Gleymda kynslóðin í húsnæðisvanda Valgerður Árnadóttir skrifar 13. febrúar 2018 23:31 Ég sótti fund núverandi borgarstjórnar um borgarlínu og þéttingu byggðar. Ég er svo sem sammála því að það þarf að þétta byggðina og plönin líta vel út á pappír en mig vantaði svör við því hvers vegna húsnæði sem er verið að byggja núna er of dýrt fyrir “venjulegt fólk”? Borgarstjóri var rogginn að leysa umferðarvanda við Háskólann í Reykjavík með því að byggja stúdentaíbúðir þar, sem er gott og blessað. En þar sem ég ólst upp á “stúdentagörðum” í Svíþjóð þá finnst mér vanta blandaða byggð, leiguhúsnæðis og kaupleiguhúsnæðis sem fólk er ekki rekið úr þegar námi líkur, því það er staðreynd að stórt hlutfall háskólanema eru einnig foreldrar og vantar húsnæði á viðráðanlegu verði. Fjölskyldufólk sem er búið með háskólanám eða hefur jafnvel verið lengi á vinnumarkaðnum er í sama húsnæðisvanda og stúdentar, það er ekki lausn að byggja stúdentaíbúðir fyrir nema og lúxusíbúðir fyrir aðra því við sem erum mitt á milli höfum ekki efni á því að kaupa neitt. Það er ekki verið að verðlauna fólk fyrir að mennta sig, eftir nám taka við illa launaðar stöður og himinhátt leiguverð sem gerir fólki ómögulegt að safna. Ég er fædd 1979 og enginn sem ég þekki á mínum aldri eða yngri hefur eignast húsnæði nema með hjálp foreldra sinna, á ég ekki að geta eignast neitt fyrr en foreldrar mínir hrökkva upp af? Flestir sem ég þekki þvælast úr einu leiguhúsnæði í annað og það jafnvel með 1-3 börn, barnlausir einstaklingar á mínum aldri þurfa margir hverjir enn að fá sér meðleigjendur vegna leiguverðs, er eðlilegt að vera með meðleigjanda þegar maður er að detta í fertugt? Það er amk. ekki sérstaklega hvetjandi að mennta sig, vinna og standa sig í lífinu þegar 50% af útborguðum launum fara í leiguhúsnæði og rest rétt nægir fyrir nauðsynjum en samt ekki. Húsnæðisverð er helsta orsök fátæktar í Reykjavík, ástæða þess að hér býr fólk á götunni, að hér er hæsta hlutfall barnafátæktar á Norðurlöndunum og þess vegna ætti það að vera í forgangi að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði strax. Það vantar einnig um 1000 félagsíbúðir, úrræði fyrir heimilislausa, sama við hvaða vanda þeir eru að etja og neyslurými fyrir fíkla. Ef það er ekki í forgangi að fólk hafi þak yfir höfuðið og mat í maganum, hvað er þá í forgangi? Ég hélt að borgarlínan væri einhver umhverfisvæn hraðlest en komst að því að þetta er bara strætó á sterum svo það væri kannski sniðugra að hafa frítt í strætó núna til að hvetja fólk að nýta sér almenningssamgöngur eins og þær eru og nota þessar 70-80 milljarða í að leysa húsnæðisvandann strax? Ýmis fljótleg úrræði eru til, innflutt, umhverfisvæn og ódýr einingarhús sem standast veður og vind og nóg er um lóðir, eða eigum við borgarbúar að treysta á byltingu verkalýðsbaráttunnar og að þau leysi vandann sem hefur skapast því ríkis- og sveitastjórnir hafa leyft Gamma að stjórna húsnæðismarkaðnum?Valgerður Árnadóttir, frambjóðandi í prófkjöri Pírata til borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Valgerður Árnadóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég sótti fund núverandi borgarstjórnar um borgarlínu og þéttingu byggðar. Ég er svo sem sammála því að það þarf að þétta byggðina og plönin líta vel út á pappír en mig vantaði svör við því hvers vegna húsnæði sem er verið að byggja núna er of dýrt fyrir “venjulegt fólk”? Borgarstjóri var rogginn að leysa umferðarvanda við Háskólann í Reykjavík með því að byggja stúdentaíbúðir þar, sem er gott og blessað. En þar sem ég ólst upp á “stúdentagörðum” í Svíþjóð þá finnst mér vanta blandaða byggð, leiguhúsnæðis og kaupleiguhúsnæðis sem fólk er ekki rekið úr þegar námi líkur, því það er staðreynd að stórt hlutfall háskólanema eru einnig foreldrar og vantar húsnæði á viðráðanlegu verði. Fjölskyldufólk sem er búið með háskólanám eða hefur jafnvel verið lengi á vinnumarkaðnum er í sama húsnæðisvanda og stúdentar, það er ekki lausn að byggja stúdentaíbúðir fyrir nema og lúxusíbúðir fyrir aðra því við sem erum mitt á milli höfum ekki efni á því að kaupa neitt. Það er ekki verið að verðlauna fólk fyrir að mennta sig, eftir nám taka við illa launaðar stöður og himinhátt leiguverð sem gerir fólki ómögulegt að safna. Ég er fædd 1979 og enginn sem ég þekki á mínum aldri eða yngri hefur eignast húsnæði nema með hjálp foreldra sinna, á ég ekki að geta eignast neitt fyrr en foreldrar mínir hrökkva upp af? Flestir sem ég þekki þvælast úr einu leiguhúsnæði í annað og það jafnvel með 1-3 börn, barnlausir einstaklingar á mínum aldri þurfa margir hverjir enn að fá sér meðleigjendur vegna leiguverðs, er eðlilegt að vera með meðleigjanda þegar maður er að detta í fertugt? Það er amk. ekki sérstaklega hvetjandi að mennta sig, vinna og standa sig í lífinu þegar 50% af útborguðum launum fara í leiguhúsnæði og rest rétt nægir fyrir nauðsynjum en samt ekki. Húsnæðisverð er helsta orsök fátæktar í Reykjavík, ástæða þess að hér býr fólk á götunni, að hér er hæsta hlutfall barnafátæktar á Norðurlöndunum og þess vegna ætti það að vera í forgangi að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði strax. Það vantar einnig um 1000 félagsíbúðir, úrræði fyrir heimilislausa, sama við hvaða vanda þeir eru að etja og neyslurými fyrir fíkla. Ef það er ekki í forgangi að fólk hafi þak yfir höfuðið og mat í maganum, hvað er þá í forgangi? Ég hélt að borgarlínan væri einhver umhverfisvæn hraðlest en komst að því að þetta er bara strætó á sterum svo það væri kannski sniðugra að hafa frítt í strætó núna til að hvetja fólk að nýta sér almenningssamgöngur eins og þær eru og nota þessar 70-80 milljarða í að leysa húsnæðisvandann strax? Ýmis fljótleg úrræði eru til, innflutt, umhverfisvæn og ódýr einingarhús sem standast veður og vind og nóg er um lóðir, eða eigum við borgarbúar að treysta á byltingu verkalýðsbaráttunnar og að þau leysi vandann sem hefur skapast því ríkis- og sveitastjórnir hafa leyft Gamma að stjórna húsnæðismarkaðnum?Valgerður Árnadóttir, frambjóðandi í prófkjöri Pírata til borgarstjórnarkosninga.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun