Björgunarsveitarmenn tilbúnir í verkefni kvöldsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:29 Frá Suðurlandsvegi í dag. Færð er nú tekin að spillast og er búist við því að veður versni með kvöldinu. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs á Suðvesturlandi. Björgunarsveitir hafa nú þegar þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, þar á meðal við Úlfarsfell og á Grindavíkurvegi. Þá eru björgunarsveitarmenn á vakt við Hellisheiði og í Þrengslum ef ske kynni að loka þyrfti vegunum.Björgunarsveitarmenn víða á ferðinni í dag „Menn eru klárir í Skógarhlíðinni ef verkefnunum fjölgar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Fulltrúar frá björgunarsveitinni Landsbjörgu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir út og standa vaktina í Skógarhlíð í Reykjavík ef senda þarf út mannskap í verkefni vegna óveðurs.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Björgunarsveitir hafa þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, að sögn Davíðs. Fyrsta verkefnið, vélarvana bátur í Súgandafirði, kom á borð björgunarsveita á Vestfjörðum strax í morgun. Þá lögðu björgunarsveitarhópar af stað um klukkan 15 í dag og standa nú vaktina við lokunarpósta á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá var kallaður út mannskapur að Grindavíkurvegi í dag og nú laust fyrir 18 festust 6 bílar við Úlfarsfell. Björgunarsveitarmenn luku því verkefni rétt fyrir klukkan 19.Færð að spillast Einhverjar umferðartafir hafa orðið við Reynisfjall vegna umferðaróhapps en fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn, auk Suðurstrandarvegar við Krýsuvík. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka á Suður- og Suðvesturlandi öllu. Veður fer versnandi með kvöldinu suðvestanlands og óvissustigi hefur verið lýst yfir á þremur vegum, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Búist er við suðaustan 15-25 m/s í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hvassast syðst á landinu og rigning eða slydda á láglendi en snjókoma á heiðum fram eftir kvöldi. Búist er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s og er miðað við að mesta hvassviðrið verði frá 19 í kvöld til 2 í nótt. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05 Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs á Suðvesturlandi. Björgunarsveitir hafa nú þegar þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, þar á meðal við Úlfarsfell og á Grindavíkurvegi. Þá eru björgunarsveitarmenn á vakt við Hellisheiði og í Þrengslum ef ske kynni að loka þyrfti vegunum.Björgunarsveitarmenn víða á ferðinni í dag „Menn eru klárir í Skógarhlíðinni ef verkefnunum fjölgar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Fulltrúar frá björgunarsveitinni Landsbjörgu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir út og standa vaktina í Skógarhlíð í Reykjavík ef senda þarf út mannskap í verkefni vegna óveðurs.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Björgunarsveitir hafa þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, að sögn Davíðs. Fyrsta verkefnið, vélarvana bátur í Súgandafirði, kom á borð björgunarsveita á Vestfjörðum strax í morgun. Þá lögðu björgunarsveitarhópar af stað um klukkan 15 í dag og standa nú vaktina við lokunarpósta á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá var kallaður út mannskapur að Grindavíkurvegi í dag og nú laust fyrir 18 festust 6 bílar við Úlfarsfell. Björgunarsveitarmenn luku því verkefni rétt fyrir klukkan 19.Færð að spillast Einhverjar umferðartafir hafa orðið við Reynisfjall vegna umferðaróhapps en fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn, auk Suðurstrandarvegar við Krýsuvík. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka á Suður- og Suðvesturlandi öllu. Veður fer versnandi með kvöldinu suðvestanlands og óvissustigi hefur verið lýst yfir á þremur vegum, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Búist er við suðaustan 15-25 m/s í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hvassast syðst á landinu og rigning eða slydda á láglendi en snjókoma á heiðum fram eftir kvöldi. Búist er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s og er miðað við að mesta hvassviðrið verði frá 19 í kvöld til 2 í nótt.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05 Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05
Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09