Fjögur tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 16. febrúar 2018 06:00 Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri KÍM. Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna hafa nú verið kynntar. Samtals voru 32 listamenn tilnefndir sem myndlistarmaður ársins. Úr þeim hópi hafa fjórir listamenn komist á forvalslista dómnefndar. Þeir eru: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg, Egill Sæbjörnsson fyrir sýninguna Ùgh & Bõögâr Jewellery í i8 Gallery, Hulda Vilhjálmsdóttir fyrir sýninguna Valbrá í Kling og Bang og Sigurður Guðjónsson fyrir sýninguna Inniljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Að auki hlutu 15 myndlistarmenn tilnefningu til Hvatningarverðlauna ársins. Í dómnefnd sitja þau Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður, fyrir hönd Myndlistarráðs, Sigrún Hrólfsdóttir fyrir hönd Listaháskóla Íslands, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir fyrir hönd Sambands íslenskra myndlistarmanna, Magnús Gestsson fyrir hönd Listfræðafélags Íslands og Margrét Elísabet Ólafsdóttir sem er fulltrúi safnstjóra íslenskra safna í dómnefndinni.Verðlaunin verða veitt í Hafnarhúsi 22. febrúar.Að verðlaununum standa Myndlistarráð og KÍM, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri KÍM, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri löngu orðið tímabært að Íslensku myndlistaverðlaununum væri komið á koppinn. „Ástæða þess að farið var af stað núna er sú að Myndlistarráð, sem stofnað var árið 2013, hefur það hlutverk að efla og kynna íslenska myndlist og þau töldu að Íslensku myndlistarverðlaunin væru tilvalin til þess að draga athygli að íslenskri myndlist, upphefja og koma betur á framfæri innanlands,“ bætti Björg við. Verðlaun af þessu tagi hafa ekki verið veitt síðan Sjónlistarverðlaunin voru og hétu. Þau voru síðast veitt árið 2012 og þar á undan árið 2008. Sjónlistarverðlaunin voru á sínum tíma veitt í tveimur flokkum, fyrir myndlist og hönnun. Stofnað hefur verið til Hönnunarverðlauna Íslands síðan Sjónlistarverðlaunin lögðust af og því kominn tími á myndlistina, líkt og Björg segir. Íslensku myndlistarverðlaunin, ásamt Hvatningarverðlaununum, verða veitt í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur 22. febrúar næstkomandi. Myndlistarmaður ársins hlýtur peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna, en Hvatningarverðlaununum fylgir hálf milljón króna. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mun afhenda verðlaunin og eru allir velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna hafa nú verið kynntar. Samtals voru 32 listamenn tilnefndir sem myndlistarmaður ársins. Úr þeim hópi hafa fjórir listamenn komist á forvalslista dómnefndar. Þeir eru: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg, Egill Sæbjörnsson fyrir sýninguna Ùgh & Bõögâr Jewellery í i8 Gallery, Hulda Vilhjálmsdóttir fyrir sýninguna Valbrá í Kling og Bang og Sigurður Guðjónsson fyrir sýninguna Inniljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Að auki hlutu 15 myndlistarmenn tilnefningu til Hvatningarverðlauna ársins. Í dómnefnd sitja þau Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður, fyrir hönd Myndlistarráðs, Sigrún Hrólfsdóttir fyrir hönd Listaháskóla Íslands, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir fyrir hönd Sambands íslenskra myndlistarmanna, Magnús Gestsson fyrir hönd Listfræðafélags Íslands og Margrét Elísabet Ólafsdóttir sem er fulltrúi safnstjóra íslenskra safna í dómnefndinni.Verðlaunin verða veitt í Hafnarhúsi 22. febrúar.Að verðlaununum standa Myndlistarráð og KÍM, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri KÍM, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri löngu orðið tímabært að Íslensku myndlistaverðlaununum væri komið á koppinn. „Ástæða þess að farið var af stað núna er sú að Myndlistarráð, sem stofnað var árið 2013, hefur það hlutverk að efla og kynna íslenska myndlist og þau töldu að Íslensku myndlistarverðlaunin væru tilvalin til þess að draga athygli að íslenskri myndlist, upphefja og koma betur á framfæri innanlands,“ bætti Björg við. Verðlaun af þessu tagi hafa ekki verið veitt síðan Sjónlistarverðlaunin voru og hétu. Þau voru síðast veitt árið 2012 og þar á undan árið 2008. Sjónlistarverðlaunin voru á sínum tíma veitt í tveimur flokkum, fyrir myndlist og hönnun. Stofnað hefur verið til Hönnunarverðlauna Íslands síðan Sjónlistarverðlaunin lögðust af og því kominn tími á myndlistina, líkt og Björg segir. Íslensku myndlistarverðlaunin, ásamt Hvatningarverðlaununum, verða veitt í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur 22. febrúar næstkomandi. Myndlistarmaður ársins hlýtur peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna, en Hvatningarverðlaununum fylgir hálf milljón króna. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mun afhenda verðlaunin og eru allir velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira