Býr til nýtt umhverfi, betra líf og nýja von Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 10:45 Katrín við eitt verkið í bjargvættarseríunni þar sem sonur hennar situr fyrir. Vísir/Stefán Segja má að verkin á sýningunni skiptist í tvö skaut, annars vegar virðingu fyrir lífshlaupi sérhverrar persónu, hins vegar áhyggjur af framtíðinni,“ segir Katrín Matthíasdóttir listmálari um inntak sýningarinnar Hið augljósa sem verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg klukkan 18 á morgun, föstudag. Katrín er hugsjónakona og verk hennar endurspegla það. „Auðvitað geta áhorfendur túlkað verkin á sinn hátt, þannig á það að vera,“ segir hún. „Ég sá að verk eftir Leonardo da Vinci seldist í lok síðasta árs á 46 milljarða króna, sem er auðvitað klikkun. Verkið á að sýna bjargvætt heimsins, sem í augum Da Vincis er Jesú. Í mínum augum er það mannkynið sjálft því við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að leysa þau vandamál sem steðja að okkur. Ég setti son minn í stellingar þar sem hann er að blessa heiminn með annarri hendi og í hinni heldur hann á kúlu sem er jörðin.“Maðurinn með jörðina í hendi sér.Katrín segir myndirnar raðast upp í seríur. „Ég set minn bjargvætt meðal annars fyrir framan blokk. Það táknar að við erum orðin aðþrengd en jörðin er okkar eina athvarf og við megum ekki ganga of hratt á auðlindir hennar því fleiri koma á eftir okkur. Svo eru barnsaugu sem minna okkur á að vinna að brýnum málum. Við erum með lausnirnar og verðum að setja fókus á þær.“ Synir Katrínar, þrír að tölu, koma fyrir í mörgum verkum hennar. Skyldu þeir hafa mikla þolinmæði til að sitja fyrir? „Ég tek helling af ljósmyndum af þeim en annar tvíburinn minn, sem er sextán ára, gat nú alveg setið kyrr í nokkurn tíma um daginn!“Mynd úr seríunni Augnablik í alheiminum.Svo eru níu vatnslitaverk. „Ég strekki pappírinn á blindramma og þar mála ég börn sem ég finn myndir af í mannheimum, netheimum, oft börn sem hafa séð hluti sem þau eiga ekki að hafa upplifað, og bý til nýtt umhverfi, betra líf og nýja von,“ lýsir listakonan. Þess utan er hún með fjögur verk sem túlka lífsskeiðin fjögur, bernsku, ungdóm, fullorðinsár og elli. „Bara til að undirstrika að öll göngum við í gegnum það sama, ef við fáum að lifa, berum sömu tilfinningar og væntingar,“ segir Katrín. „Því þurfum við að jafna möguleikana milli fólks.“ Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Segja má að verkin á sýningunni skiptist í tvö skaut, annars vegar virðingu fyrir lífshlaupi sérhverrar persónu, hins vegar áhyggjur af framtíðinni,“ segir Katrín Matthíasdóttir listmálari um inntak sýningarinnar Hið augljósa sem verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg klukkan 18 á morgun, föstudag. Katrín er hugsjónakona og verk hennar endurspegla það. „Auðvitað geta áhorfendur túlkað verkin á sinn hátt, þannig á það að vera,“ segir hún. „Ég sá að verk eftir Leonardo da Vinci seldist í lok síðasta árs á 46 milljarða króna, sem er auðvitað klikkun. Verkið á að sýna bjargvætt heimsins, sem í augum Da Vincis er Jesú. Í mínum augum er það mannkynið sjálft því við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að leysa þau vandamál sem steðja að okkur. Ég setti son minn í stellingar þar sem hann er að blessa heiminn með annarri hendi og í hinni heldur hann á kúlu sem er jörðin.“Maðurinn með jörðina í hendi sér.Katrín segir myndirnar raðast upp í seríur. „Ég set minn bjargvætt meðal annars fyrir framan blokk. Það táknar að við erum orðin aðþrengd en jörðin er okkar eina athvarf og við megum ekki ganga of hratt á auðlindir hennar því fleiri koma á eftir okkur. Svo eru barnsaugu sem minna okkur á að vinna að brýnum málum. Við erum með lausnirnar og verðum að setja fókus á þær.“ Synir Katrínar, þrír að tölu, koma fyrir í mörgum verkum hennar. Skyldu þeir hafa mikla þolinmæði til að sitja fyrir? „Ég tek helling af ljósmyndum af þeim en annar tvíburinn minn, sem er sextán ára, gat nú alveg setið kyrr í nokkurn tíma um daginn!“Mynd úr seríunni Augnablik í alheiminum.Svo eru níu vatnslitaverk. „Ég strekki pappírinn á blindramma og þar mála ég börn sem ég finn myndir af í mannheimum, netheimum, oft börn sem hafa séð hluti sem þau eiga ekki að hafa upplifað, og bý til nýtt umhverfi, betra líf og nýja von,“ lýsir listakonan. Þess utan er hún með fjögur verk sem túlka lífsskeiðin fjögur, bernsku, ungdóm, fullorðinsár og elli. „Bara til að undirstrika að öll göngum við í gegnum það sama, ef við fáum að lifa, berum sömu tilfinningar og væntingar,“ segir Katrín. „Því þurfum við að jafna möguleikana milli fólks.“
Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira