Vísbendingar um að unga fólkið búi lengur hjá mömmu og pabba Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Greiningardeild Arion banka segir að íbúðum hafi fjölgað um 1.700 á síðasta ári. Að mati deildarinnar vantar 9.000 íbúðir til ársins 2020 til að framboð haldi í við fólksfjölgun. Ólíklegt sé að markmiðið náist. vísir/gva Árið 2015 bjuggu 57 prósent einstaklinga á aldrinum 20-24 ára í foreldrahúsum. Hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðustu ár en árið 2004 bjuggu rétt um 50 prósent einstaklinga á þessum aldri hjá foreldrum sínum. Greiningardeild Arion banka segir í nýrri skýrslu um húsnæðismarkaðinn, sem kynnt var í gær, að tölurnar frá 2015 séu nýjustu tiltæku upplýsingarnar en færa megi rök fyrir því að fjölgað hafi í þessum hóp síðustu tvö ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað skarpt. Á móti kemur að hlutfall fyrstu kaupa hefur farið hækkandi. „Við teljum líklegt að aldur fyrstu kaupenda hafi hækkað og því hafi fjölgun fyrstu kaupa frekar áhrif á eldra aldursbilið, það er að segja 25-29 ára. Eftirspurn á húsnæðismarkaði frá einstaklingum undir 22 ára er því að einhverju leyti tempruð,“ segir í skýrslunni. Greiningardeildin segir að húsnæðisverð hafi hækkað verulega umfram undirliggjandi þætti í öllum hverfum Reykjavíkur á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð hækki enn. Hækkunin verði um 6,6 prósent í ár, svo verði hún 4,1 prósent á næsta ári og 2,3 prósent árið 2020. Greiningardeildin bendir á að útlit sé fyrir að undir lok spátímans muni raunverð húsnæðis lækka á milli ára. Það yrði í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem raunverð húsnæðis lækkar. Greiningardeildin segir að íbúðum á landinu öllu hafi fjölgað um 1.700 á síðasta ári. Byggja þurfi hátt í níu þúsund íbúðir á landinu fram til ársloka 2020 til að framboð haldi í við fólksfjölgun. Í nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs segir reyndar að íbúðum þurfi að fjölga um 17.000 til ársins 2020. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeildinni, segir að útskýra megi muninn með því að í tölum þeirra sé ekki tekið tillit til þarfarinnar sem þegar hefur safnast upp. Í skýrslunni segir að einstaklingum 22 ára og eldri hafi fjölgað um rúmlega 8.000 árið 2017. Útlit sé fyrir að fólksfjölgun verði nokkuð hröð á næstu árum. Hversu hröð hún verði muni ráðast að miklu leyti af innflutningi vinnuafls, sem aftur ræðst af efnahagsástandinu. Hröð fólksfjölgun kunni að leiða til tímabundinnar umframeftirspurnar á húsnæðismarkaði sem aftur muni þrýsta verðinu upp. Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslendingar skoði ódýrari, hraðvirkari og umhverfisvænni kosti við smíði fjölbýlisíbúða og húsa Verkefnastjóri Byggingarvettvangs vill að litið verði til reynslu Svía sem sýni að til séu betri kostir en hefðbundin uppsteypa húsa sem einkennt hafa íslenskan byggingariðnað síðustu áratugina. 31. janúar 2018 09:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Árið 2015 bjuggu 57 prósent einstaklinga á aldrinum 20-24 ára í foreldrahúsum. Hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðustu ár en árið 2004 bjuggu rétt um 50 prósent einstaklinga á þessum aldri hjá foreldrum sínum. Greiningardeild Arion banka segir í nýrri skýrslu um húsnæðismarkaðinn, sem kynnt var í gær, að tölurnar frá 2015 séu nýjustu tiltæku upplýsingarnar en færa megi rök fyrir því að fjölgað hafi í þessum hóp síðustu tvö ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað skarpt. Á móti kemur að hlutfall fyrstu kaupa hefur farið hækkandi. „Við teljum líklegt að aldur fyrstu kaupenda hafi hækkað og því hafi fjölgun fyrstu kaupa frekar áhrif á eldra aldursbilið, það er að segja 25-29 ára. Eftirspurn á húsnæðismarkaði frá einstaklingum undir 22 ára er því að einhverju leyti tempruð,“ segir í skýrslunni. Greiningardeildin segir að húsnæðisverð hafi hækkað verulega umfram undirliggjandi þætti í öllum hverfum Reykjavíkur á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð hækki enn. Hækkunin verði um 6,6 prósent í ár, svo verði hún 4,1 prósent á næsta ári og 2,3 prósent árið 2020. Greiningardeildin bendir á að útlit sé fyrir að undir lok spátímans muni raunverð húsnæðis lækka á milli ára. Það yrði í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem raunverð húsnæðis lækkar. Greiningardeildin segir að íbúðum á landinu öllu hafi fjölgað um 1.700 á síðasta ári. Byggja þurfi hátt í níu þúsund íbúðir á landinu fram til ársloka 2020 til að framboð haldi í við fólksfjölgun. Í nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs segir reyndar að íbúðum þurfi að fjölga um 17.000 til ársins 2020. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeildinni, segir að útskýra megi muninn með því að í tölum þeirra sé ekki tekið tillit til þarfarinnar sem þegar hefur safnast upp. Í skýrslunni segir að einstaklingum 22 ára og eldri hafi fjölgað um rúmlega 8.000 árið 2017. Útlit sé fyrir að fólksfjölgun verði nokkuð hröð á næstu árum. Hversu hröð hún verði muni ráðast að miklu leyti af innflutningi vinnuafls, sem aftur ræðst af efnahagsástandinu. Hröð fólksfjölgun kunni að leiða til tímabundinnar umframeftirspurnar á húsnæðismarkaði sem aftur muni þrýsta verðinu upp.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslendingar skoði ódýrari, hraðvirkari og umhverfisvænni kosti við smíði fjölbýlisíbúða og húsa Verkefnastjóri Byggingarvettvangs vill að litið verði til reynslu Svía sem sýni að til séu betri kostir en hefðbundin uppsteypa húsa sem einkennt hafa íslenskan byggingariðnað síðustu áratugina. 31. janúar 2018 09:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Íslendingar skoði ódýrari, hraðvirkari og umhverfisvænni kosti við smíði fjölbýlisíbúða og húsa Verkefnastjóri Byggingarvettvangs vill að litið verði til reynslu Svía sem sýni að til séu betri kostir en hefðbundin uppsteypa húsa sem einkennt hafa íslenskan byggingariðnað síðustu áratugina. 31. janúar 2018 09:00