Tíu fylgdarlaus börn dvöldu á skammtímavistuninni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 18:41 Síðustu vikuna höfum við fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Í dag sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu þar sem segir að ítarleg skoðun fari nú fram á því af hverju rannsókn dróst á langinn og að embættið harmi mistök. Nú hafi 39 manns komið í skýrslutöku vegna málsins og þar af sjö brotaþolar – og að Héraðsdómur Reykjaness hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum um viku vegna rannsóknarhagsmuna, en hann hefur nú þegar setið í tvær vikur í varðhaldi. Talið er að maðurinn hafi unnið með um 200 börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Meðal barna á heimilinu voru tíu fylgdarlaus börn. Áshildur Linnet, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, segir ákjósanlegt að börnum sé komið fyrir á vistheimilum eða hjá fósturfjölskyldum svo að þau séu ekki ein og eftirlitslaus. „Ég held að barnaverndaryfirvöld hafi verið að reyna að koma börnunum fyrir á öruggum stað og hafi þar af leiðandi gengið eitt gott til,“ segir Áshildur. Um er að ræða drengi á aldrinum 15-17 ára og segir Áshildur fylgdarlaus börn viðkvæman hóp sem sé berskjaldaðri gagnvart líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Það sé því áfall að vita til þess að skjólið sem drengirnir voru færðir í hafi ekki verið öruggt. „Eins og með alla aðra sem hafa það að markmiði að vernda börn, þá erum við öll slegin en við treystum því að barnaverndaryfirvöld vinni vel í þessu og farið verði ítarlega í saumana á þessu svo þetta komi ekki fyrir aftur.“ Börnin verða boðuð í viðtal hjá barnaverndaryfirvöldum eins og önnur börn sem maðurinn vann með. „En vissulega er hluti af þessum börnum enn hér með mál hjá okkur þannig að eins og við gerum alltaf þá ræðum við opinskátt um allt við þessi börn og tökum af þeim púlsinn,“ segir Áshildur. Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Síðustu vikuna höfum við fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Í dag sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu þar sem segir að ítarleg skoðun fari nú fram á því af hverju rannsókn dróst á langinn og að embættið harmi mistök. Nú hafi 39 manns komið í skýrslutöku vegna málsins og þar af sjö brotaþolar – og að Héraðsdómur Reykjaness hafi framlengt gæsluvarðhald yfir manninum um viku vegna rannsóknarhagsmuna, en hann hefur nú þegar setið í tvær vikur í varðhaldi. Talið er að maðurinn hafi unnið með um 200 börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Meðal barna á heimilinu voru tíu fylgdarlaus börn. Áshildur Linnet, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, segir ákjósanlegt að börnum sé komið fyrir á vistheimilum eða hjá fósturfjölskyldum svo að þau séu ekki ein og eftirlitslaus. „Ég held að barnaverndaryfirvöld hafi verið að reyna að koma börnunum fyrir á öruggum stað og hafi þar af leiðandi gengið eitt gott til,“ segir Áshildur. Um er að ræða drengi á aldrinum 15-17 ára og segir Áshildur fylgdarlaus börn viðkvæman hóp sem sé berskjaldaðri gagnvart líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Það sé því áfall að vita til þess að skjólið sem drengirnir voru færðir í hafi ekki verið öruggt. „Eins og með alla aðra sem hafa það að markmiði að vernda börn, þá erum við öll slegin en við treystum því að barnaverndaryfirvöld vinni vel í þessu og farið verði ítarlega í saumana á þessu svo þetta komi ekki fyrir aftur.“ Börnin verða boðuð í viðtal hjá barnaverndaryfirvöldum eins og önnur börn sem maðurinn vann með. „En vissulega er hluti af þessum börnum enn hér með mál hjá okkur þannig að eins og við gerum alltaf þá ræðum við opinskátt um allt við þessi börn og tökum af þeim púlsinn,“ segir Áshildur.
Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41