Telja ólíklegt að kjarasamningum verði sagt upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 08:53 Mikill hugur er í verkalýðshreyfingunni nú þegar hver kjarasamningurinn á fætur öðrum rennur út. VÍSIR/VILHELM Hagfræðideild Landsbankans telur ólíklegt að kjarasamningum á almenna markaðnum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt sé þó að mati hagfræðideildarinnar að endurskoðun og viðræður aðila, til dæmis viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum viðbótum við gildandi samninga eða breytingum á sköttum og/eða bótum. „Það verður því að teljast hæpið að samningsaðilar vilji raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur á síðustu árum,“ segir meðal annars í nýrri Hagsjá Landsbankans sem gefin var út í dag. Þar er sjónum beint að kjarasamningum á almenna markaðanum en nú styttist í að ákvarðanir verði teknar um uppsögn eða framlengingu þeirra. Ákvörðun um uppsögn þarf að hafa komið fram fyrir klukkan 16.00 þann 28. febrúar næstkomandi. Í Hagsjánni er farið yfir kjaraviðræður síðustu missera sem og ákvarðanir Kjararáðs sem hleypt hafa illu blóði í verkalýðshreyfinguna. Það er mat hagfræðideildarinnar að fátt bendi til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn. „Þá standa eftir úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp.“Hagsjána má lesa í heild með því að smella hér. Kjaramál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans telur ólíklegt að kjarasamningum á almenna markaðnum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt sé þó að mati hagfræðideildarinnar að endurskoðun og viðræður aðila, til dæmis viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum viðbótum við gildandi samninga eða breytingum á sköttum og/eða bótum. „Það verður því að teljast hæpið að samningsaðilar vilji raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur á síðustu árum,“ segir meðal annars í nýrri Hagsjá Landsbankans sem gefin var út í dag. Þar er sjónum beint að kjarasamningum á almenna markaðanum en nú styttist í að ákvarðanir verði teknar um uppsögn eða framlengingu þeirra. Ákvörðun um uppsögn þarf að hafa komið fram fyrir klukkan 16.00 þann 28. febrúar næstkomandi. Í Hagsjánni er farið yfir kjaraviðræður síðustu missera sem og ákvarðanir Kjararáðs sem hleypt hafa illu blóði í verkalýðshreyfinguna. Það er mat hagfræðideildarinnar að fátt bendi til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn. „Þá standa eftir úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp.“Hagsjána má lesa í heild með því að smella hér.
Kjaramál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira