Sport

Mayweather er hættur að ræða við UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor er ekki að ná að lokka Mayweather í MMA-bardaga.
Conor er ekki að ná að lokka Mayweather í MMA-bardaga. vísir/getty
Conor McGregor greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að líkurnar á MMA-bardaga á milli hans og Floyd Mayweather væru úr sögunni þar sem Mayweather væri hættur að ræða við UFC.

Mayweather hefur verið að stríða bardagaheiminum síðustu vikur með því að birta myndir af sér inn í MMA-búri og með MMA-hanska. Því er ekki að neita að margir vonuðust eftir því að hann myndi mæta í búrið.

Conor segir í sinni færslu að Mayweather sé hættur öllum samningaviðræðum og óskar honum velfarnaðar utan hringsins.





Það er ekki langt síðan Conor reyndi að ögra Mayweather með því að segja við boxarann að hann myndi sjá eftir því allt sitt líf ef hann prófaði ekki að berjast gegn sér í MMA-bardaga.

Conor segir að nú muni hann halda áfram sínum viðræðum við UFC en það er í óvissu hvenær hann berst næst eða hvort hann muni berjast aftur yfir höfuð.

Írinn kjaftfori barðist síðast hjá UFC í lok árs 2016 en lét boxbardaga gegn Mayweather duga á síðasta ári.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×