Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 19:35 Lögregla og sérsveit fluttu nemendur burt af vettvangi. Vísir/Getty Skotárásin í Flórída í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. Þetta var átjánda skotárásin í skólum í Bandaríkjunum á þessu ári. Morðinginn var handtekinn þar sem hann reyndi að blandast hópi nemenda sem flúðu skólann. Það má segja að morðæði hafi gripið um sig í skólum í Bandaríkjunum því á aðeins sjö vikum sem liðnar eru af þessu ári hafa átján skotárásir átt sér stað í opinberum skólum í landinu. Þegar kennslu var að ljúka í Douglas framhaldsskólanum í Parkland um sjötíu kílómetra frá Miami í Flórída í gær hóf Nikolas Cruze, nítján ára fyrrverandi nemandi í skólanum skothríð á nemendur og kennara skólans. Scott Israel lögreglustjóri á svæðinu var miður sín þegar hann talaði við fjölmiðla. „Þetta er hræðilegt, hörmulegt. Það hryggir okkur að segja að 17 manns hafi týnt lífi,“ sagði Israel en tugir manna að auki særðust í árásinni. Tólf féllu inni í skólanum en morðinginn skaut aðra fimm til bana utan við skólann. Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz var handtekinn þar sem hann reyndi að blanda sér í hóp nemenda og kennara sem flúðu skólann og náði einn nemenda skólans þessum myndum þegar lögregla færði hann í járn á skólalóðinni. „Við höfum þegar byrjað að kryfja vefsíður hans og samfélagsmiðla sem hann var á og sumt af því sem kom í ljós er mjög óhugnanlegt,“ sagði lögreglustjórinn. Ekki er vitað um ástæður þess að Cruze myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Hann var vopnaður AR-15 hríðskotariffli og var með mikið magn skotfæra á sér þegar hann var handtekinn. Jillian Davis fyrrverandi samnemandi á námskeiði ungliða í þjóðvarðliðinu segir Cruze hafa verið undarlegan. „Allir á námskeiðinu voru dálítið skrautlegir en hann var mjög sérkennilegur. Ég man bara óljóst hve sérkennilegur hann var en það var aðallega hvað hann var árásargjarn og þögull og feiminn þegar hann varð árásargjarn,“ segir Davis. Þingmenn og samtök sem berjast gegn almennri byssueign í Bandaríkjunum hafa áratugum saman reynt að fá að minnsta kosti sett bann á eign almennra borgara á sjálfvirkum vopnum sem í raun eru hönnuð fyrir hermenn í bardaga, án árangurs. Þetta var mannskæðasta morðárás í framhaldsskólum í Bandaríkjunum frá fjöldamorðunum Columbine framhaldsskólanum í Littelton í Colorado árið 1999. Þar myrtu tveir nemendur tólf nemendur og kennara en kvikmynd hefur verið gerð um þau voðaverk. Skotárás í Flórída Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Skotárásin í Flórída í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. Þetta var átjánda skotárásin í skólum í Bandaríkjunum á þessu ári. Morðinginn var handtekinn þar sem hann reyndi að blandast hópi nemenda sem flúðu skólann. Það má segja að morðæði hafi gripið um sig í skólum í Bandaríkjunum því á aðeins sjö vikum sem liðnar eru af þessu ári hafa átján skotárásir átt sér stað í opinberum skólum í landinu. Þegar kennslu var að ljúka í Douglas framhaldsskólanum í Parkland um sjötíu kílómetra frá Miami í Flórída í gær hóf Nikolas Cruze, nítján ára fyrrverandi nemandi í skólanum skothríð á nemendur og kennara skólans. Scott Israel lögreglustjóri á svæðinu var miður sín þegar hann talaði við fjölmiðla. „Þetta er hræðilegt, hörmulegt. Það hryggir okkur að segja að 17 manns hafi týnt lífi,“ sagði Israel en tugir manna að auki særðust í árásinni. Tólf féllu inni í skólanum en morðinginn skaut aðra fimm til bana utan við skólann. Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz var handtekinn þar sem hann reyndi að blanda sér í hóp nemenda og kennara sem flúðu skólann og náði einn nemenda skólans þessum myndum þegar lögregla færði hann í járn á skólalóðinni. „Við höfum þegar byrjað að kryfja vefsíður hans og samfélagsmiðla sem hann var á og sumt af því sem kom í ljós er mjög óhugnanlegt,“ sagði lögreglustjórinn. Ekki er vitað um ástæður þess að Cruze myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Hann var vopnaður AR-15 hríðskotariffli og var með mikið magn skotfæra á sér þegar hann var handtekinn. Jillian Davis fyrrverandi samnemandi á námskeiði ungliða í þjóðvarðliðinu segir Cruze hafa verið undarlegan. „Allir á námskeiðinu voru dálítið skrautlegir en hann var mjög sérkennilegur. Ég man bara óljóst hve sérkennilegur hann var en það var aðallega hvað hann var árásargjarn og þögull og feiminn þegar hann varð árásargjarn,“ segir Davis. Þingmenn og samtök sem berjast gegn almennri byssueign í Bandaríkjunum hafa áratugum saman reynt að fá að minnsta kosti sett bann á eign almennra borgara á sjálfvirkum vopnum sem í raun eru hönnuð fyrir hermenn í bardaga, án árangurs. Þetta var mannskæðasta morðárás í framhaldsskólum í Bandaríkjunum frá fjöldamorðunum Columbine framhaldsskólanum í Littelton í Colorado árið 1999. Þar myrtu tveir nemendur tólf nemendur og kennara en kvikmynd hefur verið gerð um þau voðaverk.
Skotárás í Flórída Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent