Öflug kona í karlaheimi Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2018 12:00 Erna segir mikinn heiður að fá viðurkenningu FKA, bæði fyrir sig og teymið sem hún vinnur með. MYND/ANTON BRINK Erna Gísladóttir er forstjóri BL, stjórnarformaður Sjóvár og situr í stjórn Haga. Hún hlýtur ein þriggja kvenna viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu í ár. Erna er að mati dómnefndar öflug kona og mikilvæg fyrirmynd í atvinnugeira þar sem karlar eru ráðandi. Erna var ung að aldri þegar hún hóf störf hjá fjölskyldufyrirtækinu Bifreiðum og landbúnaðarvélum og vann sig upp í stól forstjóra. Hún lét af störfum þegar fyrirtækið var selt árið 2007. Fjórum árum seinna keyptu Erna og Jón Þór Gunnarsson, eiginmaður hennar, fyrirtækið aftur og um leið bílaumboðið Ingvar Helgason. Félögin voru sameinuð í eitt undir heitinu BL þar sem Erna er við stjórnvölinn. Rökstuðningur FKA fyrir því að veita Ernu viðurkenningu í ár er m.a. sá að hún sé öflug kona í karlaheimi og mikilvæg fyrirmynd sem kona í atvinnugeira sem sé allt of karllægur. „Það er mikill heiður að fá þessa viðurkenningu, bæði fyrir mig og teymið sem ég vinn með. Um er að ræða hóp af frábæru fólki sem ég hef lengi unnið með,“ segir Erna. Hún hefur í mörg horn að líta í störfum sínum fyrir BL, Sjóvá og Haga, enda um að ræða stór fyrirtæki þar sem oft þarf að taka erfiðar ákvarðanir. „Það er nóg að gera hjá mér en gott skipulag og gott samstarfsfólk hjálpar til svo að allt gangi upp.“Íslenskar konur sækja á Erna segist ekki beinlínis líta á sjálfa sig sem fyrirmynd annarra kvenna heldur vinna einfaldlega sína vinnu frá degi til dags. En hvað finnst henni félag á borð við FKA hafa að segja fyrir aðrar konur? „Mér finnst það skipta miklu máli. Það er auðvitað mikilvægt að konur sjái aðrar konur í svona störfum og geti litið upp til þeirra, ekki síst ungar konur. Íslenskar konur klifra vissulega upp framastigann og mörgum finnst það ganga heldur hægt en það gengur þó hratt miðað við mörg önnur lönd. Við gleymum stundum hvað íslenskum konum gengur vel sé horft til annarra landa,“ segir Erna.Ritari eða forstjóri? Á starfsferlinum hefur Erna oft fundið fyrir því að fólki finnist skrýtið að kona sé forstjóri bílaumboðs. „Fáar konur hafa verið í áhrifastöðum innan bílageirans en þeim fer þó fjölgandi, sérstaklega erlendis. Í gegnum tíðina hef ég oft mætt á fundi þar sem fólk heldur að ég sé ritari en ekki forstjóri en um leið og ég hef sýnt fram á að ég veit um hvað ég er að tala hefur það ekki verið neitt vandamál,“ greinir hún frá. Hvað BL varðar segir Erna að reksturinn gangi mjög vel þessa mánuðina, enda endurspegli bílasala oft væntingar fólks til framtíðarinnar. Þegar Erna er spurð hvort margt hafi breyst innan bílageirans frá því hún tók sín fyrstu skref í þeim heimi segir hún að svo sé. „Öryggismálin hafa tekið miklum framförum á stuttum tíma. Ég man þá tíð þegar hvorki tölvukubbar né loftpúðar voru til, sem í dag er staðalbúnaður í öllum nýjum bílum. Rafmagnið kemur hratt inn og hefur breytt heilmiklu og ég held það verði enn meiri breytingar á bílum á næstu árum. Von er á hálfsjálfkeyrandi bílum innan skamms og það er ekki langt í að bílar verði sjálfkeyrandi og tali hver við annan,“ segir Erna. Innt eftir því hvort hún hafi tíma fyrir áhugamál kemur í ljós að Ernu finnst gaman að ferðast um heiminn. „Ég gef mér tíma til að spila golf á sumrin og reyni að fara í laxveiði á hverju ári. Ég hef líka gaman af fótbolta og fór á EM í hittifyrra og ætla á HM í Rússlandi í sumar,“ segir Erna að lokum. Sjá nánar í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. 31. janúar 2018 20:35 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Erna Gísladóttir er forstjóri BL, stjórnarformaður Sjóvár og situr í stjórn Haga. Hún hlýtur ein þriggja kvenna viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu í ár. Erna er að mati dómnefndar öflug kona og mikilvæg fyrirmynd í atvinnugeira þar sem karlar eru ráðandi. Erna var ung að aldri þegar hún hóf störf hjá fjölskyldufyrirtækinu Bifreiðum og landbúnaðarvélum og vann sig upp í stól forstjóra. Hún lét af störfum þegar fyrirtækið var selt árið 2007. Fjórum árum seinna keyptu Erna og Jón Þór Gunnarsson, eiginmaður hennar, fyrirtækið aftur og um leið bílaumboðið Ingvar Helgason. Félögin voru sameinuð í eitt undir heitinu BL þar sem Erna er við stjórnvölinn. Rökstuðningur FKA fyrir því að veita Ernu viðurkenningu í ár er m.a. sá að hún sé öflug kona í karlaheimi og mikilvæg fyrirmynd sem kona í atvinnugeira sem sé allt of karllægur. „Það er mikill heiður að fá þessa viðurkenningu, bæði fyrir mig og teymið sem ég vinn með. Um er að ræða hóp af frábæru fólki sem ég hef lengi unnið með,“ segir Erna. Hún hefur í mörg horn að líta í störfum sínum fyrir BL, Sjóvá og Haga, enda um að ræða stór fyrirtæki þar sem oft þarf að taka erfiðar ákvarðanir. „Það er nóg að gera hjá mér en gott skipulag og gott samstarfsfólk hjálpar til svo að allt gangi upp.“Íslenskar konur sækja á Erna segist ekki beinlínis líta á sjálfa sig sem fyrirmynd annarra kvenna heldur vinna einfaldlega sína vinnu frá degi til dags. En hvað finnst henni félag á borð við FKA hafa að segja fyrir aðrar konur? „Mér finnst það skipta miklu máli. Það er auðvitað mikilvægt að konur sjái aðrar konur í svona störfum og geti litið upp til þeirra, ekki síst ungar konur. Íslenskar konur klifra vissulega upp framastigann og mörgum finnst það ganga heldur hægt en það gengur þó hratt miðað við mörg önnur lönd. Við gleymum stundum hvað íslenskum konum gengur vel sé horft til annarra landa,“ segir Erna.Ritari eða forstjóri? Á starfsferlinum hefur Erna oft fundið fyrir því að fólki finnist skrýtið að kona sé forstjóri bílaumboðs. „Fáar konur hafa verið í áhrifastöðum innan bílageirans en þeim fer þó fjölgandi, sérstaklega erlendis. Í gegnum tíðina hef ég oft mætt á fundi þar sem fólk heldur að ég sé ritari en ekki forstjóri en um leið og ég hef sýnt fram á að ég veit um hvað ég er að tala hefur það ekki verið neitt vandamál,“ greinir hún frá. Hvað BL varðar segir Erna að reksturinn gangi mjög vel þessa mánuðina, enda endurspegli bílasala oft væntingar fólks til framtíðarinnar. Þegar Erna er spurð hvort margt hafi breyst innan bílageirans frá því hún tók sín fyrstu skref í þeim heimi segir hún að svo sé. „Öryggismálin hafa tekið miklum framförum á stuttum tíma. Ég man þá tíð þegar hvorki tölvukubbar né loftpúðar voru til, sem í dag er staðalbúnaður í öllum nýjum bílum. Rafmagnið kemur hratt inn og hefur breytt heilmiklu og ég held það verði enn meiri breytingar á bílum á næstu árum. Von er á hálfsjálfkeyrandi bílum innan skamms og það er ekki langt í að bílar verði sjálfkeyrandi og tali hver við annan,“ segir Erna. Innt eftir því hvort hún hafi tíma fyrir áhugamál kemur í ljós að Ernu finnst gaman að ferðast um heiminn. „Ég gef mér tíma til að spila golf á sumrin og reyni að fara í laxveiði á hverju ári. Ég hef líka gaman af fótbolta og fór á EM í hittifyrra og ætla á HM í Rússlandi í sumar,“ segir Erna að lokum. Sjá nánar í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. 31. janúar 2018 20:35 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. 31. janúar 2018 20:35