Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 18:26 Gul viðvörun er fyrir allt landið í kvöld. Skjáskot/Veðurstofan Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld. Líkönum ber saman um að upp að landinu gangi skil frá djúpri lægð á Grænlandssundi. Skilunum fylgir mjög hvöss sunnanátt með hlýindum um allt land og mikilli rigning á Suður og Vesturlandi, og einnig á Vestfjörðum. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi verður stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast ekkert skyggni. Á láglendi hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið. Hviður allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli frá 21 til 08 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samgöngutruflanir eru mjög líklegar og einnig er fólki er ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið. Veðurstofan hefur sett svokallaða appelsínugula viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Gul viðvörun er á öllu landinu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi. Vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði verður á svæðinu í nótt samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í kvöld. Hlýnar er líður á nóttina og breytist ofankoman í slyddu. Hviður á fjallvegum fara yfir 40 m/s, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í suðaustan hvassviðri eða storm, 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu í kvöld. Hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi þar sem vindhviður geta orðið skæðar. Búast má við slæmu skyggni víða á höfuðborgarsvæðinu í snjókomu og síðan slyddu og gæti færð í íbúagötum spillst hratt. Um miðnætti hlýnar hratt með rigningu og snjóbráð og því gæti vatnselgur á götum orðið talsverður. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Á Suðurlandi og Faxaflóa gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í fyrstu, en hlýnar um nóttina og fer yfir í rigningu. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur á götum er líklegur, einkum frá því um miðja nótt og heldur áfram að rigna fram eftir degi. Mikilvægt er því að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Við Breiðafjörð gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í slyddu eða rigningu. Hviður við fjöll fara yfir 45 m/s, t.d. víða á norðanverðu Snæfellsnesi. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur gæti einnig orðið vegna snjóbráðar og rigningar um nóttina og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið. Á Norðurlandi eystra verður suðaustan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Á Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi verður suðaustan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði um kl 20.00 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Einnig má búast við að fjallvegir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi geti lokast eftir kl. 20:00 í kvöld vegna snjóa, lítils skyggnis og mikillar vindhæðar. Þá má búast við að akstursskilyrði verði mjög slæm og jafnvel þurfi að koma til lokunar vega fram undir hádegi á morgun á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Veður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld. Líkönum ber saman um að upp að landinu gangi skil frá djúpri lægð á Grænlandssundi. Skilunum fylgir mjög hvöss sunnanátt með hlýindum um allt land og mikilli rigning á Suður og Vesturlandi, og einnig á Vestfjörðum. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi verður stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast ekkert skyggni. Á láglendi hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið. Hviður allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli frá 21 til 08 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samgöngutruflanir eru mjög líklegar og einnig er fólki er ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið. Veðurstofan hefur sett svokallaða appelsínugula viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Gul viðvörun er á öllu landinu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi. Vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði verður á svæðinu í nótt samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í kvöld. Hlýnar er líður á nóttina og breytist ofankoman í slyddu. Hviður á fjallvegum fara yfir 40 m/s, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í suðaustan hvassviðri eða storm, 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu í kvöld. Hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi þar sem vindhviður geta orðið skæðar. Búast má við slæmu skyggni víða á höfuðborgarsvæðinu í snjókomu og síðan slyddu og gæti færð í íbúagötum spillst hratt. Um miðnætti hlýnar hratt með rigningu og snjóbráð og því gæti vatnselgur á götum orðið talsverður. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Á Suðurlandi og Faxaflóa gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í fyrstu, en hlýnar um nóttina og fer yfir í rigningu. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur á götum er líklegur, einkum frá því um miðja nótt og heldur áfram að rigna fram eftir degi. Mikilvægt er því að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Við Breiðafjörð gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í slyddu eða rigningu. Hviður við fjöll fara yfir 45 m/s, t.d. víða á norðanverðu Snæfellsnesi. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur gæti einnig orðið vegna snjóbráðar og rigningar um nóttina og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið. Á Norðurlandi eystra verður suðaustan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Á Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi verður suðaustan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði um kl 20.00 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Einnig má búast við að fjallvegir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi geti lokast eftir kl. 20:00 í kvöld vegna snjóa, lítils skyggnis og mikillar vindhæðar. Þá má búast við að akstursskilyrði verði mjög slæm og jafnvel þurfi að koma til lokunar vega fram undir hádegi á morgun á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.
Veður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira