Mest séð fimm lömb í sónarskoðun á kind Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. febrúar 2018 21:45 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu fer nú um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Fréttastofa hitti Heiðu Guðnýju í fjárhúsinu á bænum Butru í Fljótshlíð þegar hún var að telja fóstur í fjárhúsinu hjá formanni Landssambands sauðfjárbænda. Í Butru er rekið myndarlegt fjárbú hjá þeim Oddnýju Steinu Valsdóttur og Ágústi Jenssyni. Heiða Guðný er búin að koma sér fyrir með sónartækið í þeim tilgangi að sjá hvað mörg lambafóstur eru í kindunum. „Þetta er sem sagt bara sónartæki og neminn sem ég er með í hendinni sendir hljóðbylgjur inn í kindina og beinagrindin á fóstrunum endurkastar hljóðbylgjunum og það kemur fram og það kemur fram á skjánum. Þetta er bara eins og sónar sem konur fara í,“ segir Heiða Guðný. Það gengur vel undan Heiðu Guðnýju enda alvön að sónarskoða, mest hefur hún séð fimm lömb í kind en oftast eru þau tvö. „Þetta er skemmtilegt en þetta eru oft langir og strangir dagar. En þetta er ofsalega gaman að kynnast öllu þessu fólki og fara um sveitirnar, kynnast landinu og fólkinu. Svo er bara eitthvað við það að vera að bagsa við þessar rollur, það er bara einhver fíkn.“ En þá er spurt, af hverju ættu bændur almennt að láta telja fóstur í kindunum sínum? „Það er náttúrulega fyrst og fremst út af vinnuhagræði. Þetta munar miklu, sérstaklega í sauðburði og eins til að fóðra,“ segir Oddný Steina. Þegar sónun er lokið er búið að spreyja á kindurnar eftir því hvað þær eru með mörg lömb, þessar rauðu eru t.d. með þrjú lömb. Oddný Steina reiknar með 900 lömbum í vor í Butru. Tengdar fréttir Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00 Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30 Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu fer nú um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Fréttastofa hitti Heiðu Guðnýju í fjárhúsinu á bænum Butru í Fljótshlíð þegar hún var að telja fóstur í fjárhúsinu hjá formanni Landssambands sauðfjárbænda. Í Butru er rekið myndarlegt fjárbú hjá þeim Oddnýju Steinu Valsdóttur og Ágústi Jenssyni. Heiða Guðný er búin að koma sér fyrir með sónartækið í þeim tilgangi að sjá hvað mörg lambafóstur eru í kindunum. „Þetta er sem sagt bara sónartæki og neminn sem ég er með í hendinni sendir hljóðbylgjur inn í kindina og beinagrindin á fóstrunum endurkastar hljóðbylgjunum og það kemur fram og það kemur fram á skjánum. Þetta er bara eins og sónar sem konur fara í,“ segir Heiða Guðný. Það gengur vel undan Heiðu Guðnýju enda alvön að sónarskoða, mest hefur hún séð fimm lömb í kind en oftast eru þau tvö. „Þetta er skemmtilegt en þetta eru oft langir og strangir dagar. En þetta er ofsalega gaman að kynnast öllu þessu fólki og fara um sveitirnar, kynnast landinu og fólkinu. Svo er bara eitthvað við það að vera að bagsa við þessar rollur, það er bara einhver fíkn.“ En þá er spurt, af hverju ættu bændur almennt að láta telja fóstur í kindunum sínum? „Það er náttúrulega fyrst og fremst út af vinnuhagræði. Þetta munar miklu, sérstaklega í sauðburði og eins til að fóðra,“ segir Oddný Steina. Þegar sónun er lokið er búið að spreyja á kindurnar eftir því hvað þær eru með mörg lömb, þessar rauðu eru t.d. með þrjú lömb. Oddný Steina reiknar með 900 lömbum í vor í Butru.
Tengdar fréttir Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00 Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30 Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00
Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30
Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28