Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 19:00 Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur var kærður í ágúst síðastliðnum fyrir gróft kynferðisbrot gegn pilti og öðrum börnum en málið var fyrst tekið til rannsóknar nú í janúar og þá var manninum vikið úr starfi sínu á vistheimili barna. Fyrsta kæran barst þó árið 2013 frá ungum manni innan fjölskyldunnar sem hafði um árabil unnið úr reynslu sinni hjá Stígamótum. „Ástæðan fyrir að ég kærði er að ég veiktist og fór á spítala með mikinn kvíða tengt þessum brotum. Og þegar ég sá að það gengi ekki að fá hann til að biðja mig afsökunar eða leita sér hjálpar þá fannst mér skylda mín að kæra því ég vildi ekki lifa við það sjálfur ef þetta kæmi fyrir einhvern annan og ég hefði ekki kært,“ segir brotaþolinn. Honum fannst mikilvægt að manninum yrði vikið úr starfi og tók því sérstaklega fram við skýrslutöku hjá lögreglu að hann ynni með börnum og unglingum. „Hann var líka mikið með yngri börnum, var mikið að sækjast í þau. Þess vegna fannst mér varhugavert að hann væri alltaf að vinna með börnum.“ Brotin voru aftur á móti fyrnd og málið látið niður falla. Maðurinn hélt áfram að vinna með börnum og þá sneri systir brotaþolans sér að barnaverndaryfirvöldum. „Hún byrjaði á að hringja í félagsþjónustuna en þau vildu ekkert tala við hana. Henni var bent á barnavernd og þau vildu ekkert gera, því ég var fullorðinn. Það var eins og þetta kæmi engum við. Það væri eins og öllum væri saman. Maður að vinna hjá þeim grunaður um þetta, og öllum sama.“ Maðurinn segir kerfið hafa brugðist sér. „Í rauninni brást kerfið mér, í tilkynningaskyldunni allri. Það er búið að tilkynna þetta og hann fær að vinna áfram. Það sem fékk mig til að kæra var að hann ynni ekki áfram með börnum." Hann segir áfall að vita núna að lögregla hafi rætt við sjö brotaþola við rannsókn málsins og hafi fengið fjölmargar ábendingar. Hann segir ótrúlegt að ekki skuli vera skýrari ferlar innan lögreglu og barnaverndaryfirvalda þegar komi að kynferðisbrotum gegn börnum. „Við erum alla vega að sjá að einhver er að klikka í vinnunni sinni. En það mun náttúrulega enginn sæta ábyrgð. Það tíðkast ekki á Íslandi.“ Lengri útgáfu af viðtali við manninn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur var kærður í ágúst síðastliðnum fyrir gróft kynferðisbrot gegn pilti og öðrum börnum en málið var fyrst tekið til rannsóknar nú í janúar og þá var manninum vikið úr starfi sínu á vistheimili barna. Fyrsta kæran barst þó árið 2013 frá ungum manni innan fjölskyldunnar sem hafði um árabil unnið úr reynslu sinni hjá Stígamótum. „Ástæðan fyrir að ég kærði er að ég veiktist og fór á spítala með mikinn kvíða tengt þessum brotum. Og þegar ég sá að það gengi ekki að fá hann til að biðja mig afsökunar eða leita sér hjálpar þá fannst mér skylda mín að kæra því ég vildi ekki lifa við það sjálfur ef þetta kæmi fyrir einhvern annan og ég hefði ekki kært,“ segir brotaþolinn. Honum fannst mikilvægt að manninum yrði vikið úr starfi og tók því sérstaklega fram við skýrslutöku hjá lögreglu að hann ynni með börnum og unglingum. „Hann var líka mikið með yngri börnum, var mikið að sækjast í þau. Þess vegna fannst mér varhugavert að hann væri alltaf að vinna með börnum.“ Brotin voru aftur á móti fyrnd og málið látið niður falla. Maðurinn hélt áfram að vinna með börnum og þá sneri systir brotaþolans sér að barnaverndaryfirvöldum. „Hún byrjaði á að hringja í félagsþjónustuna en þau vildu ekkert tala við hana. Henni var bent á barnavernd og þau vildu ekkert gera, því ég var fullorðinn. Það var eins og þetta kæmi engum við. Það væri eins og öllum væri saman. Maður að vinna hjá þeim grunaður um þetta, og öllum sama.“ Maðurinn segir kerfið hafa brugðist sér. „Í rauninni brást kerfið mér, í tilkynningaskyldunni allri. Það er búið að tilkynna þetta og hann fær að vinna áfram. Það sem fékk mig til að kæra var að hann ynni ekki áfram með börnum." Hann segir áfall að vita núna að lögregla hafi rætt við sjö brotaþola við rannsókn málsins og hafi fengið fjölmargar ábendingar. Hann segir ótrúlegt að ekki skuli vera skýrari ferlar innan lögreglu og barnaverndaryfirvalda þegar komi að kynferðisbrotum gegn börnum. „Við erum alla vega að sjá að einhver er að klikka í vinnunni sinni. En það mun náttúrulega enginn sæta ábyrgð. Það tíðkast ekki á Íslandi.“ Lengri útgáfu af viðtali við manninn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42