Voru mest 127 sætum á eftir Englandi á FIFA-listanum en nú munar bara 2 sætum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 10:00 Eins og þegar Ragnar Sigurðsson elti uppi Jamie Vardy í leiknum í Nice þá hefur íslenska landsliðið elti uppi það enska á FIFA-listanum. Vísir/Getty Englendingar duttu út fyrir Íslendingum á síðasta stórmóti og nú eru þeir í hættu á að fara að missa íslenska landsliðið upp fyrir sig á FIFA-listanum. Íslenska fótboltalandsliðið er í átjánda sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en FIFA-listinn fyrir febrúar var gefinn út í dag. Íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti frá síðasta lista og settu með þessu nýtt met því íslenska landsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið er nú aðeins tveimur sætum á eftir enska landsliðinu sem er í 16. sæti.NEW #FIFARANKING Germany stay top Iceland reach record high More info https://t.co/ap5dvgBeW9pic.twitter.com/kQHHTSWHN6 — FIFA.com (@FIFAcom) February 15, 2018 Það er örugglega enginn búinn að gleyma 2-1 sigri Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Þá var íslenska liðið 23 sætum á eftir enska liðinu á FIFA-listanum. Íslensku strákarnir hafa haldið áfram að hækka sig á listanum frá þessu magnaða kvöldi í Nice í lok júní 2016 en á sama tíma hefur enska landsliðið dottið niður um nokkur sæti. Íslenska liðið minnkaði muninn um tvö sæti á þessum nýjasta lista. Nokkrum árum fyrir leikinn í Nice var munurinn á liðinu ótrúlegur miðað við það hvað hann er í dag. Á FIFA-listanum sem var gefinn út í ágúst 2012 þá var íslenska landsliðið heilum 127 sætum á eftir því enska. Lars Lagerbäck var þá nýtekinn við og íslenska landsliðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínumm undir stjórn Svíans. England var þá í 3. sæti listans á sama tíma og íslenska landsliðið var í 130. sæti. Lars Lagerbäck tókst með hjálp Heimis Hallgrímssonar að búa til frábært landslið og á þessum tæpu sex árum hefur íslenska landsliðið unnið upp 125 sæti á enska landsliðið á FIFA-listanum.Marki fagnað á móti Englandi í Nice.Vísir/GettyMesti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 127 sæti - ágúst 2012 (England 3. sæti, Ísland 130. sæti) 125 sæti - júlí 2012 (England 4. sæti, Ísland 129. sæti) 125 sæti - júní 2012 (England 6. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - maí 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - apríl 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 120 sæti - ágúst 2011 (England 4. sæti, Ísland 124. sæti)Minnsti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 2 sæti - febrúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 18. sæti) 4 sæti - janúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 20. sæti) 6 sæti - júlí 2017 (England 13. sæti, Ísland 19. sæti) 7 sæti - desember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - nóvember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - september 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - ágúst 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) 7 sæti - maí 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - apríl 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - febrúar 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Englendingar duttu út fyrir Íslendingum á síðasta stórmóti og nú eru þeir í hættu á að fara að missa íslenska landsliðið upp fyrir sig á FIFA-listanum. Íslenska fótboltalandsliðið er í átjánda sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en FIFA-listinn fyrir febrúar var gefinn út í dag. Íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti frá síðasta lista og settu með þessu nýtt met því íslenska landsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið er nú aðeins tveimur sætum á eftir enska landsliðinu sem er í 16. sæti.NEW #FIFARANKING Germany stay top Iceland reach record high More info https://t.co/ap5dvgBeW9pic.twitter.com/kQHHTSWHN6 — FIFA.com (@FIFAcom) February 15, 2018 Það er örugglega enginn búinn að gleyma 2-1 sigri Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Þá var íslenska liðið 23 sætum á eftir enska liðinu á FIFA-listanum. Íslensku strákarnir hafa haldið áfram að hækka sig á listanum frá þessu magnaða kvöldi í Nice í lok júní 2016 en á sama tíma hefur enska landsliðið dottið niður um nokkur sæti. Íslenska liðið minnkaði muninn um tvö sæti á þessum nýjasta lista. Nokkrum árum fyrir leikinn í Nice var munurinn á liðinu ótrúlegur miðað við það hvað hann er í dag. Á FIFA-listanum sem var gefinn út í ágúst 2012 þá var íslenska landsliðið heilum 127 sætum á eftir því enska. Lars Lagerbäck var þá nýtekinn við og íslenska landsliðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínumm undir stjórn Svíans. England var þá í 3. sæti listans á sama tíma og íslenska landsliðið var í 130. sæti. Lars Lagerbäck tókst með hjálp Heimis Hallgrímssonar að búa til frábært landslið og á þessum tæpu sex árum hefur íslenska landsliðið unnið upp 125 sæti á enska landsliðið á FIFA-listanum.Marki fagnað á móti Englandi í Nice.Vísir/GettyMesti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 127 sæti - ágúst 2012 (England 3. sæti, Ísland 130. sæti) 125 sæti - júlí 2012 (England 4. sæti, Ísland 129. sæti) 125 sæti - júní 2012 (England 6. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - maí 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - apríl 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 120 sæti - ágúst 2011 (England 4. sæti, Ísland 124. sæti)Minnsti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 2 sæti - febrúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 18. sæti) 4 sæti - janúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 20. sæti) 6 sæti - júlí 2017 (England 13. sæti, Ísland 19. sæti) 7 sæti - desember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - nóvember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - september 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - ágúst 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) 7 sæti - maí 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - apríl 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - febrúar 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti)
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira