Hjarta þjóðarinnar slær á Þingvöllum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 06:00 Myndir meistaranna njóta sín afbragðsvel í Listasafni Reykjanesbæjar og þar fá þær að vera fram í miðjan apríl. „Það var snemma á síðasta ári sem við ákváðum að láta eina af sýningum þessa árs hverfast um fullveldisafmælið. Þá kom Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur með þá snilldarhugmynd að fá lánuð verk hjá honum Sverri Kristinssyni fasteignasala, sem er mikill safnari. Fyrir valinu urðu forkunnarfallegar Þingvallamyndir, enda slær hjarta þjóðarinnar á Þingvöllum,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar um Hjartastað, sýningu sem opnuð hefur verið í listasafni bæjarins. Valgerður segir verkin eftir sautján listmálara, bæði þá sem þjóðin þekkir best eins og Kjarval, Ásgrím, Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson, og Eirík Smith en líka aðra sem ekki hafa verið jafn áberandi í sýningarsölum til þessa. „Einn þeirra er Gísli Jónsson, sem var fæddur 1878 og dó 1944. Það er mikil heiðríkja yfir myndunum hans og þær vöktu hvað mesta athygli við opnunina, fólk hafði ekki séð verk hans áður.“ Sýningin Hjartastaður verður í Duushúsum fram í miðjan apríl og á tímabilinu verða þar nokkrir viðburðir tengdir henni. Þar má nefna leiðsögn og gjörning á Safnahelgi á Suðurnesjum 10. og 11. mars og fræðslukvöld með bæði sögu-og myndlistarfyrirlestrum, gjörningi leikfélagsins um árið 1918 og tónlist. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út um sýninguna Hjartastað. Þar fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson, lektor við HÍ, fer orðum um tengsl Þingvalla við íslenska þjóðmenningu. Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það var snemma á síðasta ári sem við ákváðum að láta eina af sýningum þessa árs hverfast um fullveldisafmælið. Þá kom Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur með þá snilldarhugmynd að fá lánuð verk hjá honum Sverri Kristinssyni fasteignasala, sem er mikill safnari. Fyrir valinu urðu forkunnarfallegar Þingvallamyndir, enda slær hjarta þjóðarinnar á Þingvöllum,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar um Hjartastað, sýningu sem opnuð hefur verið í listasafni bæjarins. Valgerður segir verkin eftir sautján listmálara, bæði þá sem þjóðin þekkir best eins og Kjarval, Ásgrím, Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson, og Eirík Smith en líka aðra sem ekki hafa verið jafn áberandi í sýningarsölum til þessa. „Einn þeirra er Gísli Jónsson, sem var fæddur 1878 og dó 1944. Það er mikil heiðríkja yfir myndunum hans og þær vöktu hvað mesta athygli við opnunina, fólk hafði ekki séð verk hans áður.“ Sýningin Hjartastaður verður í Duushúsum fram í miðjan apríl og á tímabilinu verða þar nokkrir viðburðir tengdir henni. Þar má nefna leiðsögn og gjörning á Safnahelgi á Suðurnesjum 10. og 11. mars og fræðslukvöld með bæði sögu-og myndlistarfyrirlestrum, gjörningi leikfélagsins um árið 1918 og tónlist. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út um sýninguna Hjartastað. Þar fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson, lektor við HÍ, fer orðum um tengsl Þingvalla við íslenska þjóðmenningu.
Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira