frjálslega um. Það er þannig að Dómkirkjan hefur að lögum heimild til að semja við Reykjavíkurborg, sveitarfélagið sitt, um að það taki við garðinum þegar búið er að leggja hann af og slétta hann af til að hafa þar garð. Borgin má ekki heimila neitt annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson.
Skipulag Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira