Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Fjárfestar horfa hýru auga til lands í Dalasýslu vegna áforma um vindorkuver. Vísir/Jóhann K. Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. Annar eigandi Storm Orku sem hyggur á uppbygginguna segir hugmyndina skammt á veg komna. Forvitni dró íbúa Dalabyggðar á íbúafund sveitarstjórnar í Dalabúð í gærkvöldi þar sem áform fyrirtækisins Storm Orku, að reisa 36 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða, voru kynnt. Sveitarstjórn undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Storm Orku snemma í haust áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Fram kom á fundinum í gær að vindmyllurnar yrðu flestar þrjátíu og sex og að hver og ein yrði ekki hætti en 150 metrar í hæstu stöðu. Raforkuframleiðslan gæti orðið að hámarki 130 MW sem tengd yrði burðarlínu Landsnets. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slægleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vinorku og vindorkuver. „Við fáum engar upplýsingar og það átti bara að keyra þetta í gegn án þess að láta nokkurn mann vita. Mér finnst það bara ekki í lagi. Mér finnst ég bara vera stödd í einhverri miðri martröð og athugasemdir okkar snúa að vinnubrögðum sveitarstjórnar. Ég get bara ekki hugsað til þess ef þetta hefði bara farið í gegn án þess að fólki hefði verið gefinn kostur á því að koma með athugasemdir eða kynna sér málið. Við sjáum það líka þegar við förum af stað hérna að fólk veit ekkert um þetta.“ Þetta sagði Steinunn Sigurbjörnsdóttir íbúa á fundinum í gær. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona en þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum í ágúst á síðasta ári, gagngert til þess að vinna að hugmyndum að vindorkuveri á jörðinni. Sigurður sagði vinnuna mun skemur komna en menn gerðu sér grein fyrir. „Það er búið að vinna hellingsundirbúningsvinnu en það er miklu meiri vinna sem er eftir. Á þessu stigi er þetta bara hugmynd,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Er það í hendi að þið getið byrjað að framleiða raforku frá þessum stað? „Það er langt frá því, alveg ofboðslega langt frá því.“ Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. Annar eigandi Storm Orku sem hyggur á uppbygginguna segir hugmyndina skammt á veg komna. Forvitni dró íbúa Dalabyggðar á íbúafund sveitarstjórnar í Dalabúð í gærkvöldi þar sem áform fyrirtækisins Storm Orku, að reisa 36 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða, voru kynnt. Sveitarstjórn undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Storm Orku snemma í haust áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Fram kom á fundinum í gær að vindmyllurnar yrðu flestar þrjátíu og sex og að hver og ein yrði ekki hætti en 150 metrar í hæstu stöðu. Raforkuframleiðslan gæti orðið að hámarki 130 MW sem tengd yrði burðarlínu Landsnets. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slægleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vinorku og vindorkuver. „Við fáum engar upplýsingar og það átti bara að keyra þetta í gegn án þess að láta nokkurn mann vita. Mér finnst það bara ekki í lagi. Mér finnst ég bara vera stödd í einhverri miðri martröð og athugasemdir okkar snúa að vinnubrögðum sveitarstjórnar. Ég get bara ekki hugsað til þess ef þetta hefði bara farið í gegn án þess að fólki hefði verið gefinn kostur á því að koma með athugasemdir eða kynna sér málið. Við sjáum það líka þegar við förum af stað hérna að fólk veit ekkert um þetta.“ Þetta sagði Steinunn Sigurbjörnsdóttir íbúa á fundinum í gær. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona en þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum í ágúst á síðasta ári, gagngert til þess að vinna að hugmyndum að vindorkuveri á jörðinni. Sigurður sagði vinnuna mun skemur komna en menn gerðu sér grein fyrir. „Það er búið að vinna hellingsundirbúningsvinnu en það er miklu meiri vinna sem er eftir. Á þessu stigi er þetta bara hugmynd,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Er það í hendi að þið getið byrjað að framleiða raforku frá þessum stað? „Það er langt frá því, alveg ofboðslega langt frá því.“
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45