Dansinn dunar á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2018 23:02 Dansinn dunar á Flúðum um helgina því þar stendur yfir Lindy hop danshátíðin „Lindy on Ice“ sem haldin er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem fjöldi erlendra og innlendra dansara taka þátt. Ómurinn af danstónlistinni úr Félagsheimilinu á Flúðum berst í næsta nágrenni heimilisins. Innan dyra er hópur lindy hop dansara að dansa undir lifandi tónlist sveifluhjómsveitar á sviðinu. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og stendur til morguns. Boðið er upp á kennslu og dansleiki fyrir byrjendur og lengri koma. 12 erlendir gestir eru á hátíðinni, auk fjölda íslendinga sem dansa Lindy hop í hverri viku. En hvað er Lindy hop? „Það er í stuttu máli skemmtilegasti dans í heimi. Í lengra máli er þetta dans sem þróaðist í Harlem í New York við lok þriðja áratugs tuttugustu aldar, hjá blökkumönnum þar, þróaðist meðfram „swinginu“,“ segir Sigurður Helgi Oddsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Hann segir einhverja tugi stunda lindy hop á Íslandi og senan fari sívaxandi. Danskvöld eru reglulega haldin á Petersensvítunni í miðbæ Reykjavíkur og þá eru áhugasamir hvattir til að kynna sér Lindy Ravers, áhugamannafélag um lindy hop á Íslandi. Hátíðinni lýkur annað kvöld með stórdansleik í Iðnó í Reykjavík þar sem allir eru velkomnir til að horfa á eða dansa með. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Dansinn dunar á Flúðum um helgina því þar stendur yfir Lindy hop danshátíðin „Lindy on Ice“ sem haldin er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem fjöldi erlendra og innlendra dansara taka þátt. Ómurinn af danstónlistinni úr Félagsheimilinu á Flúðum berst í næsta nágrenni heimilisins. Innan dyra er hópur lindy hop dansara að dansa undir lifandi tónlist sveifluhjómsveitar á sviðinu. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og stendur til morguns. Boðið er upp á kennslu og dansleiki fyrir byrjendur og lengri koma. 12 erlendir gestir eru á hátíðinni, auk fjölda íslendinga sem dansa Lindy hop í hverri viku. En hvað er Lindy hop? „Það er í stuttu máli skemmtilegasti dans í heimi. Í lengra máli er þetta dans sem þróaðist í Harlem í New York við lok þriðja áratugs tuttugustu aldar, hjá blökkumönnum þar, þróaðist meðfram „swinginu“,“ segir Sigurður Helgi Oddsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Hann segir einhverja tugi stunda lindy hop á Íslandi og senan fari sívaxandi. Danskvöld eru reglulega haldin á Petersensvítunni í miðbæ Reykjavíkur og þá eru áhugasamir hvattir til að kynna sér Lindy Ravers, áhugamannafélag um lindy hop á Íslandi. Hátíðinni lýkur annað kvöld með stórdansleik í Iðnó í Reykjavík þar sem allir eru velkomnir til að horfa á eða dansa með.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira