Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2018 13:11 Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Vísir/gva Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans harmi sleginn yfir kerfisbundnu getuleysi lögreglu í málinu. Þau séu ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. Þá hefur Barnavernd Reykjavíkur rætt við fimmtán börn sem voru skjólstæðingar mannsins. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Talið er að maðurinn hafi unnið með um tvö hundruð börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Lögreglan hefur nú tekið skýrslu af um fjörutíu manns vegna málsins, þar af sjö brotaþolum. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavernd Reykjavíkur er búið að ræða við fimmtán börn, sem voru skjólstæðingar mannsins. Ekki leikur grunur á að neitt þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hans. Enn á eftir að ræða við um tuttugu börn. Kefisbundið getuleysi Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur manninum í ágúst, segir umbjóðendur sína undrandi á því hvernig staðið hefur verið að úrvinnslu málsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.Vísir/GVA„Það virðist vera að það blasi þannig við þeim að það hafi verið kerfisbundið getuleysi og þær skýringar sem komið hafa á því hvers vegna málið fór eins og það fór innan Barnaverndar og líka innan lögreglu er auðvitað ekki fullnægjandi,“ segir Sævar Þór en eins og fram hefur komið reyndi fjölskylda piltsins ítrekað að reka á eftir rannsókn málsins þar sem þau höfðu upplýsingar um að maðurinn kynni að starfa með börnum.Fái að fylgjast með gangi málsins Sævar Þór segir að það sem aðstandendum piltsins finnst verst er að það tók þennan tíma að fá aðila til að viðurkenna mistök. Hann segir mikilvægt fyrir fórnarlömb mannsins að þau fái sem mestar upplýsingar um gang þess hjá lögreglu. Það hafi ekki verið svo. „Það er búið að klúðra ansi mörgu. Þar af leiðindi tel ég eðlilegt að yfirvöld myndu fylkja sér að baki aðstandendum og fórnarlömbum málsins og gefa þeim þá færi á að fylgjast náið með gangi málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans harmi sleginn yfir kerfisbundnu getuleysi lögreglu í málinu. Þau séu ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. Þá hefur Barnavernd Reykjavíkur rætt við fimmtán börn sem voru skjólstæðingar mannsins. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Talið er að maðurinn hafi unnið með um tvö hundruð börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Lögreglan hefur nú tekið skýrslu af um fjörutíu manns vegna málsins, þar af sjö brotaþolum. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavernd Reykjavíkur er búið að ræða við fimmtán börn, sem voru skjólstæðingar mannsins. Ekki leikur grunur á að neitt þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hans. Enn á eftir að ræða við um tuttugu börn. Kefisbundið getuleysi Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur manninum í ágúst, segir umbjóðendur sína undrandi á því hvernig staðið hefur verið að úrvinnslu málsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.Vísir/GVA„Það virðist vera að það blasi þannig við þeim að það hafi verið kerfisbundið getuleysi og þær skýringar sem komið hafa á því hvers vegna málið fór eins og það fór innan Barnaverndar og líka innan lögreglu er auðvitað ekki fullnægjandi,“ segir Sævar Þór en eins og fram hefur komið reyndi fjölskylda piltsins ítrekað að reka á eftir rannsókn málsins þar sem þau höfðu upplýsingar um að maðurinn kynni að starfa með börnum.Fái að fylgjast með gangi málsins Sævar Þór segir að það sem aðstandendum piltsins finnst verst er að það tók þennan tíma að fá aðila til að viðurkenna mistök. Hann segir mikilvægt fyrir fórnarlömb mannsins að þau fái sem mestar upplýsingar um gang þess hjá lögreglu. Það hafi ekki verið svo. „Það er búið að klúðra ansi mörgu. Þar af leiðindi tel ég eðlilegt að yfirvöld myndu fylkja sér að baki aðstandendum og fórnarlömbum málsins og gefa þeim þá færi á að fylgjast náið með gangi málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42