Ljósin í takt við ljóðin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 09:30 Hekla Dögg hefur lag á að laða listamenn til liðs við sig. Fréttablaðið/Valli Listakonan Hekla Dögg Jónsdóttir er þekkt fyrir síbreytileg og marglaga verk og ólíkar aðferðir við að fá aðra til að taka þátt í þeim. Nú opnar hún sýninguna Evolvement klukkan 18 í dag í Kling & Bang í Marshallhúsinu, Grandagarði 20. Samhliða kemur út vegleg bók með yfirliti um feril hennar.Hekla Dögg, á hvað leggur þú áherslu í þessari sýningu? „Ég er svolítið að einblína á sköpunarþáttinn og nú kalla ég til samstarfs skáld og aðra listamenn. Skáldin til að semja af og til ljóð fyrir ljósa- og hljóðskúlptúr sem heitir 2018 og er eins og fréttaveita. Þeir sem hlusta upplifa líðandi stund í gegnum orð skáldsins.“ Skúlptúrinn er með grænum ljósum sem blikka í takt við hrynjanda ljóðanna, að sögn Heklu Daggar. „Þegar fólk hefur dvalið við skúlptúrinn dálitla stund þá sér það bleikt fyrst eftir að það labbar í burtu. Alltaf þegar maður hlustar á ljóð verður maður fyrir hughrifum. Þarna verða áhrifin líka sjónræn.“Hekla Dögg undir pappírsagnaregninu sem gengið er í gegnum að uppsprettu sköpunarinnar.Mynd/Lilja BirgisdóttirÞarf ekki fólk að sitja lengur og lengur við skúlptúrinn eftir því sem á sýninguna líður ef alltaf bætast ljóð í skúlptúrinn? „Ég mundi mæla með því að fólk kæmi oftar en einu sinni, því sýningin breytist alltaf,“ svarar Hekla Dögg og færir sig svo skref til baka. „Í anddyrinu er vatnslitaverk sem ég vann með marbling-tækni sem var oft notuð til að prenta á bókarkápur. Þá eru litirnir fljótandi í vatni og pappírsörk dýft ofan í til að fanga þá. Ég gerði mismunandi mynstur á eins stór blöð og ég gat. Þau eru það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur, eins og kápa utan um sýninguna fyrir innan. Ljósmyndarar geta notað þessar arkir sem bakgrunn fyrir eitthvað sem þeir vilja mynda.“Á leið inn úr anddyrinu lenda gestir undir glitrandi pappírsögnum sem hrynja á þá úr loftinu. Hvað táknar sá gjörningur? „Þá er fólk að ganga inn að uppsprettu sköpunarinnar því þar tekur ljósa- og ljóðaskúlptúrinn við. Svo er haldið áfram inn í næsta rými. Þar er hvít súla sem snýst löturhægt í 360 gráður á þremur mínútum. Á henni er myndavél og á sýningartímanum munu listamenn gera þriggja mínútna vídeóverk þar sem þeir virkja allt rýmið á einhvern hátt, það er áskorun, en listamenn eru alltaf tilbúnir í áskoranir. Ég byrja á þremur verkum sem verða tilbúin á opnuninni. Þau verða sýnd í einu rýminu enn. Þar geta gestir sest og notið þeirra.“ Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Listakonan Hekla Dögg Jónsdóttir er þekkt fyrir síbreytileg og marglaga verk og ólíkar aðferðir við að fá aðra til að taka þátt í þeim. Nú opnar hún sýninguna Evolvement klukkan 18 í dag í Kling & Bang í Marshallhúsinu, Grandagarði 20. Samhliða kemur út vegleg bók með yfirliti um feril hennar.Hekla Dögg, á hvað leggur þú áherslu í þessari sýningu? „Ég er svolítið að einblína á sköpunarþáttinn og nú kalla ég til samstarfs skáld og aðra listamenn. Skáldin til að semja af og til ljóð fyrir ljósa- og hljóðskúlptúr sem heitir 2018 og er eins og fréttaveita. Þeir sem hlusta upplifa líðandi stund í gegnum orð skáldsins.“ Skúlptúrinn er með grænum ljósum sem blikka í takt við hrynjanda ljóðanna, að sögn Heklu Daggar. „Þegar fólk hefur dvalið við skúlptúrinn dálitla stund þá sér það bleikt fyrst eftir að það labbar í burtu. Alltaf þegar maður hlustar á ljóð verður maður fyrir hughrifum. Þarna verða áhrifin líka sjónræn.“Hekla Dögg undir pappírsagnaregninu sem gengið er í gegnum að uppsprettu sköpunarinnar.Mynd/Lilja BirgisdóttirÞarf ekki fólk að sitja lengur og lengur við skúlptúrinn eftir því sem á sýninguna líður ef alltaf bætast ljóð í skúlptúrinn? „Ég mundi mæla með því að fólk kæmi oftar en einu sinni, því sýningin breytist alltaf,“ svarar Hekla Dögg og færir sig svo skref til baka. „Í anddyrinu er vatnslitaverk sem ég vann með marbling-tækni sem var oft notuð til að prenta á bókarkápur. Þá eru litirnir fljótandi í vatni og pappírsörk dýft ofan í til að fanga þá. Ég gerði mismunandi mynstur á eins stór blöð og ég gat. Þau eru það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur, eins og kápa utan um sýninguna fyrir innan. Ljósmyndarar geta notað þessar arkir sem bakgrunn fyrir eitthvað sem þeir vilja mynda.“Á leið inn úr anddyrinu lenda gestir undir glitrandi pappírsögnum sem hrynja á þá úr loftinu. Hvað táknar sá gjörningur? „Þá er fólk að ganga inn að uppsprettu sköpunarinnar því þar tekur ljósa- og ljóðaskúlptúrinn við. Svo er haldið áfram inn í næsta rými. Þar er hvít súla sem snýst löturhægt í 360 gráður á þremur mínútum. Á henni er myndavél og á sýningartímanum munu listamenn gera þriggja mínútna vídeóverk þar sem þeir virkja allt rýmið á einhvern hátt, það er áskorun, en listamenn eru alltaf tilbúnir í áskoranir. Ég byrja á þremur verkum sem verða tilbúin á opnuninni. Þau verða sýnd í einu rýminu enn. Þar geta gestir sest og notið þeirra.“
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira