Aron Jóhanns: Ég væri líka alveg til í að spila í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 15:00 Aron Jóhannsson fagnar marki sínu á dögunum. Vísir/Getty Aron Jóhannsson er aftur kominn inn í myndina hjá Werder Bremen eftir langa þrautargöngu vegna meiðsla og hann fær hrós frá þjálfara liðsins í nýju viðtali við Kicker. Aron valdi bandaríska landsliðið yfir það íslenska árið 2014 og hann fær vonandi tækifæri í vor að vinna sér aftur sæti í bandaríska landsliðshópnum. Aron hefur spilað þrjá síðustu deildarleiki Werder Bremen, fleiri mínútur í hverjum leik, og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 3-1 sigri á Wolfsburg um síðustu helgi. Aron skoraði í leiknum á undan þegar Werder Bremen vann 2-1 útisigur á Schalke og hann skoraði líka í bikarleik á móti Bayer Leverkusen. „Hann fór í gegnum langan öldudal vegna meiðslanna en heldur alltaf ótrauður áfram, er jákvæður, kvartar aldrei og spilar sinn leik,“ sagði Florian Kohfeldt, þjálfari Werder Bremen um Aron. Aron hefur verið að spila hægra megin í þriggja manna framlínu Werder Bremen en með honum í fremstu í línu í síðasta leik voru þeir Florian Kainz og Max Kruse. Florian Kainz skoraði tvö mörk og Kruse átti stoðsendinguna á hann í seinna markinu. Aron spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins sem er það mesta sem hann hefur spilað í einum leik í deildinni á tímabilinu. „Mér er sama hvar ég spila á vellinum því það mikilvægasta er að ég fái að spila. Ég væri líka alveg til í að spila í markinu en ég held samt að Pavlenka sé betri kostur þar núna,“ sagði Aron léttur við Kicker.Johannsson: "Ich würde auch im Tor spielen" - Dritter Ligasieg in Serie für Werder Bremen? #SVWhttps://t.co/HCetnK3lV7 — kicker | SV Werder Bremen (@kicker_BRE) February 16, 2018 „Eins og er þá skiptir það ekki máli hver spilar hjá okkur. Þetta eru allt góðir leikmenn og okkur kemur vel saman inn á vellinum. Allir sóknarmenn Werder Bremen eru líka sveigjanlegir þegar kemur að stöðu á vellinum. Það er mikil samkeppni um stöðurnar sem er erfitt fyrir þjálfarann en gott fyrir liðið,“ sagði Aron. Næsti leikur Werder Bremen er á útivelli á móti Freiburg á morgun og góðar líkur eru á því að Aron haldi sæti sínu í byrjunarliðinu. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira
Aron Jóhannsson er aftur kominn inn í myndina hjá Werder Bremen eftir langa þrautargöngu vegna meiðsla og hann fær hrós frá þjálfara liðsins í nýju viðtali við Kicker. Aron valdi bandaríska landsliðið yfir það íslenska árið 2014 og hann fær vonandi tækifæri í vor að vinna sér aftur sæti í bandaríska landsliðshópnum. Aron hefur spilað þrjá síðustu deildarleiki Werder Bremen, fleiri mínútur í hverjum leik, og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 3-1 sigri á Wolfsburg um síðustu helgi. Aron skoraði í leiknum á undan þegar Werder Bremen vann 2-1 útisigur á Schalke og hann skoraði líka í bikarleik á móti Bayer Leverkusen. „Hann fór í gegnum langan öldudal vegna meiðslanna en heldur alltaf ótrauður áfram, er jákvæður, kvartar aldrei og spilar sinn leik,“ sagði Florian Kohfeldt, þjálfari Werder Bremen um Aron. Aron hefur verið að spila hægra megin í þriggja manna framlínu Werder Bremen en með honum í fremstu í línu í síðasta leik voru þeir Florian Kainz og Max Kruse. Florian Kainz skoraði tvö mörk og Kruse átti stoðsendinguna á hann í seinna markinu. Aron spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins sem er það mesta sem hann hefur spilað í einum leik í deildinni á tímabilinu. „Mér er sama hvar ég spila á vellinum því það mikilvægasta er að ég fái að spila. Ég væri líka alveg til í að spila í markinu en ég held samt að Pavlenka sé betri kostur þar núna,“ sagði Aron léttur við Kicker.Johannsson: "Ich würde auch im Tor spielen" - Dritter Ligasieg in Serie für Werder Bremen? #SVWhttps://t.co/HCetnK3lV7 — kicker | SV Werder Bremen (@kicker_BRE) February 16, 2018 „Eins og er þá skiptir það ekki máli hver spilar hjá okkur. Þetta eru allt góðir leikmenn og okkur kemur vel saman inn á vellinum. Allir sóknarmenn Werder Bremen eru líka sveigjanlegir þegar kemur að stöðu á vellinum. Það er mikil samkeppni um stöðurnar sem er erfitt fyrir þjálfarann en gott fyrir liðið,“ sagði Aron. Næsti leikur Werder Bremen er á útivelli á móti Freiburg á morgun og góðar líkur eru á því að Aron haldi sæti sínu í byrjunarliðinu.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira