Sums staðar tífalt fleiri útlendingar Sveinn Arnarsson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Jökulsárlón í Skaftárhreppi er eitt þekktasta sköpunarverk íslenskrar náttúru og dregur að sér margan ferðamanninn á hverjum einasta degi ársins. Það hefur skapað gríðarlega mikla atvinnu fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu. vísir/valli Tæplega þrjátíu og átta þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórðungi í fyrra og hafði þeim fjölgað um 16 þúsund á aðeins fjórum árum. Fjölgunin er mest í Reykjavík eða um sex þúsund manns en einnig er mikil fjölgun í Kópavogi og Reykjanesbæ. Sé hins vegar horft á hlutfallslega fjölgun hefur fjöldi erlendra ríkisborgara ellefufaldast í Skaftárhreppi og svipaða sögu er að segja af Skútustaðahreppi. Einnig vekur mikil fjölgun í Reykjanesbæ athygli. Í upphafi árs 2013 bjuggu tuttugu erlendir ríkisborgarar í Skaftárhreppi en á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú tala komin upp í 130. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir þetta hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið. „Þetta krefst þess að við þurfum að byggja við leikskólann sem er mjög gott og kannski merki um að sveitarfélagið sé í sókn,“ segir Sandra Brá. „Fyrst og fremst er það ferðaþjónustan sem útskýrir þetta. Erlent vinnuafl kemur hingað til að vinna í ferðaþjónustu og hér er fólk að setjast að.“ Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann segir vöxtinn hafa verið ævintýralegan síðustu ár og að á síðustu þremur árum hafi íbúum fjölgað um nærri 140 sem verður að teljast mjög óvenjulegt í svo litlu sveitarfélagi eins og hreppurinn er. „Við erum nú að bíða eftir því að komast yfir fimm hundruð og eigum ekki langt í land með það. Hér eru erlendir einstaklingar að setjast að og vinna við ferðaþjónustu en einnig eru heimamenn að koma heim og sjá tækifæri í að búa hér og starfa sem er gleðilegt. Af ferðaþjónustuaðilum sem ég ræði við koma nærri daglega óskir að utan um að vinna hér við Mývatn sem segir okkur að orðspor svæðisins og fyrirtækjanna er afar gott á erlendri grund.“ Í Reykjanesbæ hefur fjölgað á tímabilinu um 2.350 erlenda ríkisborgara og eru nú 3.650 íbúar Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar. „Stærsti aðilinn hjá okkur er auðvitað alþjóðaflugvöllurinn og það atvinnulíf sem er í fyrirtækjum sem tengd eru vellinum. Þetta er ákveðið verkefni fyrir okkur en við tökum þessu vel og bæjarbúar hafa tekið þessum breytingum mjög vel að mínu mati,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „En þetta reynir auðvitað á innviðina. Í leik- og grunnskólum okkar eru töluð þrjátíu tungumál og því þurfum við sérstaklega að vanda okkur og gera okkur besta í að mennta börnin okkar jafn vel, óháð því hvar þau fæddust eða hvert tungumálið er sem talað er á heimilum fólks,“ segir Kjartan. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Tæplega þrjátíu og átta þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórðungi í fyrra og hafði þeim fjölgað um 16 þúsund á aðeins fjórum árum. Fjölgunin er mest í Reykjavík eða um sex þúsund manns en einnig er mikil fjölgun í Kópavogi og Reykjanesbæ. Sé hins vegar horft á hlutfallslega fjölgun hefur fjöldi erlendra ríkisborgara ellefufaldast í Skaftárhreppi og svipaða sögu er að segja af Skútustaðahreppi. Einnig vekur mikil fjölgun í Reykjanesbæ athygli. Í upphafi árs 2013 bjuggu tuttugu erlendir ríkisborgarar í Skaftárhreppi en á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú tala komin upp í 130. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir þetta hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið. „Þetta krefst þess að við þurfum að byggja við leikskólann sem er mjög gott og kannski merki um að sveitarfélagið sé í sókn,“ segir Sandra Brá. „Fyrst og fremst er það ferðaþjónustan sem útskýrir þetta. Erlent vinnuafl kemur hingað til að vinna í ferðaþjónustu og hér er fólk að setjast að.“ Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann segir vöxtinn hafa verið ævintýralegan síðustu ár og að á síðustu þremur árum hafi íbúum fjölgað um nærri 140 sem verður að teljast mjög óvenjulegt í svo litlu sveitarfélagi eins og hreppurinn er. „Við erum nú að bíða eftir því að komast yfir fimm hundruð og eigum ekki langt í land með það. Hér eru erlendir einstaklingar að setjast að og vinna við ferðaþjónustu en einnig eru heimamenn að koma heim og sjá tækifæri í að búa hér og starfa sem er gleðilegt. Af ferðaþjónustuaðilum sem ég ræði við koma nærri daglega óskir að utan um að vinna hér við Mývatn sem segir okkur að orðspor svæðisins og fyrirtækjanna er afar gott á erlendri grund.“ Í Reykjanesbæ hefur fjölgað á tímabilinu um 2.350 erlenda ríkisborgara og eru nú 3.650 íbúar Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar. „Stærsti aðilinn hjá okkur er auðvitað alþjóðaflugvöllurinn og það atvinnulíf sem er í fyrirtækjum sem tengd eru vellinum. Þetta er ákveðið verkefni fyrir okkur en við tökum þessu vel og bæjarbúar hafa tekið þessum breytingum mjög vel að mínu mati,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „En þetta reynir auðvitað á innviðina. Í leik- og grunnskólum okkar eru töluð þrjátíu tungumál og því þurfum við sérstaklega að vanda okkur og gera okkur besta í að mennta börnin okkar jafn vel, óháð því hvar þau fæddust eða hvert tungumálið er sem talað er á heimilum fólks,“ segir Kjartan.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira