Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 19:45 Íbúar á Borgarfirði eystri gripu til sinna ráða í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á vegi sem liggur frá plássinu og til Egilsstaða. vísir/tinna Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. Á milli 80 og 90 manns hafa heilsársbúsetu á Borgarfirði eystri og mættu um 60 manns á mótmælin í dag að sögn Óttars Más Kárasonar, íbúa í bænum. Óttar segir veginn illa farinn þar sem ekki sé búið að malbika; hann sé holóttur og verði því illfær í rigningum. Íbúar hófu malbikunarframkvæmdir á mótmælunum í dag og byrjuðu að steypa í veginn. „Mótmælin eru tilkomin vegna þess að hingað er bara malarvegur, það er frá Borgarfirði og á Egilsstaði. Hann er orðinn mjög illa farinn og holóttur. Ég held við séum eini þéttbýlisstaðurinn á landinu sem hefur ekki malbikstengingu við annan þéttbýlisstað sem er þjónustukjarni. Það er kominn tími á þetta enda er þetta ekki mjög nútímalegt,“ segir Óttar. Hann segir vel geta verið að íbúarnir haldi malbikunarframkvæmdunum áfram ef ekkert verður að gert.Íbúarnir steptu í smá part úr veginum sem er illa farinn.vísir/tinna„Við fengum steypu og steyptum bara smá part af veginum, ætli þetta hafi ekki verið svona tveggja metra breitt yfir, svo sá partur ætti að vera sléttur og fínn. Svo bíðum við bara spennt með restina.“ Vegurinn frá Borgarfirði eystri til Egilsstaða er 70 kílómetrar en Óttar segir að rúmlega helmingur vegarins sé malbikaður. Fjöldi ferðamanna kemur til Borgarfjarðar eystri yfir sumartímann og segir Óttar að þá fari yfir 300 bílar að meðaltali á dag um veginn. Þegar tónlistarhátíðin Bræðslan fer svo fram eina helgi í júlí er mun meira álag á veginum að sögn Óttars. „Og vegurinn ræður aldrei við það.“ Óttar segir malbikun vegarins hafa verið á samgönguáætlun í nokkur ár en ekkert hafi þó gerst.Frá framkvæmdunum og mótmælunum í dag.vísir/tinna„Þannig að við sáum ekki annað en að við þyrftum að fara í þetta sjálf,“ segir Óttar. Aðspurður nánar um ástand vegarins segir Óttar að það sé hægt að keyra hann en það sé hins vegar óásættanlegt að hafa svo slæman veg milli þéttbýlisstaða árið 2018. Óttar bendir jafnframt á að íbúar Borgarfjarðar eystri sæki í raun alla þjónustu um veginn. „Það er ekki verslun hér og engin heilbrigðisþjónusta,“ segir Óttar. Hann segir að til sé kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdum á veginum. „Það eru þrír kaflar sem þarf að malbika og samkvæmt kostnaðaráætlun kostar lengsti kaflinn um milljarð eða nálægt því. Það eru staðlar um að vegurinn þurfi að vera átta metra breiður en við höfum verið að berjast fyrir því að fá þá frekar eitthvað því það er hægt að veita undanþágu fyrir mjórri veg sem er örugglega helmingi ódýrara,“ segir Óttar. Borgarfjörður eystri Samgöngur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. Á milli 80 og 90 manns hafa heilsársbúsetu á Borgarfirði eystri og mættu um 60 manns á mótmælin í dag að sögn Óttars Más Kárasonar, íbúa í bænum. Óttar segir veginn illa farinn þar sem ekki sé búið að malbika; hann sé holóttur og verði því illfær í rigningum. Íbúar hófu malbikunarframkvæmdir á mótmælunum í dag og byrjuðu að steypa í veginn. „Mótmælin eru tilkomin vegna þess að hingað er bara malarvegur, það er frá Borgarfirði og á Egilsstaði. Hann er orðinn mjög illa farinn og holóttur. Ég held við séum eini þéttbýlisstaðurinn á landinu sem hefur ekki malbikstengingu við annan þéttbýlisstað sem er þjónustukjarni. Það er kominn tími á þetta enda er þetta ekki mjög nútímalegt,“ segir Óttar. Hann segir vel geta verið að íbúarnir haldi malbikunarframkvæmdunum áfram ef ekkert verður að gert.Íbúarnir steptu í smá part úr veginum sem er illa farinn.vísir/tinna„Við fengum steypu og steyptum bara smá part af veginum, ætli þetta hafi ekki verið svona tveggja metra breitt yfir, svo sá partur ætti að vera sléttur og fínn. Svo bíðum við bara spennt með restina.“ Vegurinn frá Borgarfirði eystri til Egilsstaða er 70 kílómetrar en Óttar segir að rúmlega helmingur vegarins sé malbikaður. Fjöldi ferðamanna kemur til Borgarfjarðar eystri yfir sumartímann og segir Óttar að þá fari yfir 300 bílar að meðaltali á dag um veginn. Þegar tónlistarhátíðin Bræðslan fer svo fram eina helgi í júlí er mun meira álag á veginum að sögn Óttars. „Og vegurinn ræður aldrei við það.“ Óttar segir malbikun vegarins hafa verið á samgönguáætlun í nokkur ár en ekkert hafi þó gerst.Frá framkvæmdunum og mótmælunum í dag.vísir/tinna„Þannig að við sáum ekki annað en að við þyrftum að fara í þetta sjálf,“ segir Óttar. Aðspurður nánar um ástand vegarins segir Óttar að það sé hægt að keyra hann en það sé hins vegar óásættanlegt að hafa svo slæman veg milli þéttbýlisstaða árið 2018. Óttar bendir jafnframt á að íbúar Borgarfjarðar eystri sæki í raun alla þjónustu um veginn. „Það er ekki verslun hér og engin heilbrigðisþjónusta,“ segir Óttar. Hann segir að til sé kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdum á veginum. „Það eru þrír kaflar sem þarf að malbika og samkvæmt kostnaðaráætlun kostar lengsti kaflinn um milljarð eða nálægt því. Það eru staðlar um að vegurinn þurfi að vera átta metra breiður en við höfum verið að berjast fyrir því að fá þá frekar eitthvað því það er hægt að veita undanþágu fyrir mjórri veg sem er örugglega helmingi ódýrara,“ segir Óttar.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira