Ráðlegt að huga að niðurföllum í stormi morgundagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 23:35 Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi um allt land en búist er við mikilli úrkomu seinnipartinn á morgun. VÍSIR/VILHELM Búist er við miklu hvassviðri sunnan- og vestanlands seinnipartinn á morgun. Þá mun auk þess hlýna í veðri með mikilli úrkomu og eru íbúar á Suður- og Vesturlandi, auk höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega beðnir að huga að niðurföllum þegar hlánar. „Það er í raun og veru bara hæg breytileg átt í nótt og á morgun, með stöku éljum á sunnan- og vestanverðu landdinu, en svo fer að hvessa síðdegis á morgun sunnanlands og þykknar upp,“ segir Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. „Það hvessir ekki að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun, þá bætir í vind syðst á landinu með staðbundnum stormum. Annars staðar á landinu verður þokkalegasta veður til útivistar lengi vel á morgun, en þó ekki allan daginn.“Íbúar fyrirbyggi vatnstjón Eins og áður sagði er búist við austan- og suðaustan hvassviðri eða stormi, með tilheyrandi rigningu eða slyddu á láglendi, á Suður- og Vesturlandi á morgun, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu sem naut þó hægviðris og sólskins í dag. Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi á áðurnefndum svæðum og um allt land á miðvikudag. Vegna hlýinda og úrkomu seinniparts dags á morgun er mælt með því að íbúar á Suður- og Vesturlandi hugi að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á mánudag: Sunnan 13-20 m/s og rigning en skúrir síðdegis. Styttir upp og birtir til á Norður- og Austurlandi með deginum. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestlægari um kvöldið og fer að kólna.Á þriðjudag: Suðvestan 13-20 og slydduél, en hægari og léttskýjað norðaustantil. Dregur úr vindi og kólnar með deginum, él sunnan- og vestanlands um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á miðvikudag: Útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með rigningu, slyddu eða snjókomu, talsverð úrkoma um sunnanvert landið. Lengst af vægt frost, en hiti 0 til 5 stig um tíma. Suðvestan 8-13 um kvöldið með éljum, en rofar til norðaustantil.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og él en bjart með köflum um landð norðaustanvert. Frost um land allt.Á föstudag: Líkur á sunnan stormi eða roki með talsverðri rigningu en úrkomuminna fyrir norðan. Hlýnar í veðri.Á laugardag: Suðvestlæg átt og él yfirleitt bjart á Norður- og Norðausturlandi. Hiti um og undir frostmarki. Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Búist er við miklu hvassviðri sunnan- og vestanlands seinnipartinn á morgun. Þá mun auk þess hlýna í veðri með mikilli úrkomu og eru íbúar á Suður- og Vesturlandi, auk höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega beðnir að huga að niðurföllum þegar hlánar. „Það er í raun og veru bara hæg breytileg átt í nótt og á morgun, með stöku éljum á sunnan- og vestanverðu landdinu, en svo fer að hvessa síðdegis á morgun sunnanlands og þykknar upp,“ segir Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. „Það hvessir ekki að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun, þá bætir í vind syðst á landinu með staðbundnum stormum. Annars staðar á landinu verður þokkalegasta veður til útivistar lengi vel á morgun, en þó ekki allan daginn.“Íbúar fyrirbyggi vatnstjón Eins og áður sagði er búist við austan- og suðaustan hvassviðri eða stormi, með tilheyrandi rigningu eða slyddu á láglendi, á Suður- og Vesturlandi á morgun, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu sem naut þó hægviðris og sólskins í dag. Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi á áðurnefndum svæðum og um allt land á miðvikudag. Vegna hlýinda og úrkomu seinniparts dags á morgun er mælt með því að íbúar á Suður- og Vesturlandi hugi að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á mánudag: Sunnan 13-20 m/s og rigning en skúrir síðdegis. Styttir upp og birtir til á Norður- og Austurlandi með deginum. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestlægari um kvöldið og fer að kólna.Á þriðjudag: Suðvestan 13-20 og slydduél, en hægari og léttskýjað norðaustantil. Dregur úr vindi og kólnar með deginum, él sunnan- og vestanlands um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á miðvikudag: Útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með rigningu, slyddu eða snjókomu, talsverð úrkoma um sunnanvert landið. Lengst af vægt frost, en hiti 0 til 5 stig um tíma. Suðvestan 8-13 um kvöldið með éljum, en rofar til norðaustantil.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og él en bjart með köflum um landð norðaustanvert. Frost um land allt.Á föstudag: Líkur á sunnan stormi eða roki með talsverðri rigningu en úrkomuminna fyrir norðan. Hlýnar í veðri.Á laugardag: Suðvestlæg átt og él yfirleitt bjart á Norður- og Norðausturlandi. Hiti um og undir frostmarki.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira