Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt Bogason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni.Greint var frá því á vef RÚV í gær að Jón Steinar teldi Söndru vanhæfa til að dæma í málinu vegna ummæla Skúla Magnússonar, fyrrverandi formanns Dómarafélags íslands, á aðalfundi félagsins. Sandra sat með Skúla í stjórn og ekki er vitað að hún hafi gert athugasemdir við ummæli hans. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir meiðyrði í nóvember síðastliðnum og krefst hann þess að fimm ummæli í bók Jóns Steinars, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Í tilkynningu sem lögmaður Benedikts, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi fjölmiðlum í nóvember, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Í samtali við Vísi segist Jón Steinar taka ofan hatt sinn fyrir Söndru að taka þessa ákvörðun og segir hana hafa leyst úr málinu af málefnalegri yfirvegun. „Það er auðvitað vandinn í þessu að þegar maðurinn stefnir mér við þessar kringumstæður er erfitt að finna hlutlausan dómara. Hann leggur þetta upp þannig að það sé verið að ráðast á dómara landsins með þessari umfjöllun minni um þennan dóm og þess vegna má segja að sakarefnið sé dálítið þess háttar að það kunni að geta komið upp álitamál,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ég treysti mörgum íslenskum dómurum mjög vel og efast ekki um að þar séu margir sem er treystandi til að fjalla um svona mál.“ Fyrst var greint frá úrskurði héraðsdóms í málinu á vef Fréttablaðsins. Dómsmál Tengdar fréttir Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni.Greint var frá því á vef RÚV í gær að Jón Steinar teldi Söndru vanhæfa til að dæma í málinu vegna ummæla Skúla Magnússonar, fyrrverandi formanns Dómarafélags íslands, á aðalfundi félagsins. Sandra sat með Skúla í stjórn og ekki er vitað að hún hafi gert athugasemdir við ummæli hans. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir meiðyrði í nóvember síðastliðnum og krefst hann þess að fimm ummæli í bók Jóns Steinars, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Í tilkynningu sem lögmaður Benedikts, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi fjölmiðlum í nóvember, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Í samtali við Vísi segist Jón Steinar taka ofan hatt sinn fyrir Söndru að taka þessa ákvörðun og segir hana hafa leyst úr málinu af málefnalegri yfirvegun. „Það er auðvitað vandinn í þessu að þegar maðurinn stefnir mér við þessar kringumstæður er erfitt að finna hlutlausan dómara. Hann leggur þetta upp þannig að það sé verið að ráðast á dómara landsins með þessari umfjöllun minni um þennan dóm og þess vegna má segja að sakarefnið sé dálítið þess háttar að það kunni að geta komið upp álitamál,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ég treysti mörgum íslenskum dómurum mjög vel og efast ekki um að þar séu margir sem er treystandi til að fjalla um svona mál.“ Fyrst var greint frá úrskurði héraðsdóms í málinu á vef Fréttablaðsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30