Fótbolti

Conte: Veikleikar Barcelona eru án boltans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conte og hans menn þurfa að eiga toppleik á þriðjudag.
Conte og hans menn þurfa að eiga toppleik á þriðjudag. vísir/afp
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að lærisveinar hans þurfi að nýta sér veikleika Barcelona á þriðjudaginn þegar liðin mætast í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Conte segir að veikleikar Börsunga felist í því þegar þeir eru ekki með boltann.

„Við höfum verið að greina þá í langan tíma. Við byrjuðum fyrir mánuði síðan og höfum verið að greina þá síðan,” sagði Conte í viðtali fyrir leikinn mikilvæga í vikunni.

„Við erum að tala um eitt besta lið í heiminum. Við verðum að reyna að ná upp fullkomnum leik og reyna að taka sem bestar ákvarðanir gegn liði eins og Barcelona.”

„Þetta er rosalega erfiður andstæðingur. Þeir eru með frábær einkenni með boltann, en geta átt í vandræðum án boltans og við verðum að nýta okkur það.2

Lionel Messi hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum gegn Chelsea, en það er hans versta gegn öllum liðum í alheimsfótboltanum. Conte vonar að það haldi áfram.

„Ég vona að við getum haldið þessari hefð áfram, en við erum að tala um frábæran leikmann. Við verðum að bera virðingu fyrir honum, en á sama tíma verðum við að vera spenntir að spila leiki eins og þessa og taka á móti þessum áskorunum.”

Leikur Chelsea og Barcelona verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á þriðjudagskvöldið, en leikurinn hefst 19.45. Upphitun hefst 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×