Hið opinbera keppi ekki við leigufélög Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir þá nýbreytni sem felst í tilkomu leigufélaga í sjálfu sér góða viðbót við markaðinn. Vísir/GVA Stjórnvöld ættu ekki að amast við auknum umsvifum leigufélaga á almennum markaði eða keppa sjálf – í krafti peninga skattgreiðenda - við slík félög. Þau ættu fremur að huga að almennum aðgerðum sem væru til þess fallnar að auka framboð á markaði og lækka vexti og byggingarkostnað og skapa þannig umhverfi þar sem virkur leigumarkaður fær þrifist. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands. Ásgeir mun halda erindi á fundi Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, í dag. Heimavellir er eitt nokkurra félaga sem hafa haslað sér völl á leigumarkaði síðustu ár svo eftir hefur verið tekið. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll um mánaðamót mars og apríl. Annað leigufélag, Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóða í rekstri GAMMA, undirbýr einnig skráningu á markað. Ásgeir bendir á að á árum áður hafi enginn alvöru leigumarkaður verið til hér á landi. „Það voru fyrst og fremst einstaklingar sem leigðu út íbúðir sjálfir og var markaðurinn mjög erfiður í alla staði fyrir leigjendur. Það verður ekki annað séð en þessi leigufélög hafi skapað stöðugleika á markaðinum með því að bjóða upp á langtímaleigu sem ekki var endilega áður í boði,“ nefnir hann. Það hafi í raun verið það sem gerðist eftir árið 2000 á markaði með atvinnuhúsnæði þegar fasteignafélög komu fram á sjónarsviðið. „Nú er til staðar ákaflega skilvirkur markaður með atvinnuhúsnæði sem hefur styrkt rekstrarforsendur margra fyrirtækja sem þurfa ekki að binda fjármagn í húsnæði en geta samt fengið sérstökum óskum um aðstöðu og umbúnað fullnægt hjá þessum leigufélögum með langtímaleigusamningum. Nú er svipuð þróun að eiga sér stað hvað varðar útleigu á íbúðarhúsnæði. Þess vegna er sú nýbreytni sem felst í tilkomu leigufélaga í sjálfu sér mjög góð viðbót við markaðinn. Til þess að ná fram arði í útleigu á íbúðarhúsnæði þarf, líkt og með útleigu á atvinnuhúsnæði, annars vegar stærðarhagkvæmni og hins vegar góða þjónustu svo leigjendur leiti ekki annað,“ segir Ásgeir.Varhugavert fyrir hið opinbera Hann nefnir að nú þegar séu til ýmis stór og sérhæfð leigufélög, líkt og Félagsstofnun stúdenta, sem séu ekki beinlínis rekin í hagnaðarskyni. Þá séu sveitarfélögin einnig með félagsleg leigukerfi. „Við hljótum að vilja að markaðurinn sé sem fjölbreyttastur. Það er hins vegar mjög varhugavert fyrir opinbera aðila að ætla að standa í slíkum rekstri. Því fylgir mikil fjárbinding og auk þess getur opinber rekstur almennt séð aldrei keppt við einkaaðila eða félagasamtök nema með mikilli meðgjöf. Ég held að fjármunum skattgreiðenda sé betur varið til annarra verkefna. Það eru hins vegar ótal aðrar leiðir til þess að lækka húsnæðiskostnað fólks, svo sem með því að auka lóðaframboð og huga að lækkun byggingarkostnaðar og almennt stuðla að frekari lækkun vaxta og lágri verðbólgu. Þá hefur verið allt of mikil áhersla á að byggja stórt og flott húsnæði. Við hljótum nú að huga að því að byggja ódýrt húsnæði sem hentar ungu fólki.“ Aðspurður segir Ásgeir að þrátt fyrir mikla hækkun fasteignaverðs á síðustu árum sé verðið „ekkert endilega út úr korti miðað við aðra þætti, eins og til dæmis laun og vaxtastig. Til dæmis hefur fasteignaverð ekki hækkað mikið meira en lægstu launataxtar hin síðari ár. Vaxtastigið hefur einnig lækkað mikið sem léttir greiðslubyrði fólks. Hins vegar hefur hærra fasteignaverð og auknar veðkröfur hjá lánveitendum leitt til þess að mun meira eigið fé þarf til þess að kaupa húsnæði en var hér á árum áður – og það hefur lokað fasteignamarkaðinum fyrir mörgum hópum, líkt og ungu fólki,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Stjórnvöld ættu ekki að amast við auknum umsvifum leigufélaga á almennum markaði eða keppa sjálf – í krafti peninga skattgreiðenda - við slík félög. Þau ættu fremur að huga að almennum aðgerðum sem væru til þess fallnar að auka framboð á markaði og lækka vexti og byggingarkostnað og skapa þannig umhverfi þar sem virkur leigumarkaður fær þrifist. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands. Ásgeir mun halda erindi á fundi Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, í dag. Heimavellir er eitt nokkurra félaga sem hafa haslað sér völl á leigumarkaði síðustu ár svo eftir hefur verið tekið. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll um mánaðamót mars og apríl. Annað leigufélag, Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóða í rekstri GAMMA, undirbýr einnig skráningu á markað. Ásgeir bendir á að á árum áður hafi enginn alvöru leigumarkaður verið til hér á landi. „Það voru fyrst og fremst einstaklingar sem leigðu út íbúðir sjálfir og var markaðurinn mjög erfiður í alla staði fyrir leigjendur. Það verður ekki annað séð en þessi leigufélög hafi skapað stöðugleika á markaðinum með því að bjóða upp á langtímaleigu sem ekki var endilega áður í boði,“ nefnir hann. Það hafi í raun verið það sem gerðist eftir árið 2000 á markaði með atvinnuhúsnæði þegar fasteignafélög komu fram á sjónarsviðið. „Nú er til staðar ákaflega skilvirkur markaður með atvinnuhúsnæði sem hefur styrkt rekstrarforsendur margra fyrirtækja sem þurfa ekki að binda fjármagn í húsnæði en geta samt fengið sérstökum óskum um aðstöðu og umbúnað fullnægt hjá þessum leigufélögum með langtímaleigusamningum. Nú er svipuð þróun að eiga sér stað hvað varðar útleigu á íbúðarhúsnæði. Þess vegna er sú nýbreytni sem felst í tilkomu leigufélaga í sjálfu sér mjög góð viðbót við markaðinn. Til þess að ná fram arði í útleigu á íbúðarhúsnæði þarf, líkt og með útleigu á atvinnuhúsnæði, annars vegar stærðarhagkvæmni og hins vegar góða þjónustu svo leigjendur leiti ekki annað,“ segir Ásgeir.Varhugavert fyrir hið opinbera Hann nefnir að nú þegar séu til ýmis stór og sérhæfð leigufélög, líkt og Félagsstofnun stúdenta, sem séu ekki beinlínis rekin í hagnaðarskyni. Þá séu sveitarfélögin einnig með félagsleg leigukerfi. „Við hljótum að vilja að markaðurinn sé sem fjölbreyttastur. Það er hins vegar mjög varhugavert fyrir opinbera aðila að ætla að standa í slíkum rekstri. Því fylgir mikil fjárbinding og auk þess getur opinber rekstur almennt séð aldrei keppt við einkaaðila eða félagasamtök nema með mikilli meðgjöf. Ég held að fjármunum skattgreiðenda sé betur varið til annarra verkefna. Það eru hins vegar ótal aðrar leiðir til þess að lækka húsnæðiskostnað fólks, svo sem með því að auka lóðaframboð og huga að lækkun byggingarkostnaðar og almennt stuðla að frekari lækkun vaxta og lágri verðbólgu. Þá hefur verið allt of mikil áhersla á að byggja stórt og flott húsnæði. Við hljótum nú að huga að því að byggja ódýrt húsnæði sem hentar ungu fólki.“ Aðspurður segir Ásgeir að þrátt fyrir mikla hækkun fasteignaverðs á síðustu árum sé verðið „ekkert endilega út úr korti miðað við aðra þætti, eins og til dæmis laun og vaxtastig. Til dæmis hefur fasteignaverð ekki hækkað mikið meira en lægstu launataxtar hin síðari ár. Vaxtastigið hefur einnig lækkað mikið sem léttir greiðslubyrði fólks. Hins vegar hefur hærra fasteignaverð og auknar veðkröfur hjá lánveitendum leitt til þess að mun meira eigið fé þarf til þess að kaupa húsnæði en var hér á árum áður – og það hefur lokað fasteignamarkaðinum fyrir mörgum hópum, líkt og ungu fólki,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent