Sums staðar tífalt fleiri útlendingar Sveinn Arnarsson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Jökulsárlón í Skaftárhreppi er eitt þekktasta sköpunarverk íslenskrar náttúru og dregur að sér margan ferðamanninn á hverjum einasta degi ársins. Það hefur skapað gríðarlega mikla atvinnu fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu. vísir/valli Tæplega þrjátíu og átta þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórðungi í fyrra og hafði þeim fjölgað um 16 þúsund á aðeins fjórum árum. Fjölgunin er mest í Reykjavík eða um sex þúsund manns en einnig er mikil fjölgun í Kópavogi og Reykjanesbæ. Sé hins vegar horft á hlutfallslega fjölgun hefur fjöldi erlendra ríkisborgara ellefufaldast í Skaftárhreppi og svipaða sögu er að segja af Skútustaðahreppi. Einnig vekur mikil fjölgun í Reykjanesbæ athygli. Í upphafi árs 2013 bjuggu tuttugu erlendir ríkisborgarar í Skaftárhreppi en á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú tala komin upp í 130. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir þetta hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið. „Þetta krefst þess að við þurfum að byggja við leikskólann sem er mjög gott og kannski merki um að sveitarfélagið sé í sókn,“ segir Sandra Brá. „Fyrst og fremst er það ferðaþjónustan sem útskýrir þetta. Erlent vinnuafl kemur hingað til að vinna í ferðaþjónustu og hér er fólk að setjast að.“ Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann segir vöxtinn hafa verið ævintýralegan síðustu ár og að á síðustu þremur árum hafi íbúum fjölgað um nærri 140 sem verður að teljast mjög óvenjulegt í svo litlu sveitarfélagi eins og hreppurinn er. „Við erum nú að bíða eftir því að komast yfir fimm hundruð og eigum ekki langt í land með það. Hér eru erlendir einstaklingar að setjast að og vinna við ferðaþjónustu en einnig eru heimamenn að koma heim og sjá tækifæri í að búa hér og starfa sem er gleðilegt. Af ferðaþjónustuaðilum sem ég ræði við koma nærri daglega óskir að utan um að vinna hér við Mývatn sem segir okkur að orðspor svæðisins og fyrirtækjanna er afar gott á erlendri grund.“ Í Reykjanesbæ hefur fjölgað á tímabilinu um 2.350 erlenda ríkisborgara og eru nú 3.650 íbúar Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar. „Stærsti aðilinn hjá okkur er auðvitað alþjóðaflugvöllurinn og það atvinnulíf sem er í fyrirtækjum sem tengd eru vellinum. Þetta er ákveðið verkefni fyrir okkur en við tökum þessu vel og bæjarbúar hafa tekið þessum breytingum mjög vel að mínu mati,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „En þetta reynir auðvitað á innviðina. Í leik- og grunnskólum okkar eru töluð þrjátíu tungumál og því þurfum við sérstaklega að vanda okkur og gera okkur besta í að mennta börnin okkar jafn vel, óháð því hvar þau fæddust eða hvert tungumálið er sem talað er á heimilum fólks,“ segir Kjartan. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Tæplega þrjátíu og átta þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórðungi í fyrra og hafði þeim fjölgað um 16 þúsund á aðeins fjórum árum. Fjölgunin er mest í Reykjavík eða um sex þúsund manns en einnig er mikil fjölgun í Kópavogi og Reykjanesbæ. Sé hins vegar horft á hlutfallslega fjölgun hefur fjöldi erlendra ríkisborgara ellefufaldast í Skaftárhreppi og svipaða sögu er að segja af Skútustaðahreppi. Einnig vekur mikil fjölgun í Reykjanesbæ athygli. Í upphafi árs 2013 bjuggu tuttugu erlendir ríkisborgarar í Skaftárhreppi en á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú tala komin upp í 130. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir þetta hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið. „Þetta krefst þess að við þurfum að byggja við leikskólann sem er mjög gott og kannski merki um að sveitarfélagið sé í sókn,“ segir Sandra Brá. „Fyrst og fremst er það ferðaþjónustan sem útskýrir þetta. Erlent vinnuafl kemur hingað til að vinna í ferðaþjónustu og hér er fólk að setjast að.“ Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann segir vöxtinn hafa verið ævintýralegan síðustu ár og að á síðustu þremur árum hafi íbúum fjölgað um nærri 140 sem verður að teljast mjög óvenjulegt í svo litlu sveitarfélagi eins og hreppurinn er. „Við erum nú að bíða eftir því að komast yfir fimm hundruð og eigum ekki langt í land með það. Hér eru erlendir einstaklingar að setjast að og vinna við ferðaþjónustu en einnig eru heimamenn að koma heim og sjá tækifæri í að búa hér og starfa sem er gleðilegt. Af ferðaþjónustuaðilum sem ég ræði við koma nærri daglega óskir að utan um að vinna hér við Mývatn sem segir okkur að orðspor svæðisins og fyrirtækjanna er afar gott á erlendri grund.“ Í Reykjanesbæ hefur fjölgað á tímabilinu um 2.350 erlenda ríkisborgara og eru nú 3.650 íbúar Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar. „Stærsti aðilinn hjá okkur er auðvitað alþjóðaflugvöllurinn og það atvinnulíf sem er í fyrirtækjum sem tengd eru vellinum. Þetta er ákveðið verkefni fyrir okkur en við tökum þessu vel og bæjarbúar hafa tekið þessum breytingum mjög vel að mínu mati,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „En þetta reynir auðvitað á innviðina. Í leik- og grunnskólum okkar eru töluð þrjátíu tungumál og því þurfum við sérstaklega að vanda okkur og gera okkur besta í að mennta börnin okkar jafn vel, óháð því hvar þau fæddust eða hvert tungumálið er sem talað er á heimilum fólks,“ segir Kjartan.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira